11 desember 2012

Síðasta æfing fyrir jól 18.DES!!!

Sæl

Vildi bara minna á að síðasta æfingin fyrir jól verður þriðjudaginn 18.desember.
Við byrjum svo aftur þriðjudaginn 8.janúar 2013 :) Verða æfingar eftir áramót á sama tíma og fyrir áramót.
Yngra árið á að fara á mót í janúar og koma upplýsingar um það væntanlega fyrir jólin og þá verður einnig hægt að skrá sig.

Með KR-kveðju
Valþór Halldórs.

29 nóvember 2012

Heimsókn í Garðabæ 5.Des. Þó úti sé veður vont....

Sæl
Þó að veðrið sé eitthvað stríða okkur þá látum við það ekki á okkur fá heldur höldum okkar striki og mætum með góða skapið í Garðabæinn!!!
Miðvikudaginn 5.Des förum við og heimsækjum Stjörnuna í Garðabæ og ætlum að spila nokkra leiki við þá. Spilað verður ÚTI á gervigrasinu hjá þeim!!!
Strákarnir mæta í eigin KR-búningum en ef einhverjum vantar verð ég með búninga með mér. 
Eins og þið sjáið þá er þetta úti þannig að þarf að vera vel klæddur. Þetta er á gervigrasinu fyrir aftan íþróttahúsið hjá þeim. Skipt verður í lið þegar strákarnir mæta og verður spilað eins mikið og hægt er í þennan klukkutíma sem við höfum. Við ætlum bara að hafa gaman og skemmta okkur saman í klukkutíma.
Þetta skiptist svona:

2005  Spilar 16:00-17:00 Mæta helst ekki seinna en 15:50 ef hægt er :)
Skráðir:  Örlygur, Arnar Agnars., Jóhannes ó, Árni, Sólon, Axel Orri, Snorri, Jón Kristján, Ísak, Patrekur,Tómas, Björn Henry, Marínó, Gísli, Arnar Þorri, Davíð Funi, Ágúst, Bergþór Leví, Óli Geir, Jóhannes Kr, Kristófer, Francis, Jón Bersi, Hilmir K, Kári Björn,Mummi.
2006 Spilar 17:00-18:00 Mæta helst ekki seinna en 16:50 ef hægt er :)
Skráðir: Hilmir P, Oliver Nói, Sölvi, Jón Ivar, Teitur Leó, Sig.Haukur, Þorkell, Hrafn Ingi, Viktor Orri, Björn Darri, Kári Ben, Konráð, Hannes P, Lars, Eyþór Ari, Jón Breki, Trostan, Hlynur, Fjölnir, Mikael Snorri, Kári E, Gunnar Magnús, Jóhann Jökull, Arnar Kári, Óðinn B, Dagur B, Óskar, Aron B, Snorri G, Níels.

Ég mun biðja einhverja foreldra um aðstoð uppfrá. Gríp einhverja glóðvolga á staðnum :)



Með KR-kveðju
Valþór Halldórs.
8921341

23 nóvember 2012

Fyrsti í FJÁRÖFLUN

Nú störtum við fyrstu fjáröfluninni í flokknum þennan veturinn. 


Búið er að setja saman sölupakka frá Söfnun sem samanstendur af jólatengdum vörum og pappír.

Fyrir þá sem ætla að taka þátt í þessari fjáröflun þá er ferlið svona


  • 23. nóvember - 2.desember - Sölutímabil
  • 2.desember - Skila inn pöntunarblaði á netfangið fotbolti2005@gmail.com
  • 2.desember - Leggja inn á reikning upphæðina fyrir kostnaði á vörunum sem pantaðar eru. Reikningsnúmerið er 537-14-200273 kt:140476-4719 og muna senda kvittun á fotbolti2005@gmail.com
  • 5-7 desember - vörurnar afhentar í Frosaskjóli



Einfalt og þægilegt - Ekki satt :)

Hér er sölublað um varninginn og hvað hann kostar til ykkar styrktaraðila






Hér er svo pöntunarblað fyrir ykkur sem þið fyllið út sjálf og sjáið hver kostnaðurinn er og hver hagnaðurinn er.

kemur seinna í dag - verð að mæta í vinnu

Kveðja

Rósa























16 nóvember 2012

Nokkrar mikilvægar dagsetningar

Nokkrar dagsetningar og viðburðir sem gott er að hafa hjá sér

Fótbolti 


15. desember 2012 - Áheitabolti í Frostaskjóli - milli 15 - 19 og jafnframt síðasta æfing fyrir jól.  Eftir áheitaboltann verða veitingar og myndasýning í félagsheimilinu.  Og já aðsjálfsögðu taka foreldrar þátt bæði í fótboltanum og á hliðarlínunni.

