30 ágúst 2012

Rútuferðir á æfingar frá frístundaheimilum.

Rútuferðir frá frístundaheimilum
KR býður foreldrum barna sem hefja æfingar kl. 15:30 og 16:20 upp á að sækja börnin í frístundaheimilin Selið og Skýjaborgir.  Börnin fá aðstöðu í félagsheimili KR milli æfinga og fram til 17 og eru þar undir eftirliti frístundaleiðbeinenda frístundaheimila Frostaskjóls, að því gefnu að minnst 12 börn fari með hverri rútu.  Boðið verður upp á ferðir á þriðjudögum og fimmtudögum til að byrja með . Farið verður frá Vesturbæjarskóla kl. 15:05 og Melaskóla kl. 15:15.  Börnunum er ekki ekið tilbaka í frístundaheimilin að æfingu lokinni og  því þurfa foreldrar að sækja þau í  KR heimili fyrir kl. 17.00.  Rútuferðirnar eru einungis í boði fyrir börn í 1. og 2. bekk og dvöl í félagsheimilinu er eingöngu í boði fyrir þau börn sem skráð eru í frístundaheimili þessa daga.  Ef þið viljið nýta þessa þjónustu vinsamlegast sendið tölvupóst á stefan@kr.is og skyjaborgir@itr.is eða selid@itr.is eftir því sem við á og tiltakið nafn barnsins, kennitölu og skóla.  Börn verða ekki send úr frístundaheimilum nema foreldrar hafi látið vita að þau eigi að nýta þessa þjónustu.  Akstur hefst þriðjudaginn 04.09.

Engin ummæli:

Skrifa ummæli