19 september 2013

Nýtt tímabil hafið.

Kæru leikmenn og foreldrar.

Nú er nýtt tímabil farið af stað hjá okkur í 7.flokki og æfingarnar hafa gengið mjög vel hingað til.
Ég Atli Jónasson er nýr þjálfari flokksins og langar mig að kynna mig örlítið og setja inn nokkrar upplýsingar fyrir tímabilið.

Ég er 25ára og hef þjálfað í mörg ár hjá KR og spilað með öllum flokkum félagsins.Nú síðastliðið tímabil þjálfaði ég 5.flokk auk þess að aðstoða bæði hjá 3.og 2.flokki.Í vetur munum við hafa 3 aðstoðarmenn  í þeim Guðmundi,Snorra og Sindra.

Eins og áður hefur komið fram þá æfum við sem hér segir í vetur
Yngra ár fæddir 2007:Þriðjudagar 15:30-16:20 í a sal og Fimmtudagar 15:30-16:20 í b sal
Eldra ár fæddir 2006:Þriðjudagar 16:20-17:10 í a sal og Fimmtudagar 16:20-17:10 í b sal.

Það hefur verið eitthvað vesen á Melaskóla rútunni sem kemur með yngra árið þeir hafa verið að koma heldur seint en það er verið að athuga það.

Í Október stefnum við á að vera með fyrsta foreldrafundinn þar sem farið verður yfir verkefni flokksins og reynt að setja saman foreldraráð(ef einhverjir eru áhugasamir má endilega senda mér póst)

Við stefnum svo á að fá einhver lið til að spila við okkur æfingaleiki þegar við erum komin aðeins betur inní hlutina.

Hér eru svo upplýsingar um mig endilega hafið samband ef þið hafið einhverjar spurningar

sími:659-1794
mail:atlijo88@gmail.com

KR kveðjur Atli Jónasson

02 september 2013

Æfingatímar í vetur

Sæl öll hér eru æfingatímarnir hjá okkur í vetur:

Þriðjudagar og fimmtudagar:

2007 árg. 15:30-16:20
2006 árg. 16:20-17:10

A-salur á þriðjudögum og B-salur á fimmtudögum.

Kveðja
Þjálfarar