9. maí 2013 - KR-mót í Frostaskjóli

21-23. júní 2013 - Norðurálsmót á Akranesi

Einhvern miðvikudag á næstu vikum verður farið í heimsókn til Stjörnunnar - Nánari upplýsingar síðar



Fleiri dagsetningar verða settar inn um leið og þær berast



Fjáöflun


Í vetur verður strákunum og foreldrum boðið að taka þátt í fjáröflun á vegum flokksins.  Þátttaka er val hvers og eins og heldur hvert foreldri utan um söfnun fyrir sinn strák.  Foreldraráðið er aðeins milligönguaðili fyrir þessar fjáraflanir.

Fyrir hverju á að safna?  Það er svo sem val foreldra hvernig þeir vilja ráðstafa peningunum sem safnast. Þáttaka á Norðurálsmótinu mun kosta í kringum 17.000,- , sumir þurfa nýjan keppnisbúning, aðrir nýja skó eða annan búnað.  Einnig verða nokkur smærri mót sem þarf að greiða þátttökugjöd 2.000 - 3.000 krónur pr. mót.  Þið ráðið hvernig þið viljið nýta það sem þið safnið.

Ég vil ítreka að þátttaka í fjáröfluninni er val hvers og eins og verður sá háttur hafður á að foreldrar panta það sem þeir selja, þannig að enginn mun sitja uppi með klósettpappírshaug nema hann kjósi það :)


20.-30. nóvember 2012 - Sala á jólatengdum vörum og klósettpappír - allar upplýsingar koma eftir helgi

15.desember 2012 - Áheitabolti - Strákarnir safna áheitum og spila fótbolta í 2-3 tíma

Janúar 2013 - Dósasöfnun

Mars 2013 - Páskaeggjasala

Apríl 2013 - Áheitabolti

Ef fleiri fjáraflanir detta inn þá munum við auglýsa það.


Kveðja

Foreldraráð


07 nóvember 2012

66°N fatnaður fyrir KR strákana okkar

Sæl öll

Ég vil minna á að síðasta tækifæri til að panta og greiða fyrir 66°N fatnað fyrir strákana okkar er núna á  föstudaginn.

Allar upplýsingar um fötin, stærðir og verð er að finna hér á blogginu

http://kr7flokkur.blogspot.com/2012/10/fatnaur-fra-66norur.html

KR kveðja

Rósa

25 október 2012

Mótið: Liðskipan,tímasetning og fleira. SMÁ BREYTING LIÐSKIPAN!!!

Sæl öll.
Reykjaneshöll Laugardagurinn 27.okt.
Það er komin staðfest tímasetning en samt vil biðja ykkur að fylgjast með hér fram á síðustu stundu.
Mótið fer fram í Reykjaneshöll á gervigrasi. Strákarnir eiga að mæta í sínum eigin búningum en ég verð með eitthvað af búningum með mér ef það vantar. Þótt að þetta sé inni þá getur allveg verið kalt inní svona höllum þannig að það er nauðsynlegt að vera með góð föt á milli leikja.
Skráningu á mótið er lokið!!! 

Það kemur fram í reglunum hjá þeim fyrir mótið að þjálfari, 1 liðstjóri og varamenn eiga að standa við hliðarlínurnar inná vellinum en foreldrar og aðrir áhorfendur við áhorfendabekkina fyrir utan völlinn.

Þeir skipta þessu upp í deildir og mun ég skrifa KR og svo hvað deildin heitir ekki KR-A lið eða eitthvað þannig:

KR Spænska: Lúkas, Eymar, Kristófer, Bergþór, Arnar H , Nikolai, Björn Darri, Sölvi.
Tímasetning: 09:00-11:00 Mæting 08:30  Liðstjóri Álfheiður.

KR Íslenska: Jón Kristján, Ísak, Kári, Örlygur, Óttar, Sólon, Hilmir K,Davíð
Tímasetning: 11:00-13:00 Mæting 10:30 Liðstjóri Ágústa Margrét.

KR Franska: Tómas Arnar, Snorri, Bragi Þór, Símon P, Einar, Patrik, Jóhannes, Axel Orri, Mummi.
Tímasetning: 13:00-15:00 Mæting 12:30 Liðstjóri Ingólfur.

