25 október 2012

Mótið: Liðskipan,tímasetning og fleira. SMÁ BREYTING LIÐSKIPAN!!!

Sæl öll.
Reykjaneshöll Laugardagurinn 27.okt.
Það er komin staðfest tímasetning en samt vil biðja ykkur að fylgjast með hér fram á síðustu stundu.
Mótið fer fram í Reykjaneshöll á gervigrasi. Strákarnir eiga að mæta í sínum eigin búningum en ég verð með eitthvað af búningum með mér ef það vantar. Þótt að þetta sé inni þá getur allveg verið kalt inní svona höllum þannig að það er nauðsynlegt að vera með góð föt á milli leikja.
Skráningu á mótið er lokið!!! 

Það kemur fram í reglunum hjá þeim fyrir mótið að þjálfari, 1 liðstjóri og varamenn eiga að standa við hliðarlínurnar inná vellinum en foreldrar og aðrir áhorfendur við áhorfendabekkina fyrir utan völlinn.

Þeir skipta þessu upp í deildir og mun ég skrifa KR og svo hvað deildin heitir ekki KR-A lið eða eitthvað þannig:

KR Spænska: Lúkas, Eymar, Kristófer, Bergþór, Arnar H , Nikolai, Björn Darri, Sölvi.
Tímasetning: 09:00-11:00 Mæting 08:30  Liðstjóri Álfheiður.

KR Íslenska: Jón Kristján, Ísak, Kári, Örlygur, Óttar, Sólon, Hilmir K,Davíð
Tímasetning: 11:00-13:00 Mæting 10:30 Liðstjóri Ágústa Margrét.

KR Franska: Tómas Arnar, Snorri, Bragi Þór, Símon P, Einar, Patrik, Jóhannes, Axel Orri, Mummi.
Tímasetning: 13:00-15:00 Mæting 12:30 Liðstjóri Ingólfur.

KR Enska: Arnar A, Arnar Þ, Jóhannes Kristinn, Björn Henry, Óli Geir, Árni, Marínó, Gísli.
Tímasetning 13:00-15:00 Mæting 12:30 Liðstjóri Agnar.

Spilaðir eru 5 leikir og er hver leikur 10 mínútur. Ég endurtek að ég vil að þið fylgist með á blogginu fram á síðustu stundu það geta alltaf komið einhverjar breytingar á svona mótum.
Ég mun tala við liðstjórana á morgun (26.)
Minni á greiðslu það þarf að greiða fyrir hádegi á morgun föstudag (sjá færslu fyrir neðan) senda kvittun á Rósu rosa@rosa.is og nafn iðkanda.

Muna bara að leggja frekar fyrr af stað og keyra varlega.

Með KR-kveðju
Valþór Halldórs.
892-1341


Engin ummæli:

Skrifa ummæli