26 ágúst 2013

Æfingar þessa vikuna 26-29. ATH aðeins æfing þriðjudag!!!

Hæ hæ

Það verða æfing í þessari viku á þriðjudaginn. Fimmtudagsæfingin fellur niður vegna leiks KR-Vals í mfl . karla!
Yngra árið 15:30-16:20
Eldra 16:20-17:10
Æfingin verður á gervigrasinu.

Þetta er síðasta vikan sem þessi hópur skipar 7.flokk því eftir þessa viku fara fram flokkaskipti.
Eldra árið færist þá upp í 6.flokk og yngra árið verður það eldra :)
Skoðið vel inná kr.is hvenær æfingar eru hjá 6.flokki.
Æfingatímar 7.flokks verða þeir sömu:
Þriðjudaga og fimmtudaga
2007 árg. 15:30-16:20
2006árg. 16:20-17:10
Æfingarnar eru innanhús.

Í þessari viku er ekki byrjað samstarf kr og frístundaheimilana því er rútuakstur ekki byrjaður en èg ákvað samt að bjóða upp á æfingu fyrir þá sem komast.

Mbkv.
Valþór

21 ágúst 2013

Uppskeruhátíð 7.flokks á sunnudaginn

heil og sæl

Uppskeruhátíð 7.flokks KR í fótbolta verður núna á sunnudaginn, 25.ágúst.

Hátíðin verður á gervigrasinu í Frostaskjóli og hefst kl 16:30.  Allir strákar sem hafa verið að æfa í vetur eru velkomnir og auðvitað fjölskyldur þeirra líka.

Dagskráin er miðuð að fótboltasnillingunum okkar.

Sett verða saman lið og fóltbolti spilaður

Skorað verður á foreldra í fótbolta (svo foreldrar verða að mæta klæddir fyrir slíka áskorun)

Klassísk vítaspyrunukeppni

Krítar, sápukúlur, sipp og kubb fyrir þá sem vilja

Steini yfirgrillari verður á staðnum og grillaðar verða pylsur sem verða í boði.

Uppskeruhátíðinni lýkur (klukkan 17:45) á þeim skemmtilega sið að strákarnir okkar langa inn á KR-völlinn fyrir leik KR og FH  og verða þeir hylltir af áhorfendum leiksins og vakin verður athygli á flottum KR strákum sem hafa staðið sig vel á æfingum í allan vetur og sumar og svo sannarlega staðið sig vel á þeim mótum sem þeir hafa sótt á árinu.

Hér þurfa allir strákar að vera klæddir í KR fatnað


Við munum nýta tækifærið og þakka Valþóri sérstaklega fyrir samstarfið á þessu fótboltaári og stendur til að bjóða nýjum þjálfurum 7.flokks til okkar sem og þjálfurum 6.flokks.

Til allt gangi nú vel fyrir sig þá leitum við til foreldra um að hjálpa til við, pylsur, frágang og almenna þátttöku á hátíðinni.  ALLT er velþegið - Svo ef þið eigið eitthvað skemmtilegt sumardót sem gæti hentað á hátiðina endilega að kippa því með.

Frekari upplýsingar verða settar á bloggið - svo fylgjast með :)

Til að við vitum ca fjöldan sem kemur þá biðjum við um að skrá strákana hér að neðan


Hlökkum til að sjá ykkur sem flest á sunnudaginn.  -


KR Kveðja



18 ágúst 2013

Æfingar 19-22. Ágúst - KR-FH 25.Ágúst

Sæl öll

Æfingar þessa vikuna verða:

2006 árg. 15:30-16:20
2005 árg. 16:20-17:10

Æfingarnar verða dagana mán-þri-mið og fimmtudag í þessari viku.
Ég mun koma með upplýsingar í þessari viku (væntanlega) hvenær æfingar verða í vetur og hvenær skiptingin um flokk fer fram.
Æfingarnar verða á gervigrasi.

Eins og var búinn að skrifa áður hér á síðunni þá ætlum við að labba inná fyrir leik KR-FH.
Þetta er alltaf gert einu sinni ári í tengslum við Norðurálsmótið en tek það fram að þeir sem náðu ekki að taka þátt á því móti eiga að sjálfsögðu að mæta líka!!!
Við ætlum að reyna að gera eitthvað skemmtilegt fyrir leikinn. Leikurinn sjálfur byrjar kl 18:00 og myndum við kannski vera klukkutíma rúmlega að skemmta okkur fyrir leik en þetta verður allt auglýst síðar í vikunni þegar við erum búinn að setja dagskrána alveg upp :)

Með kveðju
Valþór H.H

10 ágúst 2013

Arion-bankamót GREIÐSLA!!! ENDANLEG LIÐ!!!

