09 janúar 2014

Sæl öll,
 
Minnum á dósasöfnun á laugardagsmorgun klukkan 10:00. Við ætlum að hittast í KR heimilinu þar sem við úthlutum götum og skiptum á milli okkar hverfum. Skilyrði er að annað hvort eldra systkini eða foreldri mæti með drengjunum. Gott er að vera á bíl til að ferja dósir frá söfnunarstað og að áfangastað. Sími er líka nauðsynlegt og gott hjálpartæki í þessu átaki.
Við ætlum að safna dósum og verður þeim skilað og þær flokkaðar í Granaskjóli 80 (keyrt inn af Nesvegi) Það þarf ekki að telja dósirnar en gott er að einhverjir foreldrar eða eldri systkini hjálpi til að flokka á staðnum og jafnóðum, það tekur enga stund ef við hjálpumst að.  
Þeir sem mæta fá hlut í fjáröfluninni, 1 hlut fyrir hvern dreng og foreldri/eldra systkini sem mætir. 
Þetta er frábær og auðveld fjáröflun og vonumst við til að sjá sem flesta.
KR kveðja frá fjáröflunarnefnd foreldra.

Engin ummæli:

Skrifa ummæli