26 júní 2013

Æfingin í dag 26. júni verður inni!

Sæl öll

Vegna mikils vatnsveðurs í dag höfum við ákveðið að vera með æfinguna inni í litla salnum.


Með kveðju
Valþór Halldórs.

24 júní 2013

Sæl Öll 

Takk kærlega fyrir  helgina - ég gat ekki betur séð en að strákarnir okkar væru frekar ánægðir og svolítið sólbrúnir og mikið þreyttir í eftir verðlaunaafhendinguna í  íþróttahöllinni á Sunnudaginn. 

Það eru nokkrir hlutir sem mig langar að nefna við ykkur

Óskilamunir eftir mótið.  

Ég verið að fá nokkrar fyrirspurnir vegna óskilamuna.  Ég hef bent fólki að hafa samband við mótshaldara beint á norduralsmot@kfia.is og spyrjast fyrir um þar.  


Óskilamunir í KR 

Ég fór í KR í morgun og það er fullt af óskiladóti þar eftir fótboltanámskeiðið og sá ég t.d. flíkur merktar MUMMI og AXEL ORRI - ég hvet ykkur til að fara og kíkja í dallinnn í anndyri KR 


Uppgjör eftir mótið 

Mér sýnist fjótt á litið að nokkur peningur standi eftir á reikningnum okkar eftir mótið.  Í dag er staðan á reikningnum okkar rúmlega 50.000 krónur í plús.  Ástæðan er fyrst og fremst sú að hópurinn fékk margar mjög veglegar gjafir fyrir mótð og er þá helst að nefna - Súkkulaðikökuna frá Matbæ, Fullt af brauði frá Myllunni, Marga kassa af ávöxtum frá Búri og Ávaxtasafa og Weetos frá Ölgerðinni.  Þúsund þakkir til þeirra sem græjuðu þetta fyrir hópinn.  


Nestisbúnaður og Fánar 

Nestispokum og nestisboxum ásamt Fánun (það sem eftir er af þeim )  á að skila í afgreiðsluna í KR heimilinu en þar er poki merktur flokknum.  Ef einhvejrir matar- eða drykkjarafgangar voru hjá liðunum þá vil ég EKKI fá það til baka :) 


Ekki meira í bili 

En bara takk fyrir frábært mót og góðan félagsskap 

Njótið sumarsins 


Kveðja 

Rósa 

20 júní 2013

Gisting - leikjaplan og fleira MJÖG mikilvægt

Sæl  enn og aftur 

Nú eru frekari upplýsingar komnar frá skaganum. 

Leikjaplön 

Búið er að setja fram leikjaplan fyrir föstudaginn.   Ég vil vekja athygli á því að villa var í eikjaplaninu sem sett var fram á vefinn mótsins í morgun, búið er að lagfæra það.  Hér er hægt að nálgast planið 

Þetta er mikið plan og oft flókið að lesa út úr því.   Þannig ég setti saman smá lista til að vonandi einfalda þetta fyrir foreldrum. 

KR Lið Riðill á leikjaplani Skamstöfun á leikjaplani Heiti liðs samkv. Leikjaplani
Lið 1 O Ao2 KR
Lið 2 S Bs2 KR1
Lið 3 U Bu4 KR2
Lið 4 F Df1 KR
Lið 5 U Cu3 KR1
Lið 6 J Cj3 KR2
Lið 7 K Ek3 KR
Lið 8 K Fk3 KR2
Lið 9 O Fo4 KR1

Leikjaplan laugardagsins kemur svo á föstudagskvölið og fer það eftir hvernig leikir spilast á föstudeginum. 



Gisting 

Þetta árið gistir KR í Grundaskóla og er það skólinn sem er beint á móti keppnissvæðinu.  Strákarnir eru á annari hæðinni og fáum við úthlutað fjórum stofum (D201 D202 D203 D204) .  Hópnum verður skipt  niður í stofur.  Liðin verða höfð í sömu stofum og fer það eftir stærð stofanna hvernig skiptingin verður.  


Nestismál 

Nestispokar fyrir liðin verða tilbúin strax í fyrramálið.  Liðin geta fengið pokana í Frostaskjóli eða sótt þá þegar við erum komin upp á Skaga.  Í pokanum er brauð, safar, ávextir, álegg, eldhúsbréf og eitthvað góðgæti.  Foreldrar ráða því algjörlega sjálf hvernig þeir haga nestismálum liðanna.  Annað kvöld verður svo hægt að fylla á það sem þarf - ef einhver verður skyndilegar matarlaus (mjög ólíklegt) Þá er hægt að hringja í lagerstjórann :) Rósu 895-1996 og nálgast meiri mat.  

Nestispokum og kössum ber svo að skila í Frostaskjól - afgreiðslu á þriðjudaginn eftir mót.  

