20 júní 2013

Gisting - leikjaplan og fleira MJÖG mikilvægt

Sæl  enn og aftur 

Nú eru frekari upplýsingar komnar frá skaganum. 

Leikjaplön 

Búið er að setja fram leikjaplan fyrir föstudaginn.   Ég vil vekja athygli á því að villa var í eikjaplaninu sem sett var fram á vefinn mótsins í morgun, búið er að lagfæra það.  Hér er hægt að nálgast planið 

Þetta er mikið plan og oft flókið að lesa út úr því.   Þannig ég setti saman smá lista til að vonandi einfalda þetta fyrir foreldrum. 

KR Lið Riðill á leikjaplani Skamstöfun á leikjaplani Heiti liðs samkv. Leikjaplani
Lið 1 O Ao2 KR
Lið 2 S Bs2 KR1
Lið 3 U Bu4 KR2
Lið 4 F Df1 KR
Lið 5 U Cu3 KR1
Lið 6 J Cj3 KR2
Lið 7 K Ek3 KR
Lið 8 K Fk3 KR2
Lið 9 O Fo4 KR1

Leikjaplan laugardagsins kemur svo á föstudagskvölið og fer það eftir hvernig leikir spilast á föstudeginum. 



Gisting 

Þetta árið gistir KR í Grundaskóla og er það skólinn sem er beint á móti keppnissvæðinu.  Strákarnir eru á annari hæðinni og fáum við úthlutað fjórum stofum (D201 D202 D203 D204) .  Hópnum verður skipt  niður í stofur.  Liðin verða höfð í sömu stofum og fer það eftir stærð stofanna hvernig skiptingin verður.  


Nestismál 

Nestispokar fyrir liðin verða tilbúin strax í fyrramálið.  Liðin geta fengið pokana í Frostaskjóli eða sótt þá þegar við erum komin upp á Skaga.  Í pokanum er brauð, safar, ávextir, álegg, eldhúsbréf og eitthvað góðgæti.  Foreldrar ráða því algjörlega sjálf hvernig þeir haga nestismálum liðanna.  Annað kvöld verður svo hægt að fylla á það sem þarf - ef einhver verður skyndilegar matarlaus (mjög ólíklegt) Þá er hægt að hringja í lagerstjórann :) Rósu 895-1996 og nálgast meiri mat.  

Nestispokum og kössum ber svo að skila í Frostaskjól - afgreiðslu á þriðjudaginn eftir mót.  

Það sem foreldrar þurfa að grípa með sér er lítið skurðabretti, hnífur og smjörhnífur og jafn vel eplaskeri.  Sumum finnst gott að hafa kælibox og það er fínnt


Tímasetningar 

Það er mjög mikilvægt að virða allar tímasetningar á mótinu.  Liðin þurfa að mæta tímanlega á völlin og þegar fyrri leikur er að klárast að staðsetja sig við markendann.  Liðin ganga svo í röð inn á völlinn.  Að leik loknum takast liðin í hendur og þakka fyrir sig.  

Eins með matartíma og liðsmyndatöku - liðin verða að mæta tímanlega svo allt gangi nú vel fyrir sig.  Hér er er dagskráin sem búið er að gefa út og svo er gott að fylgjast með vefnum en allar upplýsingar eru settar þar fram. 

Að lokum 

Það eru nokkrir hlutir sem mig langar að nefna að lokum.  

við erum fyrst og fremst komin saman á Skaganum til að hafa ánægjulegan tíma með strákunum okkar, fjölskyldu og vinum.  Höfum gleðina og jákvæðnina að leiðarljós á næstu dögum.  Hrós er ein besta leiðin til byggja upp sjálfstraust - líka í mótlæti.

Liðið tekur þátt í mótinu sem ein heild.  Þannig hvetjið allt liðið áfram ekki bara ykkar strák (ég veit það getur verið erfitt ) Það er ekki neinn einn sem skorar mörkin - mörk koma þegar samvinnan er til staðar eins er það ekki neinn einn sem getur varið öll mörkin,  Mörk verjast þegar liðið vinnur saman.  Þannig Leikir vinnast á samvinnu og ánægja verður líka þegar strákarnig finna okkar stuðning bæði þegar leikir vinnast en líka þegar mótlæti er.

Forðist að setja of mikla pressu á strákana - auðvitað eru þeir að reyna að gera sitt allra besta -  

Látið þjálfara og eða liðsstjóra um að stýra liðinu - það er erfitt að vita hvað maður á að gera þegar kannski 10 foreldrar kalla þetta og hitt út á völlinn.  Þannig hvetjum KR áfram og alla strákan.  

Að leik loknum er gott að spyrja hvort hafi verið gaman hvort þeir séu ekki ánægðir með frammistöðuna.  Benda á það sem vel fór í leiknum.  Ekki leggja áherslu á úrslit leiksins heldur upplifunina sjálfa.



Annars hlakka ég til samverunnar um helgina 


Sjáumst í Frostaskjóli í fyrramálið 

Áfram KR 

Rósa 

Engin ummæli:

Skrifa ummæli