12 desember 2013

Jólafrí

Kæru leikmenn og foreldrar.

Við í 7.flokki tökum jólafrí frá 19.desember til 7.jánúar. Síðasta æfing fyrir jól er því fimmtudaginn 19.desember.


KR kveðjur.
Atli Jónasson

03 desember 2013

Æfingaleikur gegn Fylki

Kæru leikmenn og foreldrar

Þriðjudaginn næstkomandi 10. Desember ætla Fylkismenn að koma í heimsókn til okkar og leika við okkur æfingaleik á gervigrasi KR.

Yngra árið fæddir 2007 spila frá 15-16 og svo tekur eldra árið fæddir 2006 við frá 16-17.

Ég hef haft samband við frístundaheimili skólanna þ.e.a.s Granda,Mela og Vesturbæjarskóla og það verður græjað að þeir komi aðeins fyrr útí KR en venjulega þennan Þriðjudag.

Ég vek athygli á að við munum spila útí svo að drengirnir mæti klæddir eftir veðri og með viðeigandi skó.
Við munum bara skipta í lið á staðnum og spila í klukkutíma svo skráning er óþörf.

Vonast til að sjá sem flesta.

Með KR kveðju
Atli Jónasson
s:6591794


25 nóvember 2013

Netfangalisti 2007 árgangsins

Sæl

Við í foreldrafélagi 7 flokks höfum stofnað sameiginlegt netfang fyrir allan 7 flokk drengja, bæði 2006 og 2007 árganginn. Við erum enn ekki komin með netföng allra foreldra á yngra ári og væri því gott að þið gætuð sent okkur línu á krflokkur7@gmail.com Upplýsingar sem gott væri að fá er nafn barns, kt. barns, nafn foreldris og netfang.

Í vetur munu upplýsingar er varða flokkinn því bæði koma hér á bloggið og í tölvupósti til ykkar.

Við biðjum ykkur um að fylgjast vel með blogginu næstu daga því okkur langar til að starta smá fjáröflun fyrir jólin.

KR kveðja frá fulltrúum foreldra.

13 nóvember 2013

Lið og tímar fyrir Keflavíkurmót

Kæru leikmenn og foreldrar

Nú eru liðin klár fyrir mótið í Keflavík og tímasetningar komnar á hreint.Við náðum ekki í 5 lið og í raun bara rétt svo í 4 en við gerum mjög gott úr því og allir fá þá að spila meira en nóg.

Við sendum semsagt 4 lið eitt í Spænsku deildina,tvö í Frönsku deildina og eitt í Ensku deildina.

Spænska deildin er spiluð frá klukkan 10:40-12:45 og er mæting hjá eftirfarandi leikmönnum í Reykjaneshöllina klukkan 10:15:

KR: Jökull Ari,Ísar Hólm,Snorri,Trostan,Fjölnir,Sölvi,Guðmundur,Antoine og Siggi P.


Franska deildin er spiluð frá klukkan 14:55-18:05 og í henni er KR með 2 lið annað nefnt KR og hitt KR City og er mæting hjá eftirfarandi leikmönnum í Reykjaneshöllina klukkan 14:30.

KR: Teitur,Óðinn,Dagur,Lars,Óliver Nói,Hrafn Ingi og Ottó Snær.

KR City: Jón Ívar,Viktor,Pétur,Ari,Óskar Cong,Jóhann Jökull,Þorkell og Tryggvi.

Enska deildin er einnig spiluð frá klukkan 14:55-18:05 og er mæting hjá eftirfarandi leikmönnum í Reykjaneshöllina klukkan 14:30

KR: Konráð,Níels,Björn Darri,Jakob,Arnar Kári,Gunnar Magnús og Hilmir P.

Hlakka til að sjá ykkur öll á laugardaginn og muna eftir 2000kr. Það verður einhver hressing og verðlaun fyrir drengina eftir að leikjunum þeirra lýkur.

Áfram KR
kv.Atli Jónasson
s:6591794


05 nóvember 2013

Skráning á Keflavíkurmót

Kæru leikmenn og foreldrar.

Eins og áður hafði verið minnst á er stefnan sett á Keflavíkurmótið sem haldið er í Reykjaneshöll þann 16.Nóvember næstkomandi.

Við stefnum á að fara með 5lið á mótið einungis af eldra ári þ.e.a.s drengjum fæddum 2006.

Ég hef heyrt að það sé handboltamót sama dag hjá einhverjum af drengjunum og því miður veit ég ekki nákvæmar tímasetningar en ég veit að enginn af okkar strákum mun byrja að spila eldsnemma um morguninn og að hver og einn sé aðeins á staðnum í um 2tíma.

Það kostar 2000kr.á hvern dreng að taka þátt og greiðist það á staðnum.

Ég vona að sem flestir skrái sig og við þjálfararnir stefnum á að vera með liðin klár á mánudag í næstu viku og því væru mjög gott að klára skráninguna fyrir þann dag.

Skráningar fara sem fyrr fram í ummælakerfinu hér að neðan.

Kær kveðja Atli Jónasson
s:6591794

28 október 2013

Foreldrafundurinn

Kæru leikmenn og foreldrar.

Miðvikudaginn síðastliðinn var haldin foreldrafundur í 7.flokki og langar mig að setja hér inn það helsta sem fram fór á þeim stutta en hnitmiðaða fundi.

Við fórum aðeins yfir þau mót sem við stefnum á að taka þátt í á þessu tímabili.Þann 16.Nóvember fer fram fyrsta mótið í Keflavík og eldra árið tekur þátt í því skráning á það mót hefst hér á blogginu í næstu viku.Yngra árið fer síðan á sambærilegt mót í Njarðvík í Janúar.Við stefnum svo á að taka allavega einn æfingaleik bæði árin fyrir áramót.Í sumar er svo stefnt á þrjú mót eitt í mai(vonandi KFC mótið) svo er stærsta mótið Skagamótið sem verður um miðjan Júní og svo eitt eftir það í Júlí eða Ágúst.


Við náðum líka að byggja góðan grunn að foredraráði og í því eru af yngra árinu Siggi Örn,Hrefna og Guðbrandur og af eldra árinu þau Styrmir og Hjördís og þökkum við þeim kærlega fyrir það. Ef það eru fleiri áhugasamir þá sérstaklega af eldra árinu þá endilega að hafa samband við mig.

Svo komu þau Valþór,Rósa og Dóra einnig til okkar en þau skipa nýtt barna og unglingaráð fyrir 7,6 og 5.flokk drengja og ræddu um það starf sem þau munu vinna og allt þeirra verður aðgengilegt á KR vefnum innan tíðar og mæli ég eindregið með að kynna sér þeirra störf.

KR Kveðjur Atli Jónasson
s:6591794

09 október 2013

Foreldrafundur

Kæru leikmenn og foreldrar.

Miðvikudaginn 23.Október ætlum við í 7.flokki að vera með foreldrafund í félagsheimili KR og hefst hann klukkan 20:00.
Farið verður yfir það helsta sem flokkurinn mun gera á þessu tímabili og einnig reynt að mynda foreldraráð.Ég mun svo senda drengina heim með miða þegar nær dregur.

