24 júní 2013

Sæl Öll 

Takk kærlega fyrir  helgina - ég gat ekki betur séð en að strákarnir okkar væru frekar ánægðir og svolítið sólbrúnir og mikið þreyttir í eftir verðlaunaafhendinguna í  íþróttahöllinni á Sunnudaginn. 

Það eru nokkrir hlutir sem mig langar að nefna við ykkur

Óskilamunir eftir mótið.  

Ég verið að fá nokkrar fyrirspurnir vegna óskilamuna.  Ég hef bent fólki að hafa samband við mótshaldara beint á norduralsmot@kfia.is og spyrjast fyrir um þar.  


Óskilamunir í KR 

Ég fór í KR í morgun og það er fullt af óskiladóti þar eftir fótboltanámskeiðið og sá ég t.d. flíkur merktar MUMMI og AXEL ORRI - ég hvet ykkur til að fara og kíkja í dallinnn í anndyri KR 


Uppgjör eftir mótið 

Mér sýnist fjótt á litið að nokkur peningur standi eftir á reikningnum okkar eftir mótið.  Í dag er staðan á reikningnum okkar rúmlega 50.000 krónur í plús.  Ástæðan er fyrst og fremst sú að hópurinn fékk margar mjög veglegar gjafir fyrir mótð og er þá helst að nefna - Súkkulaðikökuna frá Matbæ, Fullt af brauði frá Myllunni, Marga kassa af ávöxtum frá Búri og Ávaxtasafa og Weetos frá Ölgerðinni.  Þúsund þakkir til þeirra sem græjuðu þetta fyrir hópinn.  


Nestisbúnaður og Fánar 

Nestispokum og nestisboxum ásamt Fánun (það sem eftir er af þeim )  á að skila í afgreiðsluna í KR heimilinu en þar er poki merktur flokknum.  Ef einhvejrir matar- eða drykkjarafgangar voru hjá liðunum þá vil ég EKKI fá það til baka :) 


Ekki meira í bili 

En bara takk fyrir frábært mót og góðan félagsskap 

Njótið sumarsins 


Kveðja 

Rósa 

1 ummæli:

  1. Takk Rósa og aðrir foreldrar sem unnu að þessu öllu fyrir strákana. Kv. Baldur & Svanhildur

    SvaraEyða