14 maí 2013

Nokkrar góðar upplýsingar :)

Sæl öll

Ég ætla að setja hér nokkrar góðar upplýsingar sem mikilvægt er að fara yfir:

Síðasta inniæfingin er 14.maí (í dag) og verður fyrsta útiæfingin 21. maí. Mikilvægt er þá að fylgjast með veðurspánni fyrir daginn og koma klæddir eftir því. Gott er að vera bara klár í skólanum í þeim fötum sem strákarnir geta svo æft í. Við munum örugglega þurfa að byrja á litla gervigrasinu en við látum okkur hafa það þar sem við nennum ekki að vera lengur inni.

Æfing fellur niður 16.maí vegna leiks KR-Þórs í Pepsi-deild karla. Reglan er að loka svæðinu 2 tímum fyrir leik og byrjar þessi leikur kl 18:00 þannig að allt lokar kl 16:00.

Norðurálsmót:

Ef það eru einhverjir sem eiga eftir að skrá sig til leiks þá  verður að gera það strax.
Liðin koma inn vonandi fyrir helgi ef ekki þá á þriðjudaginn og munum við svo halda fund sem fyrst eftir það vonandi í næstu viku!

Eftir helgi verður send út rukkun fyrir mótinu og munum við þurfa að ganga frá henni fyrir mánaðarmótin maí/jún.

Sumar :
Sumaræfingartími tekur gildi 10.júní
Æfingarnar í sumar verða eins og í fyrra þar sem 2006 árg verður 13:00-14:00 og 2005 árg 14:00-15:00.
Æft verður má-þri-mið- og fimmtudaga. Tekið verður 2 vikna frí í lok júlí til byrjun ágúst.

Einnig vil ég hvetja fólk til að skrá strákinn sinn í knattspyrnuskóla KR sem er starfræktur fyrir hádegi á sumrin.
 http://www.kr.is/sumarnamskeid_kr/

Með sumarkveðju
Valþór H. Halldórs.




Engin ummæli:

Skrifa ummæli