20 júní 2013

Ekki á morgun, heldur hinn - Meira um Norðurálsmót

Hæ hæ 

Fleiri upplýsingar til ykkar Norðurálsmótsfara 

Tjaldsvæðið 

Búið er að úthluta tjaldsvæðum á Skaganum.  KR er á svæði sem kallast Safnaflöt,  Hér má nálgast allar upplýsingar um tjaldsvæðin, kort og fleira.

Simaskráin 

Ef þig vantar eintak af símaskránni, sendu mér þá línu rosa@rosa.is og ég sendi hana til þín 


Hvað þarf að hafa með sér
Hér er tékklisti til viðmiðunar fyrir það sem strákarnir þurfa að koma með.  Ef það er spáð rigningu (sem sumar veðurspár eru að gera )þá er ráðlegt að auka magnið af sokkum, buxum og skóm.
               1-2 íþróttagallar
               2-3 bolir
               1 þægilegar buxur (sérstaklega ef aðeins 1 íþróttagalli er til staðar)
               2 sokkar
               2 fótboltasokkar (svarta)
               3 nærbuxur
               KR Stuttbuxur
               KR keppnispeysa (það verður lánað þeim sem ekki eiga)
               Rúllukragabolur, hvítur/svartur (undir keppnisbol)
               Gammósíur (svartar ef hægt er)
               Fótboltaskór
               Íþróttaskór
               Legghlífar
               Flíspeysa
               Regnjakki
               Regnbuxur
               Vettlingar
               Húfa (svört ef hægt er) / KR buff
               Dýna/vindsæng
               Svefnpoki/sæng
               Koddi
               Náttföt
               Tannbursti / tannkrem
               Vatnsbrúsi (eða tóm 1/2 lítra gosflaska)
               Sundföt
               Handklæði
               Bakpoki undir sundföt
               Spil, blöð og bækur

Að gefnu tilefni er ekki ráðlagt að taka með sér Ipada eða poda, töluvspil eða aðra dýra hluti sem auðveldlega geta glatast.

Muna að merkja allt sem hægt er að merkja 


Búnaður fyrir foreldra :)

Útilegustólar fyrir foreldra og teppi
Góður bolli sem heldur kaffinu heitu 
Sólarvörn - því það VERÐUR sól 



Leikjaplön 

Leikjaplönin koma á morgun og verða send í tölvupósti 


Brottför og rútuferðin 

Mæting er í Frostaskjól á föstudaginn rúmlega 8 og verður lagt af stað klukkan 8:30 stundvíslega.  Ég vil minna á að einn fullorðin fylgir hverju liði í rútunni 



Frekari upplýsingar 

Allar upplýsingar um mótið sjálft er hægt að nálgast á heimasíðu mótsins - Norðurálsmótið 2013

Eins er alltaf hægt senda okkur Valþóri línu að slá á þráðinn 
Valþór - vallihh@hotmail.com sími 892-1341
Rósa - rosa@rosa.is sími 895-1996




Kveðja 

Rósa 

Engin ummæli:

Skrifa ummæli