KR Enska: Arnar A, Arnar Þ, Jóhannes Kristinn, Björn Henry, Óli Geir, Árni, Marínó, Gísli.
Tímasetning 13:00-15:00 Mæting 12:30 Liðstjóri Agnar.

Spilaðir eru 5 leikir og er hver leikur 10 mínútur. Ég endurtek að ég vil að þið fylgist með á blogginu fram á síðustu stundu það geta alltaf komið einhverjar breytingar á svona mótum.
Ég mun tala við liðstjórana á morgun (26.)
Minni á greiðslu það þarf að greiða fyrir hádegi á morgun föstudag (sjá færslu fyrir neðan) senda kvittun á Rósu rosa@rosa.is og nafn iðkanda.

Muna bara að leggja frekar fyrr af stað og keyra varlega.

Með KR-kveðju
Valþór Halldórs.
892-1341


24 október 2012

Þátttökugjöld fyrir Keflavíkurmótið næstu helgi

Sæl öll 

Síðasti pósturinn frá mér í bili :)

Eins og kom fram á foreldarfundinum þá ætlar Valþór þjálfari að hafa þann háttinn á að þegar flokkurinn fer á mót eru foreldrar búnir að ganga frá þátttökugjöldum áður en lagt er af stað á mótið og greiðast gjöldin með millifærslu, þetta er svolítið nýtt fyrir eldri árganginn í flokknum en margir verða eflaust fegnir að losna við að fara í hraðbanka á síðustu stundu :)

Þeir sem skráðir eru til þátttöku á Keflavíkurmótið þurfa að ganga frá greiðslu í síðasta lagi á hádegi föstudaginn 26.október.  

Þátttökugjaldið er 1.500 krónur og reikningsnúmerið er 537-14-200273 kt:140476-4719 og setja nafn stráks í skýringu/tilvísun.  Senda svo greiðslukvittun á rosa@rosa.is - þá er svo miklu auðveldara að fara yfir greiðslurnar.

Þeir sem eru skráðir á mótið eru samkvæmt blogginu 

Arnar A, Arnar Þorri, Árni, Axel Orri, Patrik Thor, Einar Björn, Sólon, Kristófer, Snorri Ben., Kári Björn, Tómas Arnar, Lúkas Emil, Jóhannes, Jóhannes Kristinn,Bergþór, Marínó, Björn Henry, Mummi. Óttar Páll, Jón Kristján, Ísak, Örlygur Máni, Gísli, Óli Geir, Eymar, Símon Patrick, Hilmir K,Bragi, Davíð, Nikolai,Sölvi,ArnarH.


Kveðja 

Rósa 

FATNAÐUR FRÁ 66°Norður


Hér er tilboðspakkinn frá 66°norður eins og óskað var eftir á foreldarfundinum.  Allar flíkurnar eru svartar og eru merkingar bróderaðar í flíkurnar bæði merki KR og nafn.  Í boði er að kaupa eftirfarandi flíkur

Rán light jakki (vind- og vatnsheldur renndur jakki)                      verð 7.130,-
Merktur KR og nafni
Rán light buxur (vind- og vantsheldar buxur)                                 verð 5.375,-
Merktar með nafni
Frigg zip neck peysa (Flís peysa eins og á mynd)                           verð 6.315,-
Merkt KR og nafni
Frigg tights buxur (Flís buxur úr sama efni og peysan)                   verð 4.490,-
ATH ómerktar
Húfakolla með uppá broti, kemur í einni stærð                               verð 2.125,-
Merkt KR (ekki 66°norður eins og á myndinni) og nafni
Húfukolla einföld -                                                                         verð 1.745,-
Merkt KR og nafni

Hægt er að skoða flíkurnar á www.66north.is

Til þess að panta þarf að:

  1.   Senda eftirfarandi upplýsingar til Rósu (rosa@rosa.is)
    • Nafn stráks
    • Hvaða flík /flíkur ætla ég að panta
    • Í hvaða stærð á flíkin að vera. Stærðirnar eru: 116 – 128 – 140 – 152 - 164
    • Hvaða nafn á að fara á flíkina
    • Nafn greiðanda 
     2. Greiða inn á reikning 537-14-200273 kt: 140476-4719 fyrir pöntuninni og setja nafn stáks sem tilvísun/skýringu. Senda greiðslukvittun í tölvupósti á rosa@rosa.is 

ATH að pöntun er ekki móttekin fyrr en greiðsla hefur borist.  

