29 nóvember 2012

Heimsókn í Garðabæ 5.Des. Þó úti sé veður vont....

Sæl
Þó að veðrið sé eitthvað stríða okkur þá látum við það ekki á okkur fá heldur höldum okkar striki og mætum með góða skapið í Garðabæinn!!!
Miðvikudaginn 5.Des förum við og heimsækjum Stjörnuna í Garðabæ og ætlum að spila nokkra leiki við þá. Spilað verður ÚTI á gervigrasinu hjá þeim!!!
Strákarnir mæta í eigin KR-búningum en ef einhverjum vantar verð ég með búninga með mér. 
Eins og þið sjáið þá er þetta úti þannig að þarf að vera vel klæddur. Þetta er á gervigrasinu fyrir aftan íþróttahúsið hjá þeim. Skipt verður í lið þegar strákarnir mæta og verður spilað eins mikið og hægt er í þennan klukkutíma sem við höfum. Við ætlum bara að hafa gaman og skemmta okkur saman í klukkutíma.
Þetta skiptist svona:

2005  Spilar 16:00-17:00 Mæta helst ekki seinna en 15:50 ef hægt er :)
Skráðir:  Örlygur, Arnar Agnars., Jóhannes ó, Árni, Sólon, Axel Orri, Snorri, Jón Kristján, Ísak, Patrekur,Tómas, Björn Henry, Marínó, Gísli, Arnar Þorri, Davíð Funi, Ágúst, Bergþór Leví, Óli Geir, Jóhannes Kr, Kristófer, Francis, Jón Bersi, Hilmir K, Kári Björn,Mummi.
2006 Spilar 17:00-18:00 Mæta helst ekki seinna en 16:50 ef hægt er :)
Skráðir: Hilmir P, Oliver Nói, Sölvi, Jón Ivar, Teitur Leó, Sig.Haukur, Þorkell, Hrafn Ingi, Viktor Orri, Björn Darri, Kári Ben, Konráð, Hannes P, Lars, Eyþór Ari, Jón Breki, Trostan, Hlynur, Fjölnir, Mikael Snorri, Kári E, Gunnar Magnús, Jóhann Jökull, Arnar Kári, Óðinn B, Dagur B, Óskar, Aron B, Snorri G, Níels.

Ég mun biðja einhverja foreldra um aðstoð uppfrá. Gríp einhverja glóðvolga á staðnum :)



Með KR-kveðju
Valþór Halldórs.
8921341

23 nóvember 2012

Fyrsti í FJÁRÖFLUN

Nú störtum við fyrstu fjáröfluninni í flokknum þennan veturinn. 


Búið er að setja saman sölupakka frá Söfnun sem samanstendur af jólatengdum vörum og pappír.

Fyrir þá sem ætla að taka þátt í þessari fjáröflun þá er ferlið svona


  • 23. nóvember - 2.desember - Sölutímabil
  • 2.desember - Skila inn pöntunarblaði á netfangið fotbolti2005@gmail.com
  • 2.desember - Leggja inn á reikning upphæðina fyrir kostnaði á vörunum sem pantaðar eru. Reikningsnúmerið er 537-14-200273 kt:140476-4719 og muna senda kvittun á fotbolti2005@gmail.com
  • 5-7 desember - vörurnar afhentar í Frosaskjóli



Einfalt og þægilegt - Ekki satt :)

Hér er sölublað um varninginn og hvað hann kostar til ykkar styrktaraðila






Hér er svo pöntunarblað fyrir ykkur sem þið fyllið út sjálf og sjáið hver kostnaðurinn er og hver hagnaðurinn er.

kemur seinna í dag - verð að mæta í vinnu

Kveðja

Rósa























16 nóvember 2012

Nokkrar mikilvægar dagsetningar

Nokkrar dagsetningar og viðburðir sem gott er að hafa hjá sér

Fótbolti 


15. desember 2012 - Áheitabolti í Frostaskjóli - milli 15 - 19 og jafnframt síðasta æfing fyrir jól.  Eftir áheitaboltann verða veitingar og myndasýning í félagsheimilinu.  Og já aðsjálfsögðu taka foreldrar þátt bæði í fótboltanum og á hliðarlínunni.

9. maí 2013 - KR-mót í Frostaskjóli

21-23. júní 2013 - Norðurálsmót á Akranesi

Einhvern miðvikudag á næstu vikum verður farið í heimsókn til Stjörnunnar - Nánari upplýsingar síðar



Fleiri dagsetningar verða settar inn um leið og þær berast



Fjáöflun


Í vetur verður strákunum og foreldrum boðið að taka þátt í fjáröflun á vegum flokksins.  Þátttaka er val hvers og eins og heldur hvert foreldri utan um söfnun fyrir sinn strák.  Foreldraráðið er aðeins milligönguaðili fyrir þessar fjáraflanir.

Fyrir hverju á að safna?  Það er svo sem val foreldra hvernig þeir vilja ráðstafa peningunum sem safnast. Þáttaka á Norðurálsmótinu mun kosta í kringum 17.000,- , sumir þurfa nýjan keppnisbúning, aðrir nýja skó eða annan búnað.  Einnig verða nokkur smærri mót sem þarf að greiða þátttökugjöd 2.000 - 3.000 krónur pr. mót.  Þið ráðið hvernig þið viljið nýta það sem þið safnið.

Ég vil ítreka að þátttaka í fjáröfluninni er val hvers og eins og verður sá háttur hafður á að foreldrar panta það sem þeir selja, þannig að enginn mun sitja uppi með klósettpappírshaug nema hann kjósi það :)


20.-30. nóvember 2012 - Sala á jólatengdum vörum og klósettpappír - allar upplýsingar koma eftir helgi

15.desember 2012 - Áheitabolti - Strákarnir safna áheitum og spila fótbolta í 2-3 tíma

Janúar 2013 - Dósasöfnun

Mars 2013 - Páskaeggjasala

Apríl 2013 - Áheitabolti

Ef fleiri fjáraflanir detta inn þá munum við auglýsa það.


Kveðja

Foreldraráð


07 nóvember 2012

66°N fatnaður fyrir KR strákana okkar

Sæl öll

Ég vil minna á að síðasta tækifæri til að panta og greiða fyrir 66°N fatnað fyrir strákana okkar er núna á  föstudaginn.

Allar upplýsingar um fötin, stærðir og verð er að finna hér á blogginu

http://kr7flokkur.blogspot.com/2012/10/fatnaur-fra-66norur.html

KR kveðja

Rósa