22 janúar 2014

Fatnaður frá 66°


Pöntun á merktum fatnaði fyrir strákana frá 66° norður

 

Það hafa nokkrir foreldrar spurt um fatnaðinn frá 66°, hvort við munum panta þaðan fyrir strákana. Við munum líklega ekki gera aftur svona stóra pöntun fyrir sumarið, svo ég hvet alla sem ætla að fá þennan fatnað á strákana fyrir vorið og sumarið að panta núna.

 

Við höfum fengið tilboð frá 66° .  Þetta eru mjög góð æfingaföt fyrir  t.d. útiæfingar.

 


Rán light jakki (vind- og vatnsheldur renndur jakki)     verð 7.830,-

Merktur KR og nafni

Rán light buxur (vind- og vatnsheldar buxur)                verð 5.530,-

Merktar með nafni

Frigg zip neck peysa (Flís peysa eins og á mynd)                       verð 6.705,-

Merkt KR og nafni

Frigg tights buxur (Flís buxur úr sama efni og peysan)            verð 4.810,-

ATH ómerktar

Húfakolla með uppá broti                                                verð 2.246,-

Merkt KR  og nafni

Húfukolla einföld                                                              verð 1.870,-

Merkt KR og nafni

 

Stærðirnar eru: 128 – 140 – 152 – 164

 

Allar flíkurnar eru svartar að lit og eru merkingar bróderaðar í fatnaðinn.  Hægt er að skoða flíkurnar á www.66north.is

 

Til þess að panta þarf að:

 

1.      Senda eftirfarandi upplýsingar á kr7flokkur2@gmail.com

 

1.      Nafn stráks

2.      Hvaða flík /flíkur ætla ég að panta

3.      Í hvaða stærð á flíkin að vera 

4.      Hvaða nafn á að fara á flíkina

5.      Nafn greiðanda

 

2.      Greiða inn á reikning: 311-13-456  kennitala: 270378-5529 fyrir pöntuninni .

 

ATH setja nafn stráks sem tilvísun/skýringu annars skoðast millifærslan sem frjálst framlag til flokksins og engin föt verða afhent J

 

ATH það verður eingöngu pantað þegar greiðsla hefur borist!

 

3.      Senda kvittun um greiðslu í tölvupósti á kr7flokkur2@gmail.com

 

Fatnaðurinn verður svo afhentur í Frostaskjóli um leið og hann kemur í hús.  Póstur verður sendur til upplýsinga um afhendingardag.

 

Síðasti dagur til að ganga frá pöntun og greiða er 3.febrúar 2014.

KR kveðja

Engin ummæli:

Skrifa ummæli