28 október 2013

Foreldrafundurinn

Kæru leikmenn og foreldrar.

Miðvikudaginn síðastliðinn var haldin foreldrafundur í 7.flokki og langar mig að setja hér inn það helsta sem fram fór á þeim stutta en hnitmiðaða fundi.

Við fórum aðeins yfir þau mót sem við stefnum á að taka þátt í á þessu tímabili.Þann 16.Nóvember fer fram fyrsta mótið í Keflavík og eldra árið tekur þátt í því skráning á það mót hefst hér á blogginu í næstu viku.Yngra árið fer síðan á sambærilegt mót í Njarðvík í Janúar.Við stefnum svo á að taka allavega einn æfingaleik bæði árin fyrir áramót.Í sumar er svo stefnt á þrjú mót eitt í mai(vonandi KFC mótið) svo er stærsta mótið Skagamótið sem verður um miðjan Júní og svo eitt eftir það í Júlí eða Ágúst.


Við náðum líka að byggja góðan grunn að foredraráði og í því eru af yngra árinu Siggi Örn,Hrefna og Guðbrandur og af eldra árinu þau Styrmir og Hjördís og þökkum við þeim kærlega fyrir það. Ef það eru fleiri áhugasamir þá sérstaklega af eldra árinu þá endilega að hafa samband við mig.

Svo komu þau Valþór,Rósa og Dóra einnig til okkar en þau skipa nýtt barna og unglingaráð fyrir 7,6 og 5.flokk drengja og ræddu um það starf sem þau munu vinna og allt þeirra verður aðgengilegt á KR vefnum innan tíðar og mæli ég eindregið með að kynna sér þeirra störf.

KR Kveðjur Atli Jónasson
s:6591794

09 október 2013

Foreldrafundur

Kæru leikmenn og foreldrar.

Miðvikudaginn 23.Október ætlum við í 7.flokki að vera með foreldrafund í félagsheimili KR og hefst hann klukkan 20:00.
Farið verður yfir það helsta sem flokkurinn mun gera á þessu tímabili og einnig reynt að mynda foreldraráð.Ég mun svo senda drengina heim með miða þegar nær dregur.

KR kveðjur.Atli Jónasson
s:6591794