KR kveðjur.Atli Jónasson
s:6591794

19 september 2013

Nýtt tímabil hafið.

Kæru leikmenn og foreldrar.

Nú er nýtt tímabil farið af stað hjá okkur í 7.flokki og æfingarnar hafa gengið mjög vel hingað til.
Ég Atli Jónasson er nýr þjálfari flokksins og langar mig að kynna mig örlítið og setja inn nokkrar upplýsingar fyrir tímabilið.

Ég er 25ára og hef þjálfað í mörg ár hjá KR og spilað með öllum flokkum félagsins.Nú síðastliðið tímabil þjálfaði ég 5.flokk auk þess að aðstoða bæði hjá 3.og 2.flokki.Í vetur munum við hafa 3 aðstoðarmenn  í þeim Guðmundi,Snorra og Sindra.

Eins og áður hefur komið fram þá æfum við sem hér segir í vetur
Yngra ár fæddir 2007:Þriðjudagar 15:30-16:20 í a sal og Fimmtudagar 15:30-16:20 í b sal
Eldra ár fæddir 2006:Þriðjudagar 16:20-17:10 í a sal og Fimmtudagar 16:20-17:10 í b sal.

Það hefur verið eitthvað vesen á Melaskóla rútunni sem kemur með yngra árið þeir hafa verið að koma heldur seint en það er verið að athuga það.

Í Október stefnum við á að vera með fyrsta foreldrafundinn þar sem farið verður yfir verkefni flokksins og reynt að setja saman foreldraráð(ef einhverjir eru áhugasamir má endilega senda mér póst)

Við stefnum svo á að fá einhver lið til að spila við okkur æfingaleiki þegar við erum komin aðeins betur inní hlutina.

Hér eru svo upplýsingar um mig endilega hafið samband ef þið hafið einhverjar spurningar

sími:659-1794
mail:atlijo88@gmail.com

KR kveðjur Atli Jónasson

02 september 2013

Æfingatímar í vetur

Sæl öll hér eru æfingatímarnir hjá okkur í vetur:

Þriðjudagar og fimmtudagar:

2007 árg. 15:30-16:20
2006 árg. 16:20-17:10

A-salur á þriðjudögum og B-salur á fimmtudögum.

Kveðja
Þjálfarar

26 ágúst 2013

Æfingar þessa vikuna 26-29. ATH aðeins æfing þriðjudag!!!

Hæ hæ

Það verða æfing í þessari viku á þriðjudaginn. Fimmtudagsæfingin fellur niður vegna leiks KR-Vals í mfl . karla!
Yngra árið 15:30-16:20
Eldra 16:20-17:10
Æfingin verður á gervigrasinu.

Þetta er síðasta vikan sem þessi hópur skipar 7.flokk því eftir þessa viku fara fram flokkaskipti.
Eldra árið færist þá upp í 6.flokk og yngra árið verður það eldra :)
Skoðið vel inná kr.is hvenær æfingar eru hjá 6.flokki.
Æfingatímar 7.flokks verða þeir sömu:
Þriðjudaga og fimmtudaga
2007 árg. 15:30-16:20
2006árg. 16:20-17:10
Æfingarnar eru innanhús.

Í þessari viku er ekki byrjað samstarf kr og frístundaheimilana því er rútuakstur ekki byrjaður en èg ákvað samt að bjóða upp á æfingu fyrir þá sem komast.

Mbkv.
Valþór

21 ágúst 2013

Uppskeruhátíð 7.flokks á sunnudaginn

heil og sæl

Uppskeruhátíð 7.flokks KR í fótbolta verður núna á sunnudaginn, 25.ágúst.

Hátíðin verður á gervigrasinu í Frostaskjóli og hefst kl 16:30.  Allir strákar sem hafa verið að æfa í vetur eru velkomnir og auðvitað fjölskyldur þeirra líka.

Dagskráin er miðuð að fótboltasnillingunum okkar.

Sett verða saman lið og fóltbolti spilaður

Skorað verður á foreldra í fótbolta (svo foreldrar verða að mæta klæddir fyrir slíka áskorun)

Klassísk vítaspyrunukeppni

Krítar, sápukúlur, sipp og kubb fyrir þá sem vilja

Steini yfirgrillari verður á staðnum og grillaðar verða pylsur sem verða í boði.

Uppskeruhátíðinni lýkur (klukkan 17:45) á þeim skemmtilega sið að strákarnir okkar langa inn á KR-völlinn fyrir leik KR og FH  og verða þeir hylltir af áhorfendum leiksins og vakin verður athygli á flottum KR strákum sem hafa staðið sig vel á æfingum í allan vetur og sumar og svo sannarlega staðið sig vel á þeim mótum sem þeir hafa sótt á árinu.

Hér þurfa allir strákar að vera klæddir í KR fatnað


Við munum nýta tækifærið og þakka Valþóri sérstaklega fyrir samstarfið á þessu fótboltaári og stendur til að bjóða nýjum þjálfurum 7.flokks til okkar sem og þjálfurum 6.flokks.

Til allt gangi nú vel fyrir sig þá leitum við til foreldra um að hjálpa til við, pylsur, frágang og almenna þátttöku á hátíðinni.  ALLT er velþegið - Svo ef þið eigið eitthvað skemmtilegt sumardót sem gæti hentað á hátiðina endilega að kippa því með.

Frekari upplýsingar verða settar á bloggið - svo fylgjast með :)

Til að við vitum ca fjöldan sem kemur þá biðjum við um að skrá strákana hér að neðan


Hlökkum til að sjá ykkur sem flest á sunnudaginn.  -


KR Kveðja



18 ágúst 2013

Æfingar 19-22. Ágúst - KR-FH 25.Ágúst

Sæl öll

Æfingar þessa vikuna verða:

2006 árg. 15:30-16:20
2005 árg. 16:20-17:10

Æfingarnar verða dagana mán-þri-mið og fimmtudag í þessari viku.
Ég mun koma með upplýsingar í þessari viku (væntanlega) hvenær æfingar verða í vetur og hvenær skiptingin um flokk fer fram.
Æfingarnar verða á gervigrasi.

Eins og var búinn að skrifa áður hér á síðunni þá ætlum við að labba inná fyrir leik KR-FH.
Þetta er alltaf gert einu sinni ári í tengslum við Norðurálsmótið en tek það fram að þeir sem náðu ekki að taka þátt á því móti eiga að sjálfsögðu að mæta líka!!!
Við ætlum að reyna að gera eitthvað skemmtilegt fyrir leikinn. Leikurinn sjálfur byrjar kl 18:00 og myndum við kannski vera klukkutíma rúmlega að skemmta okkur fyrir leik en þetta verður allt auglýst síðar í vikunni þegar við erum búinn að setja dagskrána alveg upp :)

Með kveðju
Valþór H.H

10 ágúst 2013

Arion-bankamót GREIÐSLA!!! ENDANLEG LIÐ!!!

