11 júlí 2013

Framundan m.a frí og fleira.

Sæl öll

Mig langaði aðeins að fara yfir það sem er framundan.

1. Það verður 2 vikna frí hjá okkur núna í lok júlí fram í ágúst. Síðasta æfing fyrir frí er 18.júlí og fyrsta eftir frí 6.ágúst. KR byrjaði að gera þetta í fyrra minnir mig og var ástæðan sú að gera þetta frekar svona en að vera taka frí í september. Knattspyrnuskólinn er í gangi samt á þessum tíma.

2. Strákarnir munu labba inn á völlinn með mfl. karla fimmtudaginn 25.júlí í leik KR- Valur.
Við munum auglýsa þetta betur þegar að þessu kemur en vil biðja ykkur að taka daginn frá ef þið hafið tök á því. Þetta er gert í sambandi  við norðurálsmótið.ATH ATH ÞETTA FRESTAST!!!

3. Næsta mót hjá okkur er Arion bankamótið 17-18. ágúst hjá víking. Mun ég auglýsa skráninguna síðar á það mót.

4. Fyrstu vikuna eftir frí munum við halda sama æfingatíma en mun svo meta það eftir þá viku hvort ég breyti honum yfir í gamla tímann eða eitthvað annað.

5. Það hefur verið svoldið óánægja með æfingatímann í sumar ,ég tek ekki ákvörðun um hann, og er ég að mörgu leyti sammála ykkur um það. Ég vil hvetja ykkur til að taka höndum saman og reyna að fá KR til að finna betri lausn á þessu því jú það græða allir á þvi bæði strákarnir og félagið.

6. Við munum gera okkur glaðan dag í lok ágúst þar sem við hittumst og gerum eitthvað skemmtilegt saman og munum við auglýsa það þegar nær dregur.

7.Mig langar til að tilkynna ykkur það strax að ég mun ekki halda áfram á næsta ári og er það ekki vegna þess að mig langar það ekki heldur er það vegna tímaleysis hjá mér. Þetta er búinn að vera æðislega skemmtilegt að hafa fengið að þjálfa strákana þetta árið og vona ég að það hafi verið gagnkvæmt líka :)

8. Í næstu viku nánar tiltekið 15.-16. og 17. júlí verð ég ekki á æfingum en aðstoðarmennirnir 3 munu sjá um þær.

Með kveðju
Valþór Halldórs.