31 maí 2013

Foreldrafundur 3.júní v/ Norðurálsmóts

Hæhæ

Foreldrafundur verður fyrir þá sem eru skráðir á norðurálsmótið á mánudaginn kemur kl 20:15.
Fundurinn fer fram í félagsheimili KR.
Fundurinn verður aðallega fyrir ykkur til að hittast og skipta ykkur í hlutverk á mótinu og ræða málin ykkar á milli.

Vona að sjá sem flest :)

Með kveðju
Valþór Halldórs.

30 maí 2013

Norðurálsmótið 2013 - Greiðslur

Sæl öll 

Nú þarf að huga að ganga frá greiðslum vegna Norðurálsmótsins.  

Heildarkostnaður hvers þátttakanda er 17.000 krónur 

Hafi verið greitt staðfestingargjald (2.000 krónur) fyrir þátttakanda eru eftirstöðvar 15.000 krónur. 


Ganga þarf frá greiðslum eigi síðar er Miðvikudaginn 5.júní.  

Greiðsluupplýsingar:
537-14-200273 kt:140476-4719
senda staðfestingu á rosa@rosa.is

Mjög mikilvægt að setja nafn drengs í skýringu og senda staðfestingu á netfang.  Þetta eru margir strákar og kerfið verður að virka vel :)

Heimasíða mótsins er www.kfia.is/norduralsmot ef fólk vill kynna sér frekar eitthvað um mótið 


Kveðja 

Rósa

29 maí 2013

Æfingaleikur á sunnudaginn 2.júní

Hæhæ

Við munum spila æfingaleiki á sunnudaginn við H.K. Spilað verður hjá þeim á gervigrasinu við Kórinn í Kópavogi, ÚTI

Spilað verður í c.a klukkutíma hjá hvorum árgangi.
2006 árgangur mætir 11:50 spilað 12:00-12:55
2005 árgangur mætir 12:50 spilað 13:00-13:55

Vil biðja ykkur skrá strákinn ef hann mætir í ummæli hér fyrir neðan :)

Með kveðju
Valþór Halldórs.

Styttri æfing fimmtudaginn 30.maí v/ leiks í MFL.kk

Æfingin á morgun verður í styttra lagi á morgun vegna leiks KR-Grindavík í bikarkeppni karla.
fyrri æfingin verður frá 15:30-16:10 seinni 16:10-16:55!
Væri gott ef þið getið sótt strákana þegar æfingin klárast :)

Fundur verður haldin í næstu viku og mun ég auglýsa hann fyrir helgi. Því miður var ekki hægt að hafa fund í þessari viku vegna þess að allt var upptekið í húsinu þessa vikuna.

Rukkun fyrir norðurálsmótinu verður væntanlega send á morgun.

Með kveðju
Valþór Halldórs.

17 maí 2013

KR - föt fyrir strákana okkar

Fyrir þá sem vilja nýta sér tilboð Nike og Jóa Útherja um kaup á fatnaði fyrir strákana þá stendur flokknum til boða að kaupa þessar flíkur.  


Keppnisgalli 

Keppnistreyja merkt KR og nafni

Stærðir 122 - 170


Verð: 6.100,-
 Fótboltasokkar 

Stærðir 30 - 37


Verð: 1.592,-
Stuttbuxur merkt KR
Stærðir 122 - 170


Verð: 3.192,-






Æfingagalli



Æfingatreyja merkt KR og nafni
Stærðir 122-170


Verð: 6.092,-






Æfingabuxur - langar - merktar með nafni
Stærði 122 - 170


Verð: 6.092,-
 Æfingabuxur 3/4 lengt - merktar með nafni
Stærð 122 - 170


Verð: 6.092,-







Til þess að panta fatnað


Til að panta fatnað senda pöntun á fotbolti2005@gmail.com

Nauðsynlegar upplýsingar eru hvaða flíkur á að panta, stærð og merking.  Athugið að ekki er nauðsynlegt að taka allan fatapakkann, hægt er að velja úr einstakar flíkur.  

Greiðsla fyrir vörurnar leggst inn reikninga 537-14-200273 kt:1404764719

Senda kvittun eins og venjulega á rosa@rosa.is og setja í skýringu nafn drengs


Síðasta tækifæri til að leggja inn pöntun er 1.júní og ath að pöntun er ekki tekin gild fyrr en greiðsla hefur borist.  


KR kveðja 

Rósa 


Norðurálsmót


Liðin:

 1. Arnar Ag, Arnar Þorri, Árni, Björn Henry, Gísli, Óli Geir, Jói Kr, Símon P, Tómas A.

2. Axel, Einar, Lúkas, Marínó, Mummi, Óttar, Patrik, Snorri Ben, Sólon.

3. Ágúst, Bragi, Bergþór, Davíð Funi, Jóhannes Ó, Eymar, Kári Björn, Francis, Hilmir K.