Sæl öll

Nú er komið að síðasta mótinu okkar þetta sumarið og er það Arion bankamót víkings.
Það er haldið næstu helgi 17-18 ágúst hjá Víkingum í fossvoginum. Hver strákur mæti bara annan daginn og er c.a 3 klukkutíma á staðnum í einu. Þáttökugjald er 2000kr og er innifalið í því m.a verðlaunapeningur, máltíð og glaðningur frá Disney. Spilað er í 5 manna bolta. Strákarnir mæta í sínum búningum en ef einhverjum vantar þá verð ég með nokkra með mér.
Greiðsluupplýsingar:  537-14-200273 kt:140476-4719 (Rósa) Senda kvittun á rosa@rosa.is með nafni stráks sem skýringu, ekki klikka á því :)
Greiða þarf fyrir 12:00 á föstudaginn.

Einhverjir eiga eftir að klára að greiða og vil ég biðja þá vinsamlegast um að klára það :)


Allir leikir okkar leikir eru á LAUGARDAGINN!!!
Fara vel yfir mætingu og liðsskipan.

KR1: Árni, Björn H, Óli Geir, Jói Kr, Patrik, Lúkas Marinó( Mæting 08:45. Spilað 09:00-11:12)
KR2: Arnar Ag, Arnar Þ, Gísli, Tómas A, Einar, Óttar. ( Mæting 14:05. Spilað 14:20-16:32)
KR3: Kacper, Sólon, Jóhannes Ó, Snorri Ben, Kári Bj, Bergþór, Hilmir K.( Mæting 11:15. Spilað 11:30-13:42)
KR4: Ísak, Jón Kr, Ísleifur, Kristófer, Francis, Sölvi S. (Mæting 14:20. Spilað 14:35-16:47)
KR5: Arnar K, Hilmir P, Viktor, Jón Ívar, Gunnar M, Óliver, Níels, Hrafn I. (Mæting 14:20. Spilað 14:35-16:47)
KR6: Björn Darri, Konráð,Lars, Tristan, Hannes, Jón Breki,Eyþór Ari, Ottó. (Mæting 09:00. Spilað 09:15-11:27)
KR7: Trostan, Sölvi, Tryggvi, Þorkell, Sig.Haukur, Óskar,Snorri G. Jóhann Jökull. (Mæting 09:00. Spilað 09:15-11:27)
Halda áfram að fylgjast með getur alltaf eitthvað breyst :)

Fyrstu leikir liðanna:
KR1 kl 09:00 völlur Amma önd
KR2 kl 14:20 völlur Ripp, Rapp og Rupp
KR3 kl 11:30 völlur Bjargfastur
KR4 kl 14:35 völlur Ripp, Rapp og Rupp
KR5 kl 14:35 völlur Bjarnabófar
KR6 kl 09:15 völlur Ripp, Rapp og Rupp
KR7 kl 09:15 völlur Maddama Mimm

Mikilvægt að um leið að þið komið að finna vellina sem fyrsti leikur er á. Mætingatími miðast við að vera mættur út á völlinn 15 mín fyrir fyrsta leik.


Æfingatímar í næstu viku (19-22) breytast í 2006 árg 15:30-16:20 og 2005 16:20-17:10

ATH Takið sunnudaginn 25.ágúst frá því þá munu strákarnir labba inn á völlinn fyrir leik KR-FH og munum við hafa eitthvað skemmtilegt í gangi fyrir leik frá c.a 16:00. Nánar auglýst síðar!!!

Með kveðju
Valþór

05 ágúst 2013

Fyrsta æfing eftir frí.

Sæl öll

Jæja nú byrjum við ballið aftur eftir frí.
Fyrsta æfing 6.ágúst 2006 árg. 12:30-13:30
2005 árg. 13:30-14:30

Höldum þessum tíma þessa vikuna skoðum það svo en èg kem með meiri upplýsingar inn í vikunni.

Með kveðju
Valþór

11 júlí 2013

Framundan m.a frí og fleira.

Sæl öll

Mig langaði aðeins að fara yfir það sem er framundan.

1. Það verður 2 vikna frí hjá okkur núna í lok júlí fram í ágúst. Síðasta æfing fyrir frí er 18.júlí og fyrsta eftir frí 6.ágúst. KR byrjaði að gera þetta í fyrra minnir mig og var ástæðan sú að gera þetta frekar svona en að vera taka frí í september. Knattspyrnuskólinn er í gangi samt á þessum tíma.

2. Strákarnir munu labba inn á völlinn með mfl. karla fimmtudaginn 25.júlí í leik KR- Valur.
Við munum auglýsa þetta betur þegar að þessu kemur en vil biðja ykkur að taka daginn frá ef þið hafið tök á því. Þetta er gert í sambandi  við norðurálsmótið.ATH ATH ÞETTA FRESTAST!!!

3. Næsta mót hjá okkur er Arion bankamótið 17-18. ágúst hjá víking. Mun ég auglýsa skráninguna síðar á það mót.

4. Fyrstu vikuna eftir frí munum við halda sama æfingatíma en mun svo meta það eftir þá viku hvort ég breyti honum yfir í gamla tímann eða eitthvað annað.

5. Það hefur verið svoldið óánægja með æfingatímann í sumar ,ég tek ekki ákvörðun um hann, og er ég að mörgu leyti sammála ykkur um það. Ég vil hvetja ykkur til að taka höndum saman og reyna að fá KR til að finna betri lausn á þessu því jú það græða allir á þvi bæði strákarnir og félagið.

6. Við munum gera okkur glaðan dag í lok ágúst þar sem við hittumst og gerum eitthvað skemmtilegt saman og munum við auglýsa það þegar nær dregur.

7.Mig langar til að tilkynna ykkur það strax að ég mun ekki halda áfram á næsta ári og er það ekki vegna þess að mig langar það ekki heldur er það vegna tímaleysis hjá mér. Þetta er búinn að vera æðislega skemmtilegt að hafa fengið að þjálfa strákana þetta árið og vona ég að það hafi verið gagnkvæmt líka :)

8. Í næstu viku nánar tiltekið 15.-16. og 17. júlí verð ég ekki á æfingum en aðstoðarmennirnir 3 munu sjá um þær.

Með kveðju
Valþór Halldórs.

26 júní 2013

Æfingin í dag 26. júni verður inni!

Sæl öll

Vegna mikils vatnsveðurs í dag höfum við ákveðið að vera með æfinguna inni í litla salnum.


Með kveðju
Valþór Halldórs.

24 júní 2013

Sæl Öll 

Takk kærlega fyrir  helgina - ég gat ekki betur séð en að strákarnir okkar væru frekar ánægðir og svolítið sólbrúnir og mikið þreyttir í eftir verðlaunaafhendinguna í  íþróttahöllinni á Sunnudaginn. 

Það eru nokkrir hlutir sem mig langar að nefna við ykkur

Óskilamunir eftir mótið.  

Ég verið að fá nokkrar fyrirspurnir vegna óskilamuna.  Ég hef bent fólki að hafa samband við mótshaldara beint á norduralsmot@kfia.is og spyrjast fyrir um þar.  


