18 mars 2013

Það sem er framundan m.a foreldrafundur,heimsókn og næstu mót

Hæhæ

Það eru nokkur atriði sem ég þarf að koma á framfæri og bið ég ykkur að fara vel yfir þau öll:

1. Foreldrafundur vegna Norðurálmóts verður haldin mánudaginn 25.mars kl 20:30. Mikilvægt er að sem flestir mæti á þann fund þar sem farið verður aðeins yfir skipulag í kringum mótið og það sem þarf að hafa í huga fyrir það.

2. Heimsókn 24.mars. Við fáum Fram í heimsókn sunnudaginn 24.mars á gervigrasið hjá okkur. Árg 2006 mætir 10:50 og spilar til c.a 12:00. Árg. 2005 mætir 11:50 og spilar til c.a 13:00. Ætla ég biðja ykkur að skrifa í ummæli nafn stráks ef þið mætið.

3. Mótin sem eru svo framundan eftir páska eru Stjörnumót 14.apríl og KFC-Mót Víkings 4-5 maí.

4.Páskafrí: Frí verður æfingum hjá okkur þriðjudaginn 26.mars og fimmtudaginn 28.mars. Við byrjum svo aftur þriðjudaginn 2.apríl á hefðbundnum æfingatíma.

Það mun örugglega eitthvað bætast við þessa færslu svo það er um að gera að fylgjast alltaf vel með á blogginu.

Með KR-kveðju
Valþór Halldórs.


15 mars 2013

PáskaFjáröflun

Sæl Öll í 7.flokki


Fyrir þá sem vilja þá stendur til boða að fara í smá fjáröflun fyrir páskana. 

Í boði er að selja páskaegg og Gula túlipana - en einnig klósettpappír og eldhúsbréf.  

Hér í póstinum er auglýsing um vörurnar sem eru til sölu.  

Svo er í póstinum excel skjal sem er pöntunarblaðið ykkar og þar kemur fram kostnaðarverð og söluverð og þið fyllið út eftir ykkar pöntun.  

Ef þið hafið ekki fengið tölvupóst með þessum upplýsingum EN viljið taka þátt sendið mér endilega línu rosa@rosa.is og ég sendi ykkur allt sem þið þurfið fyrir fjálöflunina 


Mikilvægar dagsetningar 

15.mars til 22.mars - Sölutímabil á páskavörum 

22.mars fyrir klukkan 17:00 - Skila inn pöntunarblöðunum í tölvupósti - rosa@rosa.is - merkt stráknum ykkar 
22.mars - Greiða bara KOSTNAÐARVERÐ inn á reikning 537-14-200273 kt 1404764719 og senda staðfestingu á rosa@rosa.is og muna að merkja millifærsluna stráknum ykkar 
26.mars - Vörurnar afhentar út í Frostaskjóli milli 16:00 og 17:20  ATHUGIÐ að vörurnar verða bara afhentar þennan dag.  


Enn og aftur til að minna á að það er val hvers og eins að taka þátt í þeirri fjáröflun sem er í boði.  Hver og einn heldur utan um það sem þeirra drengur safnar.  Hver og einn ráðstafar söfnunarpeningunum eins og þeim hentar 

Kveðja 

Rósa og allir hinir líka í foreldrafélaginu :)