     

Fatnaðurinn verður svo afhentur í Frostaskjóli um leið og hann kemur í hús. 

Síðasti dagur til að ganga frá pöntun er 9.nóvember 2012


KR kveðja
\\fs1.66north.local\users$\elisabet\my documents\Ebba fatnaður myndir\KR power st. zip.jpg



Rósa 

Samantekt frá foreldrafundinum


Hér kemur smá samantekt frá foreldrafundunum sem haldnir voru í byrjun mánaðarins.  Yngra og eldra ár funduðu ekki saman en ég skelli í eina fundargerð þar sem öll mál sem rædd eiga erindi við báða árgangana.  

Upplýsingar frá þjálfara
Æfingarnar eru inni í vetur.  Þriðjudagsæfingar eru í stóra salnum og þá er hópnum skipt upp og eru stöðvar settar upp og ýmsar æfingar og spil.  Fimmtudagsæfingarnar eru í litla salnum og þá er fyrst og fremst spilað. 

Mót framundan 
Eldra árið fer á Keflavíkurmótið í októberlok 
Yngra árið fer á Njarðvíkurmótið eftir áramót
Stefnt er að því að fara í heimsókn til félags á höfuðborgarsvæðinu (Stjarnan var nefnd) og spila nokkra leiki 
Bæði árin fara á KFCmótið í vor 
Bæði árin fara á Norðurálsmótið á Akranesi sem haldið er um miðjan júní (föstudagur, laugardagur og sunnudagur) og er það aðalmót flokksins og verður sérstakur fundur þegar nær dregur :)
Bæði árin fara á Arionbankamót í lok sumars 

Ýmis önnur mót voru rædd og kom hugmynd að fara á Króksmótið og ætlar Valþór þjálfari að skoða það mál 

Öll mót eru auglýst á blogginu og fer skráning fram þar í gegnum Commenta kerfið.  Greiða þarf mótsgjöld fyrirfram með millifærslu.  

Rætt var að 7.flokkurinn myndi halda fjáröflunarmót í vor og tóku allir vel í það (bæði yngra og eldra ár) kom upp dagsetningin 9.maí sem er fimmtudagur og Uppstignigardagur, Rósa er að fara hitta íþróttafulltrúa til að m.a. ganga frá þessari dagsetningu í vikunni.  

Áheitabolti verður í desember og spila þá strákarnir við hvorn annan og foreldra líka.  Að leik loknum verða veitingar og myndasýning í Frostaskjóli.  

Hlutverk Liðstjóra
Miklar umræður voru um hlutverk liðstjóra þegar farið er á mót og óskuðu foreldrar eftir því að það yrði alveg ljóst til hvers væri ætlað af foreldrum í þessu hlutverki.  Valþór sagðist fara vel yfir þessi mál og halda sérstakan liðstjóra fund þegar nær drægi að stóru mótunum í sumar.  Hann sagði jafnframt að þessi samvinna foreldra og þjálfara væri mjög mikilvæg þar sem þjálfari gæti ekki verið alltaf með öllum liðum en hann myndi reyna að vera eitthvað með öllum liðum.

Myndasíða
Upp kom hugmynd frá einu foreldrinu um að flokkurinn myndi útbúa myndasíðu (Flickr eða Picasso eða annað sambærilegt) þar sem hægt væri að skella myndum af strákunum á mótum og æfingum.  Það eru margir að taka myndir og gaman að deila með öðrum.  

Vel var tekið í þessa hugmynd og óska ég eftir einhverjum snillingi í þessum efnum sem er tilbúinn til að setja upp þessa síðu fyrir flokkinn og leiðbeiningar til foreldar hvernig maður ber sig að við að setja myndir inn.  Snillingurinn getur haft samband við mig tölvupósti rosa@rosa.is

Búningsklefamál 
Á fundi yngra árs lýstu foreldrar áhyggjum sínum yfir því að strákarnir væru einir í búningsklefanum.  Það væri enginn til að aðstoða þá og fylgjast með samskiptum þeirra, hvorki starfsmenn KR né starfsmenn lengdu viðverunnar sem fylgja þeim á æfingar.    Valþór er meðvitaður um stöðuna og ætlar að tala við Stefán íþróttafulltrúa til að fá bót á þessu máli.  