4. Arnar Ar, Ísak, Jón Kristján, Kristófer, Sölvi S, Jón Bersi, Sigþór , Nikolai, Örlygur

5. Arnar K, Björn Darri, Hilmir P, Konráð, Níels, Teitur, Viktor, Óliver Nói, Gunnar M.

6. Lars, Tristan, Mikael Snorri, Dagur B, Óðinn B, Aron Bj, Fjölnir, Jón Ívar, Jón Breki.

7. Eyþór Ari, Hannes, Pétur, Jóhann Jökull,  Ottó, Þorkell, Tryggvi, Snorri G.

8. Kári E, Kári Ben, Ísar,  Júlíus, Óskar, Antoine, Guðmundur, Skarphéðinn.

9. Hrafnkell, Sævar, Trostan, Sölvi H, Magnús Valur, Jón Arnar, Jón Ernir, Tómas Aron, Logi.

14 maí 2013

Nokkrar góðar upplýsingar :)

Sæl öll

Ég ætla að setja hér nokkrar góðar upplýsingar sem mikilvægt er að fara yfir:

Síðasta inniæfingin er 14.maí (í dag) og verður fyrsta útiæfingin 21. maí. Mikilvægt er þá að fylgjast með veðurspánni fyrir daginn og koma klæddir eftir því. Gott er að vera bara klár í skólanum í þeim fötum sem strákarnir geta svo æft í. Við munum örugglega þurfa að byrja á litla gervigrasinu en við látum okkur hafa það þar sem við nennum ekki að vera lengur inni.

Æfing fellur niður 16.maí vegna leiks KR-Þórs í Pepsi-deild karla. Reglan er að loka svæðinu 2 tímum fyrir leik og byrjar þessi leikur kl 18:00 þannig að allt lokar kl 16:00.

Norðurálsmót:

Ef það eru einhverjir sem eiga eftir að skrá sig til leiks þá  verður að gera það strax.
Liðin koma inn vonandi fyrir helgi ef ekki þá á þriðjudaginn og munum við svo halda fund sem fyrst eftir það vonandi í næstu viku!

Eftir helgi verður send út rukkun fyrir mótinu og munum við þurfa að ganga frá henni fyrir mánaðarmótin maí/jún.

Sumar :
Sumaræfingartími tekur gildi 10.júní
Æfingarnar í sumar verða eins og í fyrra þar sem 2006 árg verður 13:00-14:00 og 2005 árg 14:00-15:00.
Æft verður má-þri-mið- og fimmtudaga. Tekið verður 2 vikna frí í lok júlí til byrjun ágúst.

Einnig vil ég hvetja fólk til að skrá strákinn sinn í knattspyrnuskóla KR sem er starfræktur fyrir hádegi á sumrin.
 http://www.kr.is/sumarnamskeid_kr/

Með sumarkveðju
Valþór H. Halldórs.




06 maí 2013

VEISLA Í FROSTASKJÓLI 9.MAÍ - Uppstigningardag :)


VEISLA 7.flokks KR í fótbolta í FROSTASKJÓLI


Jæja kæru vinir 


Nú er kominn tími til gera sér glaðan dag og slá upp veislu. Fagna því að vetrinum sé loksins lokið (vonandi ) og sumarið gengið í garð.


Næstkomandi fimmtudag, 9. maí ætla strákarnir í 7.flokk að gera sér glaðan dag og bjóða til  veislu bæði í mat, drykk og fótbolta á gervigrasinu. Foreldrum er að sjálfsögðu líka boðið en einnig ætla nágrannar okkar úr Gróttu að kíkja við og njóta dagsins með okkur.

Í veislunni verður fótboltinn í fyrsta sæti, nokkrir leikir spilaðir og ég er nokkuð viss um að strákarnir munu skora á okkur foreldrana í leik svo verið viðbúin að mæta hetjunum okkar.

Eftir fótbolta verða grillaðar pylsur í boði og drykkur fyrir okkur öll (og ekki er verra ef einhverjir ofurgrillarar og pylsuásetjarar gefi sig fram til að hjálpa til).


Við gerum ráð fyrir að spileríið verði í tæpa klukkustund og svo grillið þar á eftir.  


Mæting er fyrir yngra árið 9:50
Mæting er fyrir eldra árið 10:50
 
 

Skráning er eins og venjulega í ummæli hér að neðan eða senda Valþóri tölvupóst á  vallihh@hotmail.com
 
 Dagurinn er okkur og strákunum að kostnaðarlausu og frábært tækifæri til að taka þátt í áhugamáli strákanna, hitta aðra foreldra og styrka vináttutengslin í flokknum.


KR Kveðja