17 júní 2013

Norðurálsmót - Fyrstu upplýsingar og SÍMASKRÁ


Nú fer að styttast í brottför hjá fótboltahetjunum okkar. 

Það þarf að koma nokkrum hlutum á hreint og verða næstu dagar notaðir til koma upplýsingum til ykkar þannig allir verði sem best undirbúnir fyrir skemmtunina.  

Svo nú byrjum við 

SÍMASKRÁ 

Verið er að leggja lokahönd á símaskránna og langar mig að biðja liðin um að fara yfir símaskránna, leiðrétta villur og bæta við númerum þar sem það á við og senda mér til baka leiðréttingu í síðasta lagi á Miðvikudaginn rosa@rosa.is 

EF þú hefur ekki fengið tölvupóst frá mér með símaskrá liðsins þá ertu ekki kominn á blað.  Viltu senda mér upplýsingar um netfang, nöfn foreldra og símanúmer á netfangið rosa@rosa.is 


BROTTFÖR

Brottför er á föstudagsmorgninum og verður mæting út í Frostaskjól rúmlega 8 og lagt verður af stað 8:30.  



TJALDAMÁL 

Það virðist vera að myndast góð útilegustemming í foreldrahópnum og virðast margir ætla að gista á Skaganum þessa helgi.  Það þarf að láta vita hvort þið ætlið að nýta ykkur tjaldsvæðið og þá þarf sérstaklega að fá upplýsingar ef fólk er með fellihýsi.  Láta vita í síðasta lagi á þriðjudaginn rosa@rosa.is, Við fáum svo að vita á miðvikudaginn hvar við fáum pláss á svæðinu.  


Enginn FYLGDARMAÐUR

ef til vill er einhver strákur í þeirri stöðu að aðstandendur komast ekki með á mótið eða geta bara verið hluta af mótinu.  Mig langar að fá upplýsingar um af aðstæður eru svoleiðis rosa@rosa.is.  Mikilvægt er að finna einhvern í liði stráksins til að vera honum innan handar svo enginn verði eitthað hræddur, óöruggur eða útundan.  

MATARMÁL

Ef einhver er með ofmæmi fyrir einhverju matarkyns þá reyna aðstandendur mótsins að koma til móts við slíka keppendur.  Ef strákurinn ykkar er með eitthvað slíkt ofnæmi þá þarf að láta vita af því rosa@rosa.is  í síðasta lagi á þriðjudaginn svo hægt sé að koma upplýsingunum til skila.  


NESTISMÁL

Vel hefur gengið að fá styrki fyrir nesti strákanna. 

Oddsteinn í Matbæ -  pabbi Gísla gefur hópnum súkkulaðiköku sem verður í kvöldkaffinum á laugardaginn 
Myllan gefur hópnum fullt af brauði 
Svanhildur mamma Kára - græjaði fullt af ávaxtasöfum fyrir hópinn 
Valþór græjaði nokkra ávaxtakassa fyrir hópinn 
Osta og smjörsalan gefur hópnum ríkulegan afslátt af ostum og smjöri 

Nestispokar verða svo afhentir við anndyri skólans sem við gistum í strax á föstudagsmorgninum. 

FYRIRSPURNIR og önnur mál 

Ef ykkur vantar einhverjar upplýsingar eða viljið koma einhverju á framfæri sendið okkur endilega línu eða sláið á þráðinn 

Valþór - vallihh@hotmail.com simi 892-1341
Rósa - rosa@rosa.is  simi 895-1996  - Í tölvupóstinum var ekki rétt númer en þetta er rétt :)





KR kveðja 

Rósa 

Engin ummæli:

Skrifa ummæli