Foreldrráð 
Finna þurfti foreldra í foreldrráð beggja árganga. Lagt var til að einnig yrði sett á laggirnar fjáröflunarnefnd en fáir gáfu færi á sér í þá nefnd!!!  Sett var saman í foreldraráð og lögð var áhersla á mikilvægi þátttöku allra foreldra í þeim verkefnum sem framundan eru hjá flokknum.   

Foreldraráð yngra árs 

Magnús Gunnar - magnush@vis.is
Pétur - peturh@n1.is
Styrmir - styrmiro@gmail.com 


Foreldraráð eldra árs

Rósa - rosa@rosa.is
Ingólfur - ingolfur@iav.is
Alfa - alfa@this.is 


Fatamál
Miklar umræður voru um fatamál.  Á eldra ári var rætt um að skoða hvort hægt væri að kaupa góða KR galla eða peysur.  Nú væri meistaraflokkurinn með samning við Nike og nýjir gallar væru komnir.  Ingólfur tók að sér að skoða þessi fatamál og verður það sent út á póstlistann þegar upplýsingar berast.  

Yngra árið óskaði eftir að fá tilboð frá 66°norður um flíspeysur, flísbuxur, húfur og hlífðarföt, en venja hefur verið að panta þessar flíkur inn fyrir Norðurálsmótið að vori.  Benti eitt foreldrið réttilega á að gott væri að eiga þessar hluti fyrir veturinn.  Rósa tók að sér að fá tilboðið og er það komið í hús og verður sent á póstlistann á morgunn.  



Póstlistinn
Póstlistinn er ótrúlega mikilvægt tæki til að koma upplýsingum til foreldra og best að hafa a.m.k. einn tengilið fyrir hvert barn á honum.  Ég fékk upplýsingar hjá Mörthu í KR um nýja iðkendur á eldra ári og þá sem skráðir voru á yngra ár.  

EF þú átt strák í 7.flokki og fékkst ekki þennan póst sendan til þín og vilt skrá þig á póstlistann sendu mér þá línu rosa@rosa.is og segðu mér á hvaða ári strákurin þinn er og ég bæti þér á listann.


Annars voru báðir fundirnir frekar fámennir en ég hvet ykkur til að hafa samband ef þið hafið einhverjar spurningar.  Einnig er hægt að senda Valþóri þjálfara línu á vallihh@hotmail.com.  Mikilvægt er að fylgjast vel með á blogginu http://kr7flokkur.blogspot.com/ og láta heyra í sér ef eitthvað er

Ég hlakka til samstarfsins í vetur 

KR kveðja

Rósa 

10 október 2012

Mót í Keflavík 27.okt fyrir 2005 árgang!

Sæl

Eins og kom fram á fundinum hjá okkur í gær (9.okt) þá er mót fyrir eldra árið (2005) í Keflavík 27.okt.
Dagskráin fyrir mótið er ekki kominn en um leið og hún kemur mun ég setja hana inn.Hún mun koma miðviku/fimmtudag.
Ef ykkur vantar einhverjar upplýsingar þá er bara um að gera að bjalla í mig s:8921341.

Þeir sem eru skráðir eru: Arnar A, Arnar Þorri, Árni, Axel Orri, Patrik Thor, Einar Björn, Sólon, Kristófer, Snorri Ben., Kári Björn, Tómas Arnar, Lúkas Emil, Jóhannes, Jóhannes Kristinn,Bergþór, Marínó, Björn Henry, Mummi. Óttar Páll, Jón Kristján, Ísak, Örlygur Máni, Gísli, Óli Geir, Eymar, Símon Patrick, Hilmir K, Kacper,Bragi, Davíð.


Með kveðju

Valþór Halldórs.



03 október 2012

Foreldrafundur þriðjudaginn 9.okt.

Sæl

Það verður foreldrafundur hjá okkur þriðjudaginn 9.okt og hef ég ákveðið að tvískipta honum þannig að:

2005 árg. þá er fundurinn kl.20:00-20:55
2006 árg. þá er fundurinn kl.21:00-21:55

Við munum fara lauslega yfir þessi helstu verkefni hjá okkur í vetur og næsta sumar og ýmis önnur málefni. Einnig ef það er eitthvað sem þið viljið koma á framfæri.
Hlakka til að sjá ykkur.

Með kveðju
Valþór Halldórs.

