16 nóvember 2012

Nokkrar mikilvægar dagsetningar

Nokkrar dagsetningar og viðburðir sem gott er að hafa hjá sér

Fótbolti 


15. desember 2012 - Áheitabolti í Frostaskjóli - milli 15 - 19 og jafnframt síðasta æfing fyrir jól.  Eftir áheitaboltann verða veitingar og myndasýning í félagsheimilinu.  Og já aðsjálfsögðu taka foreldrar þátt bæði í fótboltanum og á hliðarlínunni.

9. maí 2013 - KR-mót í Frostaskjóli

21-23. júní 2013 - Norðurálsmót á Akranesi

Einhvern miðvikudag á næstu vikum verður farið í heimsókn til Stjörnunnar - Nánari upplýsingar síðar



Fleiri dagsetningar verða settar inn um leið og þær berast



Fjáöflun


Í vetur verður strákunum og foreldrum boðið að taka þátt í fjáröflun á vegum flokksins.  Þátttaka er val hvers og eins og heldur hvert foreldri utan um söfnun fyrir sinn strák.  Foreldraráðið er aðeins milligönguaðili fyrir þessar fjáraflanir.

Fyrir hverju á að safna?  Það er svo sem val foreldra hvernig þeir vilja ráðstafa peningunum sem safnast. Þáttaka á Norðurálsmótinu mun kosta í kringum 17.000,- , sumir þurfa nýjan keppnisbúning, aðrir nýja skó eða annan búnað.  Einnig verða nokkur smærri mót sem þarf að greiða þátttökugjöd 2.000 - 3.000 krónur pr. mót.  Þið ráðið hvernig þið viljið nýta það sem þið safnið.

Ég vil ítreka að þátttaka í fjáröfluninni er val hvers og eins og verður sá háttur hafður á að foreldrar panta það sem þeir selja, þannig að enginn mun sitja uppi með klósettpappírshaug nema hann kjósi það :)


20.-30. nóvember 2012 - Sala á jólatengdum vörum og klósettpappír - allar upplýsingar koma eftir helgi

15.desember 2012 - Áheitabolti - Strákarnir safna áheitum og spila fótbolta í 2-3 tíma

Janúar 2013 - Dósasöfnun

Mars 2013 - Páskaeggjasala

Apríl 2013 - Áheitabolti

Ef fleiri fjáraflanir detta inn þá munum við auglýsa það.


Kveðja

Foreldraráð


Engin ummæli:

Skrifa ummæli