27 janúar 2014

Skráningar

Kæru foreldrar

Nú er nýtt innheimtuár að byrja hjá okkur í fótboltanum og þá þarf að skrá drengina aftur í nóra kerfið sem við hjá KR notum.Mikilvægt er að skrá alla sem eru að æfa sem fyrst.
Það er gert rafrænt í gegnum síðuna kr.felog.is ef þið lendið í vandræðum með skráninguna er best að að hafa samband við Mörthu sem er gjaldkeri KR annað hvort í gegnum mailið martha@kr.is eða í síma 5105314

Bestu Kveðjur Atli Jónasson.

22 janúar 2014

Fatnaður frá 66°


Pöntun á merktum fatnaði fyrir strákana frá 66° norður

 

Það hafa nokkrir foreldrar spurt um fatnaðinn frá 66°, hvort við munum panta þaðan fyrir strákana. Við munum líklega ekki gera aftur svona stóra pöntun fyrir sumarið, svo ég hvet alla sem ætla að fá þennan fatnað á strákana fyrir vorið og sumarið að panta núna.

 

Við höfum fengið tilboð frá 66° .  Þetta eru mjög góð æfingaföt fyrir  t.d. útiæfingar.

 


Rán light jakki (vind- og vatnsheldur renndur jakki)     verð 7.830,-

Merktur KR og nafni

Rán light buxur (vind- og vatnsheldar buxur)                verð 5.530,-

Merktar með nafni

Frigg zip neck peysa (Flís peysa eins og á mynd)                       verð 6.705,-

Merkt KR og nafni

Frigg tights buxur (Flís buxur úr sama efni og peysan)            verð 4.810,-

ATH ómerktar

Húfakolla með uppá broti                                                verð 2.246,-

Merkt KR  og nafni

Húfukolla einföld                                                              verð 1.870,-

Merkt KR og nafni

 

Stærðirnar eru: 128 – 140 – 152 – 164

 

Allar flíkurnar eru svartar að lit og eru merkingar bróderaðar í fatnaðinn.  Hægt er að skoða flíkurnar á www.66north.is

 

Til þess að panta þarf að:

 

1.      Senda eftirfarandi upplýsingar á kr7flokkur2@gmail.com

 

1.      Nafn stráks

2.      Hvaða flík /flíkur ætla ég að panta

3.      Í hvaða stærð á flíkin að vera 

4.      Hvaða nafn á að fara á flíkina

5.      Nafn greiðanda

 

2.      Greiða inn á reikning: 311-13-456  kennitala: 270378-5529 fyrir pöntuninni .

 

ATH setja nafn stráks sem tilvísun/skýringu annars skoðast millifærslan sem frjálst framlag til flokksins og engin föt verða afhent J

 

ATH það verður eingöngu pantað þegar greiðsla hefur borist!

 

3.      Senda kvittun um greiðslu í tölvupósti á kr7flokkur2@gmail.com

 

Fatnaðurinn verður svo afhentur í Frostaskjóli um leið og hann kemur í hús.  Póstur verður sendur til upplýsinga um afhendingardag.

 

Síðasti dagur til að ganga frá pöntun og greiða er 3.febrúar 2014.

KR kveðja

15 janúar 2014

Lið og tímar fyrir Njarðvíkurmót

Kæru leikmenn og foreldrar.

Eins og áður hefur komið fram munum við fara með yngra árið á Njarðvíkurmótið í Reykjaneshöll næstkomandi sunnudag 19.janúar.Við förum með 3 lið á mótið eitt í Víkingadeildinni,eitt í Stapadeildinni og eitt í Kópadeildinni.Það kostar 2000kr. á dreng og greiðist gjaldið á staðnum og það væri frábært ef eins og eitt foreldri í hverju liði gæti tekið við greiðslum fyrir sitt lið.Hvert lið spilar um 4-5 leiki og er á staðnum í um 3 tíma.Eftir síðasta leik er svo afhentur einhver glaðningur og menn fá sér pizzu.

Liðin;
Í Víkingadeild leika eftirfarandi 8 leikmenn:Nikanor,Vilberg,Huginn,Gunnar Jarl,Guðmundur Óskar,Þorsteinn Máni,Ísak Hólm og Duncan.Fyrsti leikur í Víkingadeild hefst 9:24 og er mæting klukkan 9:00 síðasti leikur er svo klukkan 12:02.




Í Stapadeild leika eftirfarandi 7 leikmenn:Sverrir Arnar,Kristján Þórbergur,Kormákur Ari,Jóakim,Anton,Oddur og Atli Hrafn.Fyrsti leikur í Stapadeild hefst 9:14 og er mæting rétt fyrir 9:00 síðasti leikur er svo klukkan 12:02.



Í Kópadeild leika eftirfarnandi 7 leikmenn:Magnús Valur,Kristinn Kolur,Jón Arnar,Atli Heiðar,Jón Ernir,Logi og Kári.Fyrsti leikur í Kópadeild hefst 12:44 og er mæting klukkan 12:20 síðasti leikur er svo klukkan 15:04.