12 september 2012

Landsleikur Ísland vs N-Írland KVK

Heil og sæl
Næsta laugardag (15.) verður landsleikur hjá A-landsliði kvenna á móti N-Írlandi og hefur ksí ákveðið að bjóða iðkendum yngri en 16 ára frítt á völlinn. Þeir sem hafa áhuga á að fara á leikinn eru vinsamlegast beðnir um skrifa í COMMENT ef svo er fyrir kl 13:00 á fimmtudaginn 13.sept.
Ég talaði við þá hjá ksí og þeir sögðu að það væri í raun og veru þannig að strákarnir þyrftu ekki miða þannig að foreldri gæti farið með á leikinn á þeim miða sem strákurinn fær.
Svo verður hægt að nálgast miðana í afgreiðslu íþróttahús kr á föstudaginn.

Með kveðju
Valþór Halldórs.

03 september 2012

Fyrstu æfingar

Sæl
Þá byrjar ballið á morgun 4.sept. Eins og sagði um daginn þá byrjum við allavega fyrstu vikuna inni þá aðallega til sjá hvernig skipulagið verður á gervigrasinu en við ætlum að reyna að troða okkur eitthvað á það í vetur. Þannig að strákarnir koma þá bara með föt og skó fyrir INNANhúsbolta núna og svo læt ég vita hér á blogginu hvenær og ef við komumst út þannig að þið þurfið að vera dugleg að fylgjast með hér.
Sjáumst á morgun allir hressir og tilbúnir :)

Þriðjudagar:
15:30-16:20  2006  A-salur
16:20-17:10  2005  A-salur
Fimmtudagar:
15:30-16:20  2006 B-salur
16:20-17-10  2005 B-salur

Með kveðju
Valþór Halldórs.
(vallihh@hotmail.com)

30 ágúst 2012

Rútuferðir á æfingar frá frístundaheimilum.

Rútuferðir frá frístundaheimilum
KR býður foreldrum barna sem hefja æfingar kl. 15:30 og 16:20 upp á að sækja börnin í frístundaheimilin Selið og Skýjaborgir.  Börnin fá aðstöðu í félagsheimili KR milli æfinga og fram til 17 og eru þar undir eftirliti frístundaleiðbeinenda frístundaheimila Frostaskjóls, að því gefnu að minnst 12 börn fari með hverri rútu.  Boðið verður upp á ferðir á þriðjudögum og fimmtudögum til að byrja með . Farið verður frá Vesturbæjarskóla kl. 15:05 og Melaskóla kl. 15:15.  Börnunum er ekki ekið tilbaka í frístundaheimilin að æfingu lokinni og  því þurfa foreldrar að sækja þau í  KR heimili fyrir kl. 17.00.  Rútuferðirnar eru einungis í boði fyrir börn í 1. og 2. bekk og dvöl í félagsheimilinu er eingöngu í boði fyrir þau börn sem skráð eru í frístundaheimili þessa daga.  Ef þið viljið nýta þessa þjónustu vinsamlegast sendið tölvupóst á stefan@kr.is og skyjaborgir@itr.is eða selid@itr.is eftir því sem við á og tiltakið nafn barnsins, kennitölu og skóla.  Börn verða ekki send úr frístundaheimilum nema foreldrar hafi látið vita að þau eigi að nýta þessa þjónustu.  Akstur hefst þriðjudaginn 04.09.

29 ágúst 2012

Upphaf tímabils.

Sæl verið þið.
Fyrsta æfing hjá okkur verður þriðjudaginn 4.september og munum við byrja allavega fyrstu vikuna á inniæfingum svo munum við skoða hvernig þetta verður hjá okkur en ég vona að við munum geta æft mikið úti í vetur. Æfingatímarnir eru þessir:

Þriðjudagar A-Salur: 15:30-16:20 Yngra ár (2006)
                                 16:20-17:10 Eldra ár (2005)
Fimmtudagar B-Salur 15:30-16:20 Yngra ár
                                  16:20-17:10 Eldra ár

Ég mun skrifa aðra færslu fyrir fyrstu æfingu svo þið verðið bara dugleg að fylgjast með hér á blogginu.
Ef það eru einhverjar spurningar þá er bara um að gera að bjalla í mig. S:8921341

Með kveðju
Valþór Halldórs.

28 ágúst 2012

Hér opnar upplýsingavetvangur fyrir 7.flokk KR í knattspyrnu.  Hingað munu þjálfarar setja ýmsar upplýsingar sem tengjast starfinu og eru foreldrar hvattir til að kíkja reglulega inn á síðuna.