Óskilamunir í KR 

Ég fór í KR í morgun og það er fullt af óskiladóti þar eftir fótboltanámskeiðið og sá ég t.d. flíkur merktar MUMMI og AXEL ORRI - ég hvet ykkur til að fara og kíkja í dallinnn í anndyri KR 


Uppgjör eftir mótið 

Mér sýnist fjótt á litið að nokkur peningur standi eftir á reikningnum okkar eftir mótið.  Í dag er staðan á reikningnum okkar rúmlega 50.000 krónur í plús.  Ástæðan er fyrst og fremst sú að hópurinn fékk margar mjög veglegar gjafir fyrir mótð og er þá helst að nefna - Súkkulaðikökuna frá Matbæ, Fullt af brauði frá Myllunni, Marga kassa af ávöxtum frá Búri og Ávaxtasafa og Weetos frá Ölgerðinni.  Þúsund þakkir til þeirra sem græjuðu þetta fyrir hópinn.  


Nestisbúnaður og Fánar 

Nestispokum og nestisboxum ásamt Fánun (það sem eftir er af þeim )  á að skila í afgreiðsluna í KR heimilinu en þar er poki merktur flokknum.  Ef einhvejrir matar- eða drykkjarafgangar voru hjá liðunum þá vil ég EKKI fá það til baka :) 


Ekki meira í bili 

En bara takk fyrir frábært mót og góðan félagsskap 

Njótið sumarsins 


Kveðja 

Rósa 

20 júní 2013

Gisting - leikjaplan og fleira MJÖG mikilvægt

Sæl  enn og aftur 

Nú eru frekari upplýsingar komnar frá skaganum. 

Leikjaplön 

Búið er að setja fram leikjaplan fyrir föstudaginn.   Ég vil vekja athygli á því að villa var í eikjaplaninu sem sett var fram á vefinn mótsins í morgun, búið er að lagfæra það.  Hér er hægt að nálgast planið 

Þetta er mikið plan og oft flókið að lesa út úr því.   Þannig ég setti saman smá lista til að vonandi einfalda þetta fyrir foreldrum. 

KR Lið Riðill á leikjaplani Skamstöfun á leikjaplani Heiti liðs samkv. Leikjaplani
Lið 1 O Ao2 KR
Lið 2 S Bs2 KR1
Lið 3 U Bu4 KR2
Lið 4 F Df1 KR
Lið 5 U Cu3 KR1
Lið 6 J Cj3 KR2
Lið 7 K Ek3 KR
Lið 8 K Fk3 KR2
Lið 9 O Fo4 KR1

Leikjaplan laugardagsins kemur svo á föstudagskvölið og fer það eftir hvernig leikir spilast á föstudeginum. 



Gisting 

Þetta árið gistir KR í Grundaskóla og er það skólinn sem er beint á móti keppnissvæðinu.  Strákarnir eru á annari hæðinni og fáum við úthlutað fjórum stofum (D201 D202 D203 D204) .  Hópnum verður skipt  niður í stofur.  Liðin verða höfð í sömu stofum og fer það eftir stærð stofanna hvernig skiptingin verður.  


Nestismál 

Nestispokar fyrir liðin verða tilbúin strax í fyrramálið.  Liðin geta fengið pokana í Frostaskjóli eða sótt þá þegar við erum komin upp á Skaga.  Í pokanum er brauð, safar, ávextir, álegg, eldhúsbréf og eitthvað góðgæti.  Foreldrar ráða því algjörlega sjálf hvernig þeir haga nestismálum liðanna.  Annað kvöld verður svo hægt að fylla á það sem þarf - ef einhver verður skyndilegar matarlaus (mjög ólíklegt) Þá er hægt að hringja í lagerstjórann :) Rósu 895-1996 og nálgast meiri mat.  

Nestispokum og kössum ber svo að skila í Frostaskjól - afgreiðslu á þriðjudaginn eftir mót.  

Það sem foreldrar þurfa að grípa með sér er lítið skurðabretti, hnífur og smjörhnífur og jafn vel eplaskeri.  Sumum finnst gott að hafa kælibox og það er fínnt


Tímasetningar 

Það er mjög mikilvægt að virða allar tímasetningar á mótinu.  Liðin þurfa að mæta tímanlega á völlin og þegar fyrri leikur er að klárast að staðsetja sig við markendann.  Liðin ganga svo í röð inn á völlinn.  Að leik loknum takast liðin í hendur og þakka fyrir sig.  

Eins með matartíma og liðsmyndatöku - liðin verða að mæta tímanlega svo allt gangi nú vel fyrir sig.  Hér er er dagskráin sem búið er að gefa út og svo er gott að fylgjast með vefnum en allar upplýsingar eru settar þar fram. 

Að lokum 

Það eru nokkrir hlutir sem mig langar að nefna að lokum.  

við erum fyrst og fremst komin saman á Skaganum til að hafa ánægjulegan tíma með strákunum okkar, fjölskyldu og vinum.  Höfum gleðina og jákvæðnina að leiðarljós á næstu dögum.  Hrós er ein besta leiðin til byggja upp sjálfstraust - líka í mótlæti.

Liðið tekur þátt í mótinu sem ein heild.  Þannig hvetjið allt liðið áfram ekki bara ykkar strák (ég veit það getur verið erfitt ) Það er ekki neinn einn sem skorar mörkin - mörk koma þegar samvinnan er til staðar eins er það ekki neinn einn sem getur varið öll mörkin,  Mörk verjast þegar liðið vinnur saman.  Þannig Leikir vinnast á samvinnu og ánægja verður líka þegar strákarnig finna okkar stuðning bæði þegar leikir vinnast en líka þegar mótlæti er.

Forðist að setja of mikla pressu á strákana - auðvitað eru þeir að reyna að gera sitt allra besta -  

Látið þjálfara og eða liðsstjóra um að stýra liðinu - það er erfitt að vita hvað maður á að gera þegar kannski 10 foreldrar kalla þetta og hitt út á völlinn.  Þannig hvetjum KR áfram og alla strákan.  

Að leik loknum er gott að spyrja hvort hafi verið gaman hvort þeir séu ekki ánægðir með frammistöðuna.  Benda á það sem vel fór í leiknum.  Ekki leggja áherslu á úrslit leiksins heldur upplifunina sjálfa.



Annars hlakka ég til samverunnar um helgina 


Sjáumst í Frostaskjóli í fyrramálið 

Áfram KR 

Rósa 

Ekki á morgun, heldur hinn - Meira um Norðurálsmót

Hæ hæ 

Fleiri upplýsingar til ykkar Norðurálsmótsfara 

Tjaldsvæðið 

Búið er að úthluta tjaldsvæðum á Skaganum.  KR er á svæði sem kallast Safnaflöt,  Hér má nálgast allar upplýsingar um tjaldsvæðin, kort og fleira.

