25 nóvember 2013

Netfangalisti 2007 árgangsins

Sæl

Við í foreldrafélagi 7 flokks höfum stofnað sameiginlegt netfang fyrir allan 7 flokk drengja, bæði 2006 og 2007 árganginn. Við erum enn ekki komin með netföng allra foreldra á yngra ári og væri því gott að þið gætuð sent okkur línu á krflokkur7@gmail.com Upplýsingar sem gott væri að fá er nafn barns, kt. barns, nafn foreldris og netfang.

Í vetur munu upplýsingar er varða flokkinn því bæði koma hér á bloggið og í tölvupósti til ykkar.

Við biðjum ykkur um að fylgjast vel með blogginu næstu daga því okkur langar til að starta smá fjáröflun fyrir jólin.

KR kveðja frá fulltrúum foreldra.

13 nóvember 2013

Lið og tímar fyrir Keflavíkurmót

Kæru leikmenn og foreldrar

Nú eru liðin klár fyrir mótið í Keflavík og tímasetningar komnar á hreint.Við náðum ekki í 5 lið og í raun bara rétt svo í 4 en við gerum mjög gott úr því og allir fá þá að spila meira en nóg.

Við sendum semsagt 4 lið eitt í Spænsku deildina,tvö í Frönsku deildina og eitt í Ensku deildina.

Spænska deildin er spiluð frá klukkan 10:40-12:45 og er mæting hjá eftirfarandi leikmönnum í Reykjaneshöllina klukkan 10:15:

KR: Jökull Ari,Ísar Hólm,Snorri,Trostan,Fjölnir,Sölvi,Guðmundur,Antoine og Siggi P.


Franska deildin er spiluð frá klukkan 14:55-18:05 og í henni er KR með 2 lið annað nefnt KR og hitt KR City og er mæting hjá eftirfarandi leikmönnum í Reykjaneshöllina klukkan 14:30.

KR: Teitur,Óðinn,Dagur,Lars,Óliver Nói,Hrafn Ingi og Ottó Snær.

KR City: Jón Ívar,Viktor,Pétur,Ari,Óskar Cong,Jóhann Jökull,Þorkell og Tryggvi.

Enska deildin er einnig spiluð frá klukkan 14:55-18:05 og er mæting hjá eftirfarandi leikmönnum í Reykjaneshöllina klukkan 14:30

KR: Konráð,Níels,Björn Darri,Jakob,Arnar Kári,Gunnar Magnús og Hilmir P.

Hlakka til að sjá ykkur öll á laugardaginn og muna eftir 2000kr. Það verður einhver hressing og verðlaun fyrir drengina eftir að leikjunum þeirra lýkur.

Áfram KR
kv.Atli Jónasson
s:6591794


05 nóvember 2013

Skráning á Keflavíkurmót

Kæru leikmenn og foreldrar.

Eins og áður hafði verið minnst á er stefnan sett á Keflavíkurmótið sem haldið er í Reykjaneshöll þann 16.Nóvember næstkomandi.

Við stefnum á að fara með 5lið á mótið einungis af eldra ári þ.e.a.s drengjum fæddum 2006.

Ég hef heyrt að það sé handboltamót sama dag hjá einhverjum af drengjunum og því miður veit ég ekki nákvæmar tímasetningar en ég veit að enginn af okkar strákum mun byrja að spila eldsnemma um morguninn og að hver og einn sé aðeins á staðnum í um 2tíma.

Það kostar 2000kr.á hvern dreng að taka þátt og greiðist það á staðnum.

Ég vona að sem flestir skrái sig og við þjálfararnir stefnum á að vera með liðin klár á mánudag í næstu viku og því væru mjög gott að klára skráninguna fyrir þann dag.

Skráningar fara sem fyrr fram í ummælakerfinu hér að neðan.

Kær kveðja Atli Jónasson
s:6591794