Sæl öll

Nú er komið að síðasta mótinu okkar þetta sumarið og er það Arion bankamót víkings.
Það er haldið næstu helgi 17-18 ágúst hjá Víkingum í fossvoginum. Hver strákur mæti bara annan daginn og er c.a 3 klukkutíma á staðnum í einu. Þáttökugjald er 2000kr og er innifalið í því m.a verðlaunapeningur, máltíð og glaðningur frá Disney. Spilað er í 5 manna bolta. Strákarnir mæta í sínum búningum en ef einhverjum vantar þá verð ég með nokkra með mér.
Greiðsluupplýsingar:  537-14-200273 kt:140476-4719 (Rósa) Senda kvittun á rosa@rosa.is með nafni stráks sem skýringu, ekki klikka á því :)
Greiða þarf fyrir 12:00 á föstudaginn.

Einhverjir eiga eftir að klára að greiða og vil ég biðja þá vinsamlegast um að klára það :)


Allir leikir okkar leikir eru á LAUGARDAGINN!!!
Fara vel yfir mætingu og liðsskipan.

KR1: Árni, Björn H, Óli Geir, Jói Kr, Patrik, Lúkas Marinó( Mæting 08:45. Spilað 09:00-11:12)
KR2: Arnar Ag, Arnar Þ, Gísli, Tómas A, Einar, Óttar. ( Mæting 14:05. Spilað 14:20-16:32)
KR3: Kacper, Sólon, Jóhannes Ó, Snorri Ben, Kári Bj, Bergþór, Hilmir K.( Mæting 11:15. Spilað 11:30-13:42)
KR4: Ísak, Jón Kr, Ísleifur, Kristófer, Francis, Sölvi S. (Mæting 14:20. Spilað 14:35-16:47)
KR5: Arnar K, Hilmir P, Viktor, Jón Ívar, Gunnar M, Óliver, Níels, Hrafn I. (Mæting 14:20. Spilað 14:35-16:47)
KR6: Björn Darri, Konráð,Lars, Tristan, Hannes, Jón Breki,Eyþór Ari, Ottó. (Mæting 09:00. Spilað 09:15-11:27)
KR7: Trostan, Sölvi, Tryggvi, Þorkell, Sig.Haukur, Óskar,Snorri G. Jóhann Jökull. (Mæting 09:00. Spilað 09:15-11:27)
Halda áfram að fylgjast með getur alltaf eitthvað breyst :)

Fyrstu leikir liðanna:
KR1 kl 09:00 völlur Amma önd
KR2 kl 14:20 völlur Ripp, Rapp og Rupp
KR3 kl 11:30 völlur Bjargfastur
KR4 kl 14:35 völlur Ripp, Rapp og Rupp
KR5 kl 14:35 völlur Bjarnabófar
KR6 kl 09:15 völlur Ripp, Rapp og Rupp
KR7 kl 09:15 völlur Maddama Mimm

Mikilvægt að um leið að þið komið að finna vellina sem fyrsti leikur er á. Mætingatími miðast við að vera mættur út á völlinn 15 mín fyrir fyrsta leik.


Æfingatímar í næstu viku (19-22) breytast í 2006 árg 15:30-16:20 og 2005 16:20-17:10

ATH Takið sunnudaginn 25.ágúst frá því þá munu strákarnir labba inn á völlinn fyrir leik KR-FH og munum við hafa eitthvað skemmtilegt í gangi fyrir leik frá c.a 16:00. Nánar auglýst síðar!!!

Með kveðju
Valþór

05 ágúst 2013

Fyrsta æfing eftir frí.

Sæl öll

Jæja nú byrjum við ballið aftur eftir frí.
Fyrsta æfing 6.ágúst 2006 árg. 12:30-13:30
2005 árg. 13:30-14:30

Höldum þessum tíma þessa vikuna skoðum það svo en èg kem með meiri upplýsingar inn í vikunni.

Með kveðju
Valþór