17 júní 2014

Norðurálsmót-upplýsingar


Inngangur

Hér á eftir fara upplýsingar sem gott er að renna yfir fyrir Norðurálsmótið. Margir drengir eru að fara í fyrsta sinn á sitt stórmót, fyrir flesta þeirra er þetta hápunktur sumarsins. Gott skipulag og samvinna foreldra skiptir því miklu máli til þess að gera megi þessa helgi ógleymanlega fyrir litlu KR-ingana  okkar. Tökum höndum saman foreldrar og forráðamenn,  sýnum gott fordæmi tökum gleðina og góða skapið með á Akranesið og við skulum verða drengjunum okkar og  KR til sóma. Slagorðið Allir sem einn verður haft að leiðarljósi.

Hvernig skiptist kostnaður

Heildarkostnaður fyrir hvern dreng er 17.000 kr. Kostnaðurinn skiptist þannig að 13.000 kr. er þátttökugjald upp á Akranes. Innifalið í þátttökugjaldinu er;

·         Gisting í skólanum

·         Þátttaka í 9 leikjum

·         Matur; kvöldmatur x2 morgunmatur x2 hádegismatur x1 og pulsugrillveisla í mótslok,

·         Kvöldvaka á laugardagskvöldinu

·         Verðlaun medaliur og bikarar

·         Sund

Restin, 4000 kr. á dreng, er því til að kaupa sameiginlegt nesti fyrir alla helgina; staðfestingargjald upp á Skaga var greitt í febrúar; matarmiðar fyrir 2 foreldra í hverju liði; rúta; matur fyrir þjálfara eða sjá til þess að þeir fái eitthvað að borða.

Ef það verður afgangur þá stefnum við á að hittast í grillveislu í lok sumars, leika saman og hafa gaman.

3. Dagskrá

Sendi dagskrá miðað við þær upplýsingar sem við höfum í dag. Dagskrá (gróf) kann að breytast lítillega. 

Föstudagur 20. júní

8:00 mæting út í KR  Frostaskjóli

 8:30 Rúta leggur af stað upp á Akranes með 73 drengi innanborðs og c.a. 20 forelda

9:30 Gert er ráð fyrir að foreldrar hitti drengina á gististöðum, komi sér fyrir í stofum og græi strákana í skrúðgönguna. Allir eiga að mæta í KR treyjunum sínum. Svartar flíspeysur  eða Allir sem einn peysa og KR buff eða KR húfa er „æskilegur“ klæðnaður .

 11:15 Skrúðganga frá bæjarskrifstofunum beint á móti Krónunni. Allir KR-ingar þramma saman með foreldrum/fjölskyldum sínum.

12:00 Setning í Akraneshöll KR-ingar halda sig saman „Allir sem einn“.

 

ATH ekki er boðið upp á hádegisverð á föstudeginum. Nestisnefndin þarf því að gera ráð fyrir samlokum og ávöxtum í hádeginu á föstudag.

 

 13:00 -16:00 Keppni hefst. Tilkynnt verður seinna í vikunni um leið og það liggur fyrir hvenær liðin byrja að spila (Annað hvort lið 1-4 eða 5-8). Frjáls tími hjá hinum hópnum. Um leið og leikjadagskrá liggur fyrir verður hún send út. 

16:00- 19:00 Keppni hefst. Hjá annað hvort liðum 1-4 eða 5-8. Frjáls tími hjá hinum hópnum á meðan.

Kvöldmatur er frá 17:30- 20:00. Allt eftir því hvort liðin eru að spila í fyrra eða seinna holli. Liðin fá úthlutuðum matmálstímum eftir því hvenær þau keppa.

21:00 Kvöldkaffi. KR á gististað ávextir

 

Laugardagur 21. Júní

7:00-8:45 Morgunmatur 

8:20-18:00 Leikir dagsins, 4 leikir á lið. Liðstjórar fylgjast með hvenær liðin spila + matartíma. Tímasetning leikja raðast eftir úrslitum föstudagsins.

11:30-13:45 Hádegismatur í matsalur íþróttamiðstöðvar.

17:40-18:10 Kvöldmatur í matsal íþróttamiðstöðvar.

19:30-20:30 Kvöldvaka.

21:00 Kvöldkaffi KR á gististað.

 

Sunnudagur 22. Júní

7:00-8:45 Morgunmatur á gististað

8:20-13:00 Leikir dagsins. Úrslit - 1 leikur á lið. Liðstjórar fylgjast með hvenær liðin spila + matartíma

11:30-13:45 Pylsugrillveisla

14:00-15:00 Mótsslit og verðlaunaafhending

 

 

Keppnin sjálf

Föstudagurinn fer í það að í raun raða liðunum í rétta styrkleikaflokka. Úrslit föstudagsins munu ráð því hvar liðin lenda á laugardegi. Það er skipt í nokkrar deildir, enska, íslenska, spænska, þýska og portúgalska og svo A, B, C, D innan hverrar deildar. Verðlaun eru veitt á sunnudegi fyrir sigurvegara hverrar deildar innan hvers riðils svo talsvert miklir möguleikar eru á bikar J. 

 

Nestismálin

Sameiginlegt nesti er til staðar fyrir drengina. Í boði verður brauð, skinka og ostur fyrir samkolur. Safar, ávextir og grænmeti auk þess sem hvert lið fær Sviss Miss til þess að blanda kakó ef það verður kalt. Nestið er fyrst og fremst hugsað sem auka og millimál og sér nestisnefnd hvers liðs um að smyra nesti og sjá til þess að enginn liðsmaður sé svangur. Nestis “startpakki“ verður afhentur hverju liði á gististöðum á föstudagsmorgni. Gert er ráð fyrir óhollu sameiginlegu kvöldkaffi á laugardagskvöldinu eftir kvöldvöku. 

Gisting fyrir foreldra tjaldsvæði

Það fer eftir fjölda tjalda, fellihýsa og húsabíla hvar við fáum úthlutuðu tjaldstæði og hversu stóru plássi. Upplýsingar voru sendar upp