03 janúar 2014


Sælir kæru 7 flokks foreldrar og gleðilegt nýtt ár.

Það er komið 2014, sólin hækkar ört á lofti og senn líður að næsta stórmóti drengja í 7 flokki. Norðurálsmótið á Akranesi er stærsta mótið sem 7 flokkur drengja fer á. Mótið er haldið á Akranesi ár hvert eins og flest ykkar vita og er ávallt haldið í júní. Ekki er búið að negla dagsetningu sýnist mér en þó líklegt að það verði helgina 20. -22. júní.

Atli þjálfari sér að sjálfsögðu um faglegan undirbúning drengjanna en foreldrar og drengirnir sjálfir sjá um að safna pening fyrir mótið. Allt kostar þetta sitt og ekki seinna vænna en að hefja fjáröflun. Mótsgjald fyrir hvern dreng er venjulega í kringum 17.000 kr. innifalið  er rútuferð,  leikir, gisting medalíur kvöldvaka og heitur matur og nesti alla helgina. Að auki er gert ráð fyrir því að drengirnir keppi í KR búningum svo þeir sem ekki eiga slíka búninga þurfa ef til vill að fjárfesta í slíkum búnaði,  takkaskóm og öðrum nauðsynlegum græjum.

Við erum nokkur fulltrúar foreldra fyrir yngra og eldra ár 7 flokks og höfum við sett niður gróft fjáröflunarplan það er svo auðvitað bara hvers og eins að ákveða hvort menn vilja taka þátt eða ekki. Ekki er um sameiginlega sjóði að ræða (nema lítið) svo gert er ráð fyrir því að hver drengur safni fyrir sig.

Fyrsta fjáröflun vetrarins verður dósasöfnun laugardaginn 11. janúar nk. 10:00-13:00. Skilyrði er að minnsta kosti eitt foreldri mæti með sínum dreng og helst á bíl. Við fjáröflunarnefndin verðum búin að skipuleggja og skiptum drengjum niður á götur en farið verður í Grandahverfið, Skjólin og Mela-og Hagahverfið að þessu sinni. Við ætlum að hittast í anddyrinu á KR heimilinu um 10:00.

Tilefni: Dósasöfnun

Hvar: KR heimilið

Dagsetning: 11. janúar 2014

Tími: 10:00-13:00
 

Hlökkum til að sjá sem flesta nefndin.

Engin ummæli:

Skrifa ummæli