24 október 2012

Samantekt frá foreldrafundinum


Hér kemur smá samantekt frá foreldrafundunum sem haldnir voru í byrjun mánaðarins.  Yngra og eldra ár funduðu ekki saman en ég skelli í eina fundargerð þar sem öll mál sem rædd eiga erindi við báða árgangana.  

Upplýsingar frá þjálfara
Æfingarnar eru inni í vetur.  Þriðjudagsæfingar eru í stóra salnum og þá er hópnum skipt upp og eru stöðvar settar upp og ýmsar æfingar og spil.  Fimmtudagsæfingarnar eru í litla salnum og þá er fyrst og fremst spilað. 

Mót framundan 
Eldra árið fer á Keflavíkurmótið í októberlok 
Yngra árið fer á Njarðvíkurmótið eftir áramót
Stefnt er að því að fara í heimsókn til félags á höfuðborgarsvæðinu (Stjarnan var nefnd) og spila nokkra leiki 
Bæði árin fara á KFCmótið í vor 
Bæði árin fara á Norðurálsmótið á Akranesi sem haldið er um miðjan júní (föstudagur, laugardagur og sunnudagur) og er það aðalmót flokksins og verður sérstakur fundur þegar nær dregur :)
Bæði árin fara á Arionbankamót í lok sumars 

Ýmis önnur mót voru rædd og kom hugmynd að fara á Króksmótið og ætlar Valþór þjálfari að skoða það mál 

Öll mót eru auglýst á blogginu og fer skráning fram þar í gegnum Commenta kerfið.  Greiða þarf mótsgjöld fyrirfram með millifærslu.  

Rætt var að 7.flokkurinn myndi halda fjáröflunarmót í vor og tóku allir vel í það (bæði yngra og eldra ár) kom upp dagsetningin 9.maí sem er fimmtudagur og Uppstignigardagur, Rósa er að fara hitta íþróttafulltrúa til að m.a. ganga frá þessari dagsetningu í vikunni.  

Áheitabolti verður í desember og spila þá strákarnir við hvorn annan og foreldra líka.  Að leik loknum verða veitingar og myndasýning í Frostaskjóli.  

Hlutverk Liðstjóra
Miklar umræður voru um hlutverk liðstjóra þegar farið er á mót og óskuðu foreldrar eftir því að það yrði alveg ljóst til hvers væri ætlað af foreldrum í þessu hlutverki.  Valþór sagðist fara vel yfir þessi mál og halda sérstakan liðstjóra fund þegar nær drægi að stóru mótunum í sumar.  Hann sagði jafnframt að þessi samvinna foreldra og þjálfara væri mjög mikilvæg þar sem þjálfari gæti ekki verið alltaf með öllum liðum en hann myndi reyna að vera eitthvað með öllum liðum.

Myndasíða
Upp kom hugmynd frá einu foreldrinu um að flokkurinn myndi útbúa myndasíðu (Flickr eða Picasso eða annað sambærilegt) þar sem hægt væri að skella myndum af strákunum á mótum og æfingum.  Það eru margir að taka myndir og gaman að deila með öðrum.  

Vel var tekið í þessa hugmynd og óska ég eftir einhverjum snillingi í þessum efnum sem er tilbúinn til að setja upp þessa síðu fyrir flokkinn og leiðbeiningar til foreldar hvernig maður ber sig að við að setja myndir inn.  Snillingurinn getur haft samband við mig tölvupósti rosa@rosa.is

Búningsklefamál 
Á fundi yngra árs lýstu foreldrar áhyggjum sínum yfir því að strákarnir væru einir í búningsklefanum.  Það væri enginn til að aðstoða þá og fylgjast með samskiptum þeirra, hvorki starfsmenn KR né starfsmenn lengdu viðverunnar sem fylgja þeim á æfingar.    Valþór er meðvitaður um stöðuna og ætlar að tala við Stefán íþróttafulltrúa til að fá bót á þessu máli.  

Foreldrráð 
Finna þurfti foreldra í foreldrráð beggja árganga. Lagt var til að einnig yrði sett á laggirnar fjáröflunarnefnd en fáir gáfu færi á sér í þá nefnd!!!  Sett var saman í foreldraráð og lögð var áhersla á mikilvægi þátttöku allra foreldra í þeim verkefnum sem framundan eru hjá flokknum.   

Foreldraráð yngra árs 

Magnús Gunnar - magnush@vis.is
Pétur - peturh@n1.is
Styrmir - styrmiro@gmail.com 


Foreldraráð eldra árs

Rósa - rosa@rosa.is
Ingólfur - ingolfur@iav.is
Alfa - alfa@this.is 


Fatamál
Miklar umræður voru um fatamál.  Á eldra ári var rætt um að skoða hvort hægt væri að kaupa góða KR galla eða peysur.  Nú væri meistaraflokkurinn með samning við Nike og nýjir gallar væru komnir.  Ingólfur tók að sér að skoða þessi fatamál og verður það sent út á póstlistann þegar upplýsingar berast.  

Yngra árið óskaði eftir að fá tilboð frá 66°norður um flíspeysur, flísbuxur, húfur og hlífðarföt, en venja hefur verið að panta þessar flíkur inn fyrir Norðurálsmótið að vori.  Benti eitt foreldrið réttilega á að gott væri að eiga þessar hluti fyrir veturinn.  Rósa tók að sér að fá tilboðið og er það komið í hús og verður sent á póstlistann á morgunn.  



Póstlistinn
Póstlistinn er ótrúlega mikilvægt tæki til að koma upplýsingum til foreldra og best að hafa a.m.k. einn tengilið fyrir hvert barn á honum.  Ég fékk upplýsingar hjá Mörthu í KR um nýja iðkendur á eldra ári og þá sem skráðir voru á yngra ár.  

EF þú átt strák í 7.flokki og fékkst ekki þennan póst sendan til þín og vilt skrá þig á póstlistann sendu mér þá línu rosa@rosa.is og segðu mér á hvaða ári strákurin þinn er og ég bæti þér á listann.


Annars voru báðir fundirnir frekar fámennir en ég hvet ykkur til að hafa samband ef þið hafið einhverjar spurningar.  Einnig er hægt að senda Valþóri þjálfara línu á vallihh@hotmail.com.  Mikilvægt er að fylgjast vel með á blogginu http://kr7flokkur.blogspot.com/ og láta heyra í sér ef eitthvað er

Ég hlakka til samstarfsins í vetur 

KR kveðja

Rósa 

Engin ummæli:

Skrifa ummæli