Það sem foreldrar þurfa að grípa með sér er lítið skurðabretti, hnífur og smjörhnífur og jafn vel eplaskeri.  Sumum finnst gott að hafa kælibox og það er fínnt


Tímasetningar 

Það er mjög mikilvægt að virða allar tímasetningar á mótinu.  Liðin þurfa að mæta tímanlega á völlin og þegar fyrri leikur er að klárast að staðsetja sig við markendann.  Liðin ganga svo í röð inn á völlinn.  Að leik loknum takast liðin í hendur og þakka fyrir sig.  

Eins með matartíma og liðsmyndatöku - liðin verða að mæta tímanlega svo allt gangi nú vel fyrir sig.  Hér er er dagskráin sem búið er að gefa út og svo er gott að fylgjast með vefnum en allar upplýsingar eru settar þar fram. 

Að lokum 

Það eru nokkrir hlutir sem mig langar að nefna að lokum.  

við erum fyrst og fremst komin saman á Skaganum til að hafa ánægjulegan tíma með strákunum okkar, fjölskyldu og vinum.  Höfum gleðina og jákvæðnina að leiðarljós á næstu dögum.  Hrós er ein besta leiðin til byggja upp sjálfstraust - líka í mótlæti.

Liðið tekur þátt í mótinu sem ein heild.  Þannig hvetjið allt liðið áfram ekki bara ykkar strák (ég veit það getur verið erfitt ) Það er ekki neinn einn sem skorar mörkin - mörk koma þegar samvinnan er til staðar eins er það ekki neinn einn sem getur varið öll mörkin,  Mörk verjast þegar liðið vinnur saman.  Þannig Leikir vinnast á samvinnu og ánægja verður líka þegar strákarnig finna okkar stuðning bæði þegar leikir vinnast en líka þegar mótlæti er.

Forðist að setja of mikla pressu á strákana - auðvitað eru þeir að reyna að gera sitt allra besta -  

Látið þjálfara og eða liðsstjóra um að stýra liðinu - það er erfitt að vita hvað maður á að gera þegar kannski 10 foreldrar kalla þetta og hitt út á völlinn.  Þannig hvetjum KR áfram og alla strákan.  

Að leik loknum er gott að spyrja hvort hafi verið gaman hvort þeir séu ekki ánægðir með frammistöðuna.  Benda á það sem vel fór í leiknum.  Ekki leggja áherslu á úrslit leiksins heldur upplifunina sjálfa.



Annars hlakka ég til samverunnar um helgina 


Sjáumst í Frostaskjóli í fyrramálið 

Áfram KR 

Rósa 

Ekki á morgun, heldur hinn - Meira um Norðurálsmót

Hæ hæ 

Fleiri upplýsingar til ykkar Norðurálsmótsfara 

Tjaldsvæðið 

Búið er að úthluta tjaldsvæðum á Skaganum.  KR er á svæði sem kallast Safnaflöt,  Hér má nálgast allar upplýsingar um tjaldsvæðin, kort og fleira.

Simaskráin 

Ef þig vantar eintak af símaskránni, sendu mér þá línu rosa@rosa.is og ég sendi hana til þín 


Hvað þarf að hafa með sér
Hér er tékklisti til viðmiðunar fyrir það sem strákarnir þurfa að koma með.  Ef það er spáð rigningu (sem sumar veðurspár eru að gera )þá er ráðlegt að auka magnið af sokkum, buxum og skóm.
               1-2 íþróttagallar
               2-3 bolir
               1 þægilegar buxur (sérstaklega ef aðeins 1 íþróttagalli er til staðar)
               2 sokkar
               2 fótboltasokkar (svarta)
               3 nærbuxur
               KR Stuttbuxur
               KR keppnispeysa (það verður lánað þeim sem ekki eiga)
               Rúllukragabolur, hvítur/svartur (undir keppnisbol)
               Gammósíur (svartar ef hægt er)
               Fótboltaskór
               Íþróttaskór
               Legghlífar
               Flíspeysa
               Regnjakki
               Regnbuxur
               Vettlingar
               Húfa (svört ef hægt er) / KR buff
               Dýna/vindsæng
               Svefnpoki/sæng
               Koddi
               Náttföt
               Tannbursti / tannkrem
               Vatnsbrúsi (eða tóm 1/2 lítra gosflaska)
               Sundföt
               Handklæði
               Bakpoki undir sundföt
               Spil, blöð og bækur

Að gefnu tilefni er ekki ráðlagt að taka með sér Ipada eða poda, töluvspil eða aðra dýra hluti sem auðveldlega geta glatast.

Muna að merkja allt sem hægt er að merkja 


Búnaður fyrir foreldra :)

Útilegustólar fyrir foreldra og teppi
Góður bolli sem heldur kaffinu heitu 
Sólarvörn - því það VERÐUR sól 



Leikjaplön 

Leikjaplönin koma á morgun og verða send í tölvupósti 


Brottför og rútuferðin 

Mæting er í Frostaskjól á föstudaginn rúmlega 8 og verður lagt af stað klukkan 8:30 stundvíslega.  Ég vil minna á að einn fullorðin fylgir hverju liði í rútunni 



Frekari upplýsingar 

Allar upplýsingar um mótið sjálft er hægt að nálgast á heimasíðu mótsins - Norðurálsmótið 2013

Eins er alltaf hægt senda okkur Valþóri línu að slá á þráðinn 
Valþór - vallihh@hotmail.com sími 892-1341
Rósa - rosa@rosa.is sími 895-1996




Kveðja 

Rósa 

17 júní 2013

Norðurálsmót - Fyrstu upplýsingar og SÍMASKRÁ


Nú fer að styttast í brottför hjá fótboltahetjunum okkar. 