Simaskráin 

Ef þig vantar eintak af símaskránni, sendu mér þá línu rosa@rosa.is og ég sendi hana til þín 


Hvað þarf að hafa með sér
Hér er tékklisti til viðmiðunar fyrir það sem strákarnir þurfa að koma með.  Ef það er spáð rigningu (sem sumar veðurspár eru að gera )þá er ráðlegt að auka magnið af sokkum, buxum og skóm.
               1-2 íþróttagallar
               2-3 bolir
               1 þægilegar buxur (sérstaklega ef aðeins 1 íþróttagalli er til staðar)
               2 sokkar
               2 fótboltasokkar (svarta)
               3 nærbuxur
               KR Stuttbuxur
               KR keppnispeysa (það verður lánað þeim sem ekki eiga)
               Rúllukragabolur, hvítur/svartur (undir keppnisbol)
               Gammósíur (svartar ef hægt er)
               Fótboltaskór
               Íþróttaskór
               Legghlífar
               Flíspeysa
               Regnjakki
               Regnbuxur
               Vettlingar
               Húfa (svört ef hægt er) / KR buff
               Dýna/vindsæng
               Svefnpoki/sæng
               Koddi
               Náttföt
               Tannbursti / tannkrem
               Vatnsbrúsi (eða tóm 1/2 lítra gosflaska)
               Sundföt
               Handklæði
               Bakpoki undir sundföt
               Spil, blöð og bækur

Að gefnu tilefni er ekki ráðlagt að taka með sér Ipada eða poda, töluvspil eða aðra dýra hluti sem auðveldlega geta glatast.

Muna að merkja allt sem hægt er að merkja 


Búnaður fyrir foreldra :)

Útilegustólar fyrir foreldra og teppi
Góður bolli sem heldur kaffinu heitu 
Sólarvörn - því það VERÐUR sól 



Leikjaplön 

Leikjaplönin koma á morgun og verða send í tölvupósti 


Brottför og rútuferðin 

Mæting er í Frostaskjól á föstudaginn rúmlega 8 og verður lagt af stað klukkan 8:30 stundvíslega.  Ég vil minna á að einn fullorðin fylgir hverju liði í rútunni 



Frekari upplýsingar 

Allar upplýsingar um mótið sjálft er hægt að nálgast á heimasíðu mótsins - Norðurálsmótið 2013

Eins er alltaf hægt senda okkur Valþóri línu að slá á þráðinn 
Valþór - vallihh@hotmail.com sími 892-1341
Rósa - rosa@rosa.is sími 895-1996




Kveðja 

Rósa 

17 júní 2013

Norðurálsmót - Fyrstu upplýsingar og SÍMASKRÁ


Nú fer að styttast í brottför hjá fótboltahetjunum okkar. 

Það þarf að koma nokkrum hlutum á hreint og verða næstu dagar notaðir til koma upplýsingum til ykkar þannig allir verði sem best undirbúnir fyrir skemmtunina.  

Svo nú byrjum við 

SÍMASKRÁ 

Verið er að leggja lokahönd á símaskránna og langar mig að biðja liðin um að fara yfir símaskránna, leiðrétta villur og bæta við númerum þar sem það á við og senda mér til baka leiðréttingu í síðasta lagi á Miðvikudaginn rosa@rosa.is 

EF þú hefur ekki fengið tölvupóst frá mér með símaskrá liðsins þá ertu ekki kominn á blað.  Viltu senda mér upplýsingar um netfang, nöfn foreldra og símanúmer á netfangið rosa@rosa.is 


BROTTFÖR

Brottför er á föstudagsmorgninum og verður mæting út í Frostaskjól rúmlega 8 og lagt verður af stað 8:30.  



TJALDAMÁL 

Það virðist vera að myndast góð útilegustemming í foreldrahópnum og virðast margir ætla að gista á Skaganum þessa helgi.  Það þarf að láta vita hvort þið ætlið að nýta ykkur tjaldsvæðið og þá þarf sérstaklega að fá upplýsingar ef fólk er með fellihýsi.  Láta vita í síðasta lagi á þriðjudaginn rosa@rosa.is, Við fáum svo að vita á miðvikudaginn hvar við fáum pláss á svæðinu.  


Enginn FYLGDARMAÐUR

ef til vill er einhver strákur í þeirri stöðu að aðstandendur komast ekki með á mótið eða geta bara verið hluta af mótinu.  Mig langar að fá upplýsingar um af aðstæður eru svoleiðis rosa@rosa.is.  Mikilvægt er að finna einhvern í liði stráksins til að vera honum innan handar svo enginn verði eitthað hræddur, óöruggur eða útundan.  

MATARMÁL

Ef einhver er með ofmæmi fyrir einhverju matarkyns þá reyna aðstandendur mótsins að koma til móts við slíka keppendur.  Ef strákurinn ykkar er með eitthvað slíkt ofnæmi þá þarf að láta vita af því rosa@rosa.is  í síðasta lagi á þriðjudaginn svo hægt sé að koma upplýsingunum til skila.  


NESTISMÁL

Vel hefur gengið að fá styrki fyrir nesti strákanna. 

Oddsteinn í Matbæ -  pabbi Gísla gefur hópnum súkkulaðiköku sem verður í kvöldkaffinum á laugardaginn 
Myllan gefur hópnum fullt af brauði 
Svanhildur mamma Kára - græjaði fullt af ávaxtasöfum fyrir hópinn 
Valþór græjaði nokkra ávaxtakassa fyrir hópinn 
Osta og smjörsalan gefur hópnum ríkulegan afslátt af ostum og smjöri 

Nestispokar verða svo afhentir við anndyri skólans sem við gistum í strax á föstudagsmorgninum. 

FYRIRSPURNIR og önnur mál 

Ef ykkur vantar einhverjar upplýsingar eða viljið koma einhverju á framfæri sendið okkur endilega línu eða sláið á þráðinn 

Valþór - vallihh@hotmail.com simi 892-1341
Rósa - rosa@rosa.is  simi 895-1996  - Í tölvupóstinum var ekki rétt númer en þetta er rétt :)





KR kveðja 

Rósa 

15 júní 2013

Frí á æfingu 17.júní

Hæ hæ

Frí verður á æfingu hjá okkur á 17.júní.

Hefðbundið 18.júní

Kv.
Valþór

07 júní 2013

Sumaræfingar ATH breyttur tími

Hæhæ

Nú er komið að sumartímanum hjá okkur og byrjar hann á mánudaginn 10.júní.
Tíminn breytist aðeins að ósk KR en hann verður svona:

2006 :  12:30-13:30
2005:   13:30-14:30
 Æft er mánu-þriðju-miðviku- og fimmtudaga

Þegar æfingarnar eru búnar er enginn meiri gæsla þannig að þið þurfið að gera ráðstafanir með það.
Athugið að 2006 árgangurinn er búinn 13:30 og er enginn gæsla eftir æfinguna!

Ég minni svo á knattspyrnuskólann sem byrjar einnig á mánudaginn og hvet ég fólk til að skrá sig í hann. Upplýsingar um hann er að finna hér:
http://kr.is/sumarnamskeid_kr/

Með sumarkveðju
Valþór

31 maí 2013

Foreldrafundur 3.júní v/ Norðurálsmóts

Hæhæ

Foreldrafundur verður fyrir þá sem eru skráðir á norðurálsmótið á mánudaginn kemur kl 20:15.
Fundurinn fer fram í félagsheimili KR.
Fundurinn verður aðallega fyrir ykkur til að hittast og skipta ykkur í hlutverk á mótinu og ræða málin ykkar á milli.

