12 september 2012

Landsleikur Ísland vs N-Írland KVK

Heil og sæl
Næsta laugardag (15.) verður landsleikur hjá A-landsliði kvenna á móti N-Írlandi og hefur ksí ákveðið að bjóða iðkendum yngri en 16 ára frítt á völlinn. Þeir sem hafa áhuga á að fara á leikinn eru vinsamlegast beðnir um skrifa í COMMENT ef svo er fyrir kl 13:00 á fimmtudaginn 13.sept.
Ég talaði við þá hjá ksí og þeir sögðu að það væri í raun og veru þannig að strákarnir þyrftu ekki miða þannig að foreldri gæti farið með á leikinn á þeim miða sem strákurinn fær.
Svo verður hægt að nálgast miðana í afgreiðslu íþróttahús kr á föstudaginn.

Með kveðju
Valþór Halldórs.

03 september 2012

Fyrstu æfingar

Sæl
Þá byrjar ballið á morgun 4.sept. Eins og sagði um daginn þá byrjum við allavega fyrstu vikuna inni þá aðallega til sjá hvernig skipulagið verður á gervigrasinu en við ætlum að reyna að troða okkur eitthvað á það í vetur. Þannig að strákarnir koma þá bara með föt og skó fyrir INNANhúsbolta núna og svo læt ég vita hér á blogginu hvenær og ef við komumst út þannig að þið þurfið að vera dugleg að fylgjast með hér.
Sjáumst á morgun allir hressir og tilbúnir :)

Þriðjudagar:
15:30-16:20  2006  A-salur
16:20-17:10  2005  A-salur
Fimmtudagar:
15:30-16:20  2006 B-salur
16:20-17-10  2005 B-salur

Með kveðju
Valþór Halldórs.
(vallihh@hotmail.com)