Það þarf að koma nokkrum hlutum á hreint og verða næstu dagar notaðir til koma upplýsingum til ykkar þannig allir verði sem best undirbúnir fyrir skemmtunina.  

Svo nú byrjum við 

SÍMASKRÁ 

Verið er að leggja lokahönd á símaskránna og langar mig að biðja liðin um að fara yfir símaskránna, leiðrétta villur og bæta við númerum þar sem það á við og senda mér til baka leiðréttingu í síðasta lagi á Miðvikudaginn rosa@rosa.is 

EF þú hefur ekki fengið tölvupóst frá mér með símaskrá liðsins þá ertu ekki kominn á blað.  Viltu senda mér upplýsingar um netfang, nöfn foreldra og símanúmer á netfangið rosa@rosa.is 


BROTTFÖR

Brottför er á föstudagsmorgninum og verður mæting út í Frostaskjól rúmlega 8 og lagt verður af stað 8:30.  



TJALDAMÁL 

Það virðist vera að myndast góð útilegustemming í foreldrahópnum og virðast margir ætla að gista á Skaganum þessa helgi.  Það þarf að láta vita hvort þið ætlið að nýta ykkur tjaldsvæðið og þá þarf sérstaklega að fá upplýsingar ef fólk er með fellihýsi.  Láta vita í síðasta lagi á þriðjudaginn rosa@rosa.is, Við fáum svo að vita á miðvikudaginn hvar við fáum pláss á svæðinu.  


Enginn FYLGDARMAÐUR

ef til vill er einhver strákur í þeirri stöðu að aðstandendur komast ekki með á mótið eða geta bara verið hluta af mótinu.  Mig langar að fá upplýsingar um af aðstæður eru svoleiðis rosa@rosa.is.  Mikilvægt er að finna einhvern í liði stráksins til að vera honum innan handar svo enginn verði eitthað hræddur, óöruggur eða útundan.  

MATARMÁL

Ef einhver er með ofmæmi fyrir einhverju matarkyns þá reyna aðstandendur mótsins að koma til móts við slíka keppendur.  Ef strákurinn ykkar er með eitthvað slíkt ofnæmi þá þarf að láta vita af því rosa@rosa.is  í síðasta lagi á þriðjudaginn svo hægt sé að koma upplýsingunum til skila.  


NESTISMÁL

Vel hefur gengið að fá styrki fyrir nesti strákanna. 

Oddsteinn í Matbæ -  pabbi Gísla gefur hópnum súkkulaðiköku sem verður í kvöldkaffinum á laugardaginn 
Myllan gefur hópnum fullt af brauði 
Svanhildur mamma Kára - græjaði fullt af ávaxtasöfum fyrir hópinn 
Valþór græjaði nokkra ávaxtakassa fyrir hópinn 
Osta og smjörsalan gefur hópnum ríkulegan afslátt af ostum og smjöri 

Nestispokar verða svo afhentir við anndyri skólans sem við gistum í strax á föstudagsmorgninum. 

FYRIRSPURNIR og önnur mál 

Ef ykkur vantar einhverjar upplýsingar eða viljið koma einhverju á framfæri sendið okkur endilega línu eða sláið á þráðinn 

Valþór - vallihh@hotmail.com simi 892-1341
Rósa - rosa@rosa.is  simi 895-1996  - Í tölvupóstinum var ekki rétt númer en þetta er rétt :)





KR kveðja 

Rósa 

15 júní 2013

Frí á æfingu 17.júní

Hæ hæ

Frí verður á æfingu hjá okkur á 17.júní.

Hefðbundið 18.júní

Kv.
Valþór

07 júní 2013

Sumaræfingar ATH breyttur tími

Hæhæ

Nú er komið að sumartímanum hjá okkur og byrjar hann á mánudaginn 10.júní.
Tíminn breytist aðeins að ósk KR en hann verður svona:

2006 :  12:30-13:30
2005:   13:30-14:30
 Æft er mánu-þriðju-miðviku- og fimmtudaga

Þegar æfingarnar eru búnar er enginn meiri gæsla þannig að þið þurfið að gera ráðstafanir með það.
Athugið að 2006 árgangurinn er búinn 13:30 og er enginn gæsla eftir æfinguna!

Ég minni svo á knattspyrnuskólann sem byrjar einnig á mánudaginn og hvet ég fólk til að skrá sig í hann. Upplýsingar um hann er að finna hér:
http://kr.is/sumarnamskeid_kr/

Með sumarkveðju
Valþór