30 ágúst 2012

Rútuferðir á æfingar frá frístundaheimilum.

Rútuferðir frá frístundaheimilum
KR býður foreldrum barna sem hefja æfingar kl. 15:30 og 16:20 upp á að sækja börnin í frístundaheimilin Selið og Skýjaborgir.  Börnin fá aðstöðu í félagsheimili KR milli æfinga og fram til 17 og eru þar undir eftirliti frístundaleiðbeinenda frístundaheimila Frostaskjóls, að því gefnu að minnst 12 börn fari með hverri rútu.  Boðið verður upp á ferðir á þriðjudögum og fimmtudögum til að byrja með . Farið verður frá Vesturbæjarskóla kl. 15:05 og Melaskóla kl. 15:15.  Börnunum er ekki ekið tilbaka í frístundaheimilin að æfingu lokinni og  því þurfa foreldrar að sækja þau í  KR heimili fyrir kl. 17.00.  Rútuferðirnar eru einungis í boði fyrir börn í 1. og 2. bekk og dvöl í félagsheimilinu er eingöngu í boði fyrir þau börn sem skráð eru í frístundaheimili þessa daga.  Ef þið viljið nýta þessa þjónustu vinsamlegast sendið tölvupóst á stefan@kr.is og skyjaborgir@itr.is eða selid@itr.is eftir því sem við á og tiltakið nafn barnsins, kennitölu og skóla.  Börn verða ekki send úr frístundaheimilum nema foreldrar hafi látið vita að þau eigi að nýta þessa þjónustu.  Akstur hefst þriðjudaginn 04.09.

29 ágúst 2012

Upphaf tímabils.

Sæl verið þið.
Fyrsta æfing hjá okkur verður þriðjudaginn 4.september og munum við byrja allavega fyrstu vikuna á inniæfingum svo munum við skoða hvernig þetta verður hjá okkur en ég vona að við munum geta æft mikið úti í vetur. Æfingatímarnir eru þessir:

Þriðjudagar A-Salur: 15:30-16:20 Yngra ár (2006)
                                 16:20-17:10 Eldra ár (2005)
Fimmtudagar B-Salur 15:30-16:20 Yngra ár
                                  16:20-17:10 Eldra ár

Ég mun skrifa aðra færslu fyrir fyrstu æfingu svo þið verðið bara dugleg að fylgjast með hér á blogginu.
Ef það eru einhverjar spurningar þá er bara um að gera að bjalla í mig. S:8921341

Með kveðju
Valþór Halldórs.

28 ágúst 2012

Hér opnar upplýsingavetvangur fyrir 7.flokk KR í knattspyrnu.  Hingað munu þjálfarar setja ýmsar upplýsingar sem tengjast starfinu og eru foreldrar hvattir til að kíkja reglulega inn á síðuna.