Vona að sjá sem flest :)

Með kveðju
Valþór Halldórs.

30 maí 2013

Norðurálsmótið 2013 - Greiðslur

Sæl öll 

Nú þarf að huga að ganga frá greiðslum vegna Norðurálsmótsins.  

Heildarkostnaður hvers þátttakanda er 17.000 krónur 

Hafi verið greitt staðfestingargjald (2.000 krónur) fyrir þátttakanda eru eftirstöðvar 15.000 krónur. 


Ganga þarf frá greiðslum eigi síðar er Miðvikudaginn 5.júní.  

Greiðsluupplýsingar:
537-14-200273 kt:140476-4719
senda staðfestingu á rosa@rosa.is

Mjög mikilvægt að setja nafn drengs í skýringu og senda staðfestingu á netfang.  Þetta eru margir strákar og kerfið verður að virka vel :)

Heimasíða mótsins er www.kfia.is/norduralsmot ef fólk vill kynna sér frekar eitthvað um mótið 


Kveðja 

Rósa

29 maí 2013

Æfingaleikur á sunnudaginn 2.júní

Hæhæ

Við munum spila æfingaleiki á sunnudaginn við H.K. Spilað verður hjá þeim á gervigrasinu við Kórinn í Kópavogi, ÚTI

Spilað verður í c.a klukkutíma hjá hvorum árgangi.
2006 árgangur mætir 11:50 spilað 12:00-12:55
2005 árgangur mætir 12:50 spilað 13:00-13:55

Vil biðja ykkur skrá strákinn ef hann mætir í ummæli hér fyrir neðan :)

Með kveðju
Valþór Halldórs.

Styttri æfing fimmtudaginn 30.maí v/ leiks í MFL.kk

Æfingin á morgun verður í styttra lagi á morgun vegna leiks KR-Grindavík í bikarkeppni karla.
fyrri æfingin verður frá 15:30-16:10 seinni 16:10-16:55!
Væri gott ef þið getið sótt strákana þegar æfingin klárast :)

Fundur verður haldin í næstu viku og mun ég auglýsa hann fyrir helgi. Því miður var ekki hægt að hafa fund í þessari viku vegna þess að allt var upptekið í húsinu þessa vikuna.

Rukkun fyrir norðurálsmótinu verður væntanlega send á morgun.

Með kveðju
Valþór Halldórs.

17 maí 2013

KR - föt fyrir strákana okkar

Fyrir þá sem vilja nýta sér tilboð Nike og Jóa Útherja um kaup á fatnaði fyrir strákana þá stendur flokknum til boða að kaupa þessar flíkur.  


Keppnisgalli 

Keppnistreyja merkt KR og nafni

Stærðir 122 - 170


Verð: 6.100,-
 Fótboltasokkar 

Stærðir 30 - 37


Verð: 1.592,-
Stuttbuxur merkt KR
Stærðir 122 - 170


Verð: 3.192,-






Æfingagalli



Æfingatreyja merkt KR og nafni
Stærðir 122-170


Verð: 6.092,-






Æfingabuxur - langar - merktar með nafni
Stærði 122 - 170


Verð: 6.092,-
 Æfingabuxur 3/4 lengt - merktar með nafni
Stærð 122 - 170


Verð: 6.092,-







Til þess að panta fatnað


Til að panta fatnað senda pöntun á fotbolti2005@gmail.com

Nauðsynlegar upplýsingar eru hvaða flíkur á að panta, stærð og merking.  Athugið að ekki er nauðsynlegt að taka allan fatapakkann, hægt er að velja úr einstakar flíkur.  

Greiðsla fyrir vörurnar leggst inn reikninga 537-14-200273 kt:1404764719

Senda kvittun eins og venjulega á rosa@rosa.is og setja í skýringu nafn drengs


Síðasta tækifæri til að leggja inn pöntun er 1.júní og ath að pöntun er ekki tekin gild fyrr en greiðsla hefur borist.  


KR kveðja 

Rósa 


Norðurálsmót


Liðin:

 1. Arnar Ag, Arnar Þorri, Árni, Björn Henry, Gísli, Óli Geir, Jói Kr, Símon P, Tómas A.

2. Axel, Einar, Lúkas, Marínó, Mummi, Óttar, Patrik, Snorri Ben, Sólon.

3. Ágúst, Bragi, Bergþór, Davíð Funi, Jóhannes Ó, Eymar, Kári Björn, Francis, Hilmir K.

4. Arnar Ar, Ísak, Jón Kristján, Kristófer, Sölvi S, Jón Bersi, Sigþór , Nikolai, Örlygur

5. Arnar K, Björn Darri, Hilmir P, Konráð, Níels, Teitur, Viktor, Óliver Nói, Gunnar M.

6. Lars, Tristan, Mikael Snorri, Dagur B, Óðinn B, Aron Bj, Fjölnir, Jón Ívar, Jón Breki.

7. Eyþór Ari, Hannes, Pétur, Jóhann Jökull,  Ottó, Þorkell, Tryggvi, Snorri G.

8. Kári E, Kári Ben, Ísar,  Júlíus, Óskar, Antoine, Guðmundur, Skarphéðinn.

9. Hrafnkell, Sævar, Trostan, Sölvi H, Magnús Valur, Jón Arnar, Jón Ernir, Tómas Aron, Logi.

14 maí 2013

Nokkrar góðar upplýsingar :)

Sæl öll

Ég ætla að setja hér nokkrar góðar upplýsingar sem mikilvægt er að fara yfir:

Síðasta inniæfingin er 14.maí (í dag) og verður fyrsta útiæfingin 21. maí. Mikilvægt er þá að fylgjast með veðurspánni fyrir daginn og koma klæddir eftir því. Gott er að vera bara klár í skólanum í þeim fötum sem strákarnir geta svo æft í. Við munum örugglega þurfa að byrja á litla gervigrasinu en við látum okkur hafa það þar sem við nennum ekki að vera lengur inni.

Æfing fellur niður 16.maí vegna leiks KR-Þórs í Pepsi-deild karla. Reglan er að loka svæðinu 2 tímum fyrir leik og byrjar þessi leikur kl 18:00 þannig að allt lokar kl 16:00.

Norðurálsmót:

Ef það eru einhverjir sem eiga eftir að skrá sig til leiks þá  verður að gera það strax.
Liðin koma inn vonandi fyrir helgi ef ekki þá á þriðjudaginn og munum við svo halda fund sem fyrst eftir það vonandi í næstu viku!

Eftir helgi verður send út rukkun fyrir mótinu og munum við þurfa að ganga frá henni fyrir mánaðarmótin maí/jún.

Sumar :
Sumaræfingartími tekur gildi 10.júní
Æfingarnar í sumar verða eins og í fyrra þar sem 2006 árg verður 13:00-14:00 og 2005 árg 14:00-15:00.
Æft verður má-þri-mið- og fimmtudaga. Tekið verður 2 vikna frí í lok júlí til byrjun ágúst.