Sjáumst hress

KR kveðja Atli Jónasson
s:6591794

09 janúar 2014

Sæl öll,
 
Minnum á dósasöfnun á laugardagsmorgun klukkan 10:00. Við ætlum að hittast í KR heimilinu þar sem við úthlutum götum og skiptum á milli okkar hverfum. Skilyrði er að annað hvort eldra systkini eða foreldri mæti með drengjunum. Gott er að vera á bíl til að ferja dósir frá söfnunarstað og að áfangastað. Sími er líka nauðsynlegt og gott hjálpartæki í þessu átaki.
Við ætlum að safna dósum og verður þeim skilað og þær flokkaðar í Granaskjóli 80 (keyrt inn af Nesvegi) Það þarf ekki að telja dósirnar en gott er að einhverjir foreldrar eða eldri systkini hjálpi til að flokka á staðnum og jafnóðum, það tekur enga stund ef við hjálpumst að.  
Þeir sem mæta fá hlut í fjáröfluninni, 1 hlut fyrir hvern dreng og foreldri/eldra systkini sem mætir. 
Þetta er frábær og auðveld fjáröflun og vonumst við til að sjá sem flesta.
KR kveðja frá fjáröflunarnefnd foreldra.

05 janúar 2014

Nýtt ár og skráning á Njarðvíkurmót

Kæru leikmenn og foreldrar

Gleðilegt ár og takk fyrir það gamla.

Við hefjum aftur æfingar nú á Þriðjudaginn 7.jan á hefðbundnum tíma og æfum áfram eins og við gerðum fyrir jól ég er þó aðeins byrjaður að skoða hvort við komumst eitthvað út en það verður að koma í ljós í bili.

Njarðvíkurmót fyrir yngra árið er haldið í Reykjaneshöll Sunnudaginn 19.janúar næstkomandi og stefnum við KR ingar á að senda 4 lið til keppni.Það kostar 2000kr. á dreng að taka þátt og innifalið í því auk þáttökunar er pizzuveisla og einhver glaðningur að móti loknu.Eldra árið fór á sambærilegt mót nú í haust og lukkaðist það mjög vel.Ég bið ykkur endilega að skrá drengina ykkar í athugasemdarkerfið hér að neðan fyrir þriðjudaginn 14.jan svo ég geti séð fjöldann og skipt í lið tímanlega.Athugið einungis leikmenn á yngra ári fæddir 2007.

KR kveðja:
Atli Jónasson
s:6591794

03 janúar 2014


Sælir kæru 7 flokks foreldrar og gleðilegt nýtt ár.

Það er komið 2014, sólin hækkar ört á lofti og senn líður að næsta stórmóti drengja í 7 flokki. Norðurálsmótið á Akranesi er stærsta mótið sem 7 flokkur drengja fer á. Mótið er haldið á Akranesi ár hvert eins og flest ykkar vita og er ávallt haldið í júní. Ekki er búið að negla dagsetningu sýnist mér en þó líklegt að það verði helgina 20. -22. júní.

Atli þjálfari sér að sjálfsögðu um faglegan undirbúning drengjanna en foreldrar og drengirnir sjálfir sjá um að safna pening fyrir mótið. Allt kostar þetta sitt og ekki seinna vænna en að hefja fjáröflun. Mótsgjald fyrir hvern dreng er venjulega í kringum 17.000 kr. innifalið  er rútuferð,  leikir, gisting medalíur kvöldvaka og heitur matur og nesti alla helgina. Að auki er gert ráð fyrir því að drengirnir keppi í KR búningum svo þeir sem ekki eiga slíka búninga þurfa ef til vill að fjárfesta í slíkum búnaði,  takkaskóm og öðrum nauðsynlegum græjum.

Við erum nokkur fulltrúar foreldra fyrir yngra og eldra ár 7 flokks og höfum við sett niður gróft fjáröflunarplan það er svo auðvitað bara hvers og eins að ákveða hvort menn vilja taka þátt eða ekki. Ekki er um sameiginlega sjóði að ræða (nema lítið) svo gert er ráð fyrir því að hver drengur safni fyrir sig.

Fyrsta fjáröflun vetrarins verður dósasöfnun laugardaginn 11. janúar nk. 10:00-13:00. Skilyrði er að minnsta kosti eitt foreldri mæti með sínum dreng og helst á bíl. Við fjáröflunarnefndin verðum búin að skipuleggja og skiptum drengjum niður á götur en farið verður í Grandahverfið, Skjólin og Mela-og Hagahverfið að þessu sinni. Við ætlum að hittast í anddyrinu á KR heimilinu um 10:00.

Tilefni: Dósasöfnun

Hvar: KR heimilið

Dagsetning: 11. janúar 2014

Tími: 10:00-13:00
 

Hlökkum til að sjá sem flesta nefndin.