23 mars 2014

Foreldrafundur athugið breyttur tími

Kæru leikmenn og foreldrar.

Eins og ég hef áður nefnt átti að vera foreldrafundur vegna Norðurálsmót þriðjudaginn 25.mars en sökum forfalla höfum við ákveðið að færa hann um einn dag til miðvikudagsins 26.mars.

Semsagt foreldrafundur verður haldinn í félagsheimili KR miðvikudaginn 26.mars klukkan 20:00.



Með KR kveðju: Atli Jónasson
s:6591794

11 mars 2014

Þriðjudagsæfingar úti

Kæru leikmenn og foreldrar.

Frá og með  18.mars verða þriðjudagsæfingarnar úti þ.e.a.s úti á gervigrasvelli KR.Fimmtudagsæfingarnar verða þó áfram inni í bili.
Æfingarnar verða á sama tíma þannig að yngra árið æfir frá 15:30-16:20  og eldra árið frá 16:20-17:10
það verða áfram klefar fyrir strákana til að skipta um föt en ég mæli eindregið með að menn mæti í skólann á þriðjudögum í æfingarfötunum.Við þetta gætu æfingarnar okkar breyst örlítið þar sem við höfum verið að spila mikið á þriðjudögum en munum núna reyna að blanda spili og tækniæfingum inná báða dagana.


KR kveðja
Atli Jónasson
s:6591794

06 mars 2014


Sæl öll,

 

Nú er komið að næstu fjáröflun fyrir strákana.

 

Í þetta sinn verðum við með sölu á klósett- og eldhúspappír frá Papco ásamt flatkökum frá HP í Hveragerði.

 

 
Kaupverð
(þið borgið)
Söluverð
(þið seljið)
Eldhúsrúllur, hvítar.  15 rúllur – hálfskorin blöð (24m)
2.100 kr.
3.500 kr.
WC pappír, hvítur.  48 rúllur (24m)
1.900 kr.
3.300 kr.
Lúxus WC pappír, 3ja laga 36 rúllur (26m)
2.800 kr.
4.000 kr.
Flatkökur, 10 heilir hringir
525 kr.
1.000 kr.

 

 

Ég bið ykkur að leggja inn pantanir með því að senda tölvupóst á styrmiro@gmail.com með eftirfarandi upplýsingum.

 

1. Nafn stráks

 

2. Fjölda hverrar vöru sem á að panta

 

3. Nafn greiðanda

 

Greiðið inn á reikning:  513-14-605963 kennitala: 050578-3489 (Styrmir Óskarsson) fyrir pöntuninni og setjið nafn stráks í skýringu. Senda kvittun á styrmiro@gmail.com.

 

Munið að greiða kaupverðið, þið haldið mismuninum fyrir strákana.

 

ATH það verður eingöngu pantað fyrir þá sem hafa greitt!

 

Vörurnar verða síðan afhentar í KR rúmri viku eftir síðasta pöntunardag.

 

Síðasti dagur til að ganga frá pöntun og greiða er föstudagurinn 21.mars 2014


KR. kveðja fulltrúar foreldra
 

04 mars 2014

Æfingaleikur

Kæru leikmenn og foreldrar

Sunnudaginn næstkomandi 9.mars ætlum við að leika æfingaleik við Stjörnuna í knattspyrnuhöllinni Kórnum í kópavogi frá klukkan 16:00-17:30.Við munum bara skipta í lið á staðnum og spila í einn og hálfan tíma og hafa gaman að.Frábært væri ef menn gætu verið mættir fyrir klukkan 15:50.Skráning er óþörf og við spilum bara á þeim sem mæta.

Vonandi sé ég sem allra flesta.

KR kveðja Atli Jónasson.
s:6591794