Einnig vil ég hvetja fólk til að skrá strákinn sinn í knattspyrnuskóla KR sem er starfræktur fyrir hádegi á sumrin.
 http://www.kr.is/sumarnamskeid_kr/

Með sumarkveðju
Valþór H. Halldórs.




06 maí 2013

VEISLA Í FROSTASKJÓLI 9.MAÍ - Uppstigningardag :)


VEISLA 7.flokks KR í fótbolta í FROSTASKJÓLI


Jæja kæru vinir 


Nú er kominn tími til gera sér glaðan dag og slá upp veislu. Fagna því að vetrinum sé loksins lokið (vonandi ) og sumarið gengið í garð.


Næstkomandi fimmtudag, 9. maí ætla strákarnir í 7.flokk að gera sér glaðan dag og bjóða til  veislu bæði í mat, drykk og fótbolta á gervigrasinu. Foreldrum er að sjálfsögðu líka boðið en einnig ætla nágrannar okkar úr Gróttu að kíkja við og njóta dagsins með okkur.

Í veislunni verður fótboltinn í fyrsta sæti, nokkrir leikir spilaðir og ég er nokkuð viss um að strákarnir munu skora á okkur foreldrana í leik svo verið viðbúin að mæta hetjunum okkar.

Eftir fótbolta verða grillaðar pylsur í boði og drykkur fyrir okkur öll (og ekki er verra ef einhverjir ofurgrillarar og pylsuásetjarar gefi sig fram til að hjálpa til).


Við gerum ráð fyrir að spileríið verði í tæpa klukkustund og svo grillið þar á eftir.  


Mæting er fyrir yngra árið 9:50
Mæting er fyrir eldra árið 10:50
 
 

Skráning er eins og venjulega í ummæli hér að neðan eða senda Valþóri tölvupóst á  vallihh@hotmail.com
 
 Dagurinn er okkur og strákunum að kostnaðarlausu og frábært tækifæri til að taka þátt í áhugamáli strákanna, hitta aðra foreldra og styrka vináttutengslin í flokknum.


KR Kveðja 
  


24 apríl 2013

KFC mót Víkings SKRÁNING og GREIÐSLA! Liðin

Sæl

Þá er það næsta mót hjá okkur sem kfc mót Víkings í fossvoginum sem er spilað á gervigrasinu hjá þeim úti.
Mótið er haldið helgina 4-5 maí og kostar 2000 krónur á hvern keppenda. Innifalið í mótssgjaldi er: verðlaunapeningur og kfc máltíð með drykk. Spilað er í 5 manna liðum.
Mótið er utandyra.

Ef strákurinn ykkar verður með ætla ég biðja ykkur að skrá hann í ummæli með því að skrifa nafn hans og fæðingarár. Skráningu lýkur Fimmtudaginn 2. maí kl 12:00!!! 

Greiðsla: Greiða á 2000kr inn á reikning 537-14-200273  kennitala 140476-4719 (Rósa)
Greiða fyrir 18:00 á föstudaginn!
Verður að senda kvittun á rosa@rosa.is og setja nafn stráks sem skýringu!!! 

Liðin:           
 KR Íslenska: Björn Henry, Gísli, Óli Geir, Símon P, Tómas Arnar. MÆTING 08:40 Laugardag!!!
Liðsstjóri Þorbjörn

KR Belgíska : Arnar Ag, Arnar Þ, Árni, Jói Kr, Patrik. MÆTING 08:40 Sunnudag!!!
Liðsstjóri Agnar

KR Króatíska: Einar B, Marínó, Axel, Jóhannes, Snorri Ben MÆTING 08:55 Laugardag!!!
Liðsstjóri Ragnar

KR Kanadíska: Mummi,Oliver , Sólon, Bergþór, Sölvi, Kristófer MÆTING 13:55 Laugardag!!!

KR Hollenska: Hilmir K, Ágúst, Francis, Kacper, Kári Bj, Örlygur,Arnar. MÆTING 13:40 Laugardag!!!

KR Ítalska: Arnar Kári, Hilmir P, Hrafn I, Óliver, Viktor. MÆTING 11:10 Laugardag!!!
Liðsstjóri Magnús
KR Enska: Björn Darri, Níels,Snorri G,Jón Ívar, Gunnar M, . MÆTING 08:40 Laugardag!!!
Liðsstjóri Guðni
KR Sænska: Jón Breki, Konráð, Dagur,Óðinn, Fjölnir, . MÆTING 08:40 Sunnudag!!!
Liðsstjóri Gulli
KR Argentíska: Hannes, Eyþór Ari, Lars, Dominik, Pétur,Friðrik. MÆTING 11:25 Sunnudag!!!

KR Ungverska: Þorkell, Ottó, Trostan, Tryggvi, Ísar,Guðmundur Kr. MÆTING 08:55 Sunnudag!!!

KR Færeyska: Hlynur, Sig.Haukur, Kári E, Kári Ben, Óskar C, Júlíus. MÆTING 09:25 Sunnudag!!!

KR Bandaríska: Magnús Valur, Logi, Jón E, Tómas, Atli. MÆTING 08:55 Laugardag!!!

Liðsstjóri Finnur

Ef þið eruð í einhverju veseni þá getið þið sent mér mail á vallihh@hotmail.com
Muna að koma vel klædd því þetta er úti. Þetta tekur um 3 klukkutíma á lið.
Koma í sínum eigin búningum en ég verð með búninga ef einhverjum vantar.



Með KR-kveðju
Valþór

23 apríl 2013

Frí sumardaginn fyrsta.

Frí verður á æfingu hjá okkur á Sumardaginn fyrsta 25.apríl vegna lokanna hjá KR.


Með KR-kveðju
Valþór H.H

08 apríl 2013

Stjörnumót sunnudaginn 14.apríl. Liðsskipan

Sæl

Nú er komið að næsta móti hjá okkur og er það núna haldið í Garðabænum hjá vinum okkar í Stjörnunni.
Spilað verður á gervigrasinu hjá þeim (úti). Mótið er með svipuðu fyrirkomulagi og þau mót sem við höfum verið á núna undanfarið það hefst kl 10:00 og er lokið kl 13:00. Mótsgjaldið er 1500kr og fá allir keppendur gjöf í mótslok. Spilað er í 7 manna liðum.

 1500 krónur inn á reikning 537-14-200273 kennitala 140476-4719 (Rósa). Senda kvittun á rosa@rosa.is þar á að koma fram nafn stráks sem skýring!!! Getið líka sent mér mail á vallihh@hotmail.com ef það er eitthvað vesen.

2005 
Mæting 09:45 fyrsti leikur 10:00  Völlur 2
KR Íslenska: Arnar Ag, Arnar Þorri, Árni, Björn Henry, Gísli, Óli Geir, Jói Kr, Símon P, Tómas Arnar.  Liðsstjóri Agnar Guðmunds.

Mæting 10:00 fyrsti leikur 10:20 Völlur 2
KR Enska: Davíð Funi, Einar, Jóhannes Ó, Marínó, Mummi, Kári Björn, Óttar, Patrik, Snorri B.

Mæting 09:45 fyrsti leikur 10:00 Völlur 4
KR Franska: Bragi, Bergþór, Kacper, Lúkas, Oliver, Jón Bersi, Sólon, Sölvi S.

Mæting 10:00 fyrsti leikur 10:20 Völlur 4
KR Hollenska: Arnar Ar, Ísak, Jón Kristján, Francis, Sigþór, Nikolai, Tómas Larsen, Kristófer, Örlygur Liðsstjóri Ágústa

2006
Mæting 09:45 fyrsti leikur 10:00 völlur 6
KR Ítalska: Arnar Kári, Björn Darri, Gunnar M, Hrafn I, Dagur B, Óðinn B, Konráð, Hilmir P, Níels.

Mæting 10:00 fyrsti leikur 10:20 völlur 6
KR Portúgalska: Aron Bj, Jón Ívar, Lars, Eyþór Ari, Jón Breki, Hannes, Tristan, Dominik, Fjölnir

Mæting 09:45 fyrsti leikur 10:00 völlur 8
KR Spænska: Antoine, Snorri G, Guðmundur Kr, Ísar, Friðrik Darri, Ottó, Trostan, Sölvi, Tryggvi,Þorkell  Liðsstjóri Guðni

Mæting 10:00 fyrsti leikur 10:20 völlur 8
KR Þýska: Kári E, , Júlíus, Óskar, Mikael Tumi, Hlynur, Skarphéðinn, Emanúel

Strákarnir mæta í eigin búningum ef einhverjum vantar þá verð ég með búninga með mér.
Muna bara að koma vel klædd því þetta er spilað ÚTI.
Ef það eru einhverjir tilbúnir að vera liðsstjórar þá megið þið endilega senda mér mail á vallihh@hotmail.com



Með KR-kveðju
Valþór Halldórs.

18 mars 2013

Það sem er framundan m.a foreldrafundur,heimsókn og næstu mót

Hæhæ

Það eru nokkur atriði sem ég þarf að koma á framfæri og bið ég ykkur að fara vel yfir þau öll:

1. Foreldrafundur vegna Norðurálmóts verður haldin mánudaginn 25.mars kl 20:30. Mikilvægt er að sem flestir mæti á þann fund þar sem farið verður aðeins yfir skipulag í kringum mótið og það sem þarf að hafa í huga fyrir það.

2. Heimsókn 24.mars. Við fáum Fram í heimsókn sunnudaginn 24.mars á gervigrasið hjá okkur. Árg 2006 mætir 10:50 og spilar til c.a 12:00. Árg. 2005 mætir 11:50 og spilar til c.a 13:00. Ætla ég biðja ykkur að skrifa í ummæli nafn stráks ef þið mætið.

3. Mótin sem eru svo framundan eftir páska eru Stjörnumót 14.apríl og KFC-Mót Víkings 4-5 maí.

4.Páskafrí: Frí verður æfingum hjá okkur þriðjudaginn 26.mars og fimmtudaginn 28.mars. Við byrjum svo aftur þriðjudaginn 2.apríl á hefðbundnum æfingatíma.

Það mun örugglega eitthvað bætast við þessa færslu svo það er um að gera að fylgjast alltaf vel með á blogginu.

Með KR-kveðju
Valþór Halldórs.


15 mars 2013

PáskaFjáröflun

Sæl Öll í 7.flokki


Fyrir þá sem vilja þá stendur til boða að fara í smá fjáröflun fyrir páskana. 

Í boði er að selja páskaegg og Gula túlipana - en einnig klósettpappír og eldhúsbréf.  

Hér í póstinum er auglýsing um vörurnar sem eru til sölu.  

Svo er í póstinum excel skjal sem er pöntunarblaðið ykkar og þar kemur fram kostnaðarverð og söluverð og þið fyllið út eftir ykkar pöntun.  

Ef þið hafið ekki fengið tölvupóst með þessum upplýsingum EN viljið taka þátt sendið mér endilega línu rosa@rosa.is og ég sendi ykkur allt sem þið þurfið fyrir fjálöflunina 


Mikilvægar dagsetningar 

15.mars til 22.mars - Sölutímabil á páskavörum 

22.mars fyrir klukkan 17:00 - Skila inn pöntunarblöðunum í tölvupósti - rosa@rosa.is - merkt stráknum ykkar 
22.mars - Greiða bara KOSTNAÐARVERÐ inn á reikning 537-14-200273 kt 1404764719 og senda staðfestingu á rosa@rosa.is og muna að merkja millifærsluna stráknum ykkar 
26.mars - Vörurnar afhentar út í Frostaskjóli milli 16:00 og 17:20  ATHUGIÐ að vörurnar verða bara afhentar þennan dag.  


Enn og aftur til að minna á að það er val hvers og eins að taka þátt í þeirri fjáröflun sem er í boði.  Hver og einn heldur utan um það sem þeirra drengur safnar.  Hver og einn ráðstafar söfnunarpeningunum eins og þeim hentar 

Kveðja 

Rósa og allir hinir líka í foreldrafélaginu :) 

05 febrúar 2013

Norðurálsmót Akranesi SKRÁNING og GREIÐSLA!!! Hlutverk foreldra.

Hæhæ

Nú ætla ég að sjá hverjir ætla að vera með á Skagamótinu svokallaða.
Mótið verður haldið á Akranesi dagana 21-23 júní.
Þið skráið ykkur í ummæli hér fyrir neðan (velja ananymous). Þar á að koma fram fullt nafn iðkanda og fæðingarár. Ef það er vesen að skrá þá er hægt að senda mér mail á vallihh@hotmail.com.
Greiða þarf skráningargjald 2000kr inná reikning: 537-14-200273 kennitala: 140476-4719(Rósa) og senda kvittun á rosa@rosa.is þar þarf að koma fram nafn stráks og norðurálsmót sem skýring!
Klára þarf að skrá og greiða fyrir sunnudaginn 24.febrúar. Þeir sem hafa skráð sig nú þegar þurfa að ganga bara frá greiðslu.
Þáttökugjald á hvern keppanda er 12.000kr svo verður væntanlega einhver smá meiri kostnaður sem á eftir að taka ákvörðun um eins og t.d rútuferðir.T.d var kostnaður í fyrra um 17.000kr.

Hér getið þið lesið um þáttökugjaldið og það sem fylgir með inn í því. Einnig aðrar upplýsingar.
http://kfia.is/norduralsmot/frettir/2417/default.aspx

Hlutverk foreldra: Þegar búið er að skipta í lið þá þurfa foreldrar í hverju liði að koma sér saman um hver tekur hvaða hlutverk að sér sem er t.d næturvörður( þarf að vera einn sem gistir með hverju liði), liðsstjóri(sem getur stjórnað liðinu ef þjálfari er ekki á staðnum), nestisstjóri(sjá um að strákarnir verða ekki svangir). Svo fer alltaf einn með hverju liði í mat.

Ef það er ekki búið að skrá iðkanda í flokkinn fyrir árið 2013 (þurfti að gera það eftir áramótin) er skráningin ekki tekinn gild fyrr en það er búið!

Fundur verður haldin um miðjan mars.




Með KR-kveðju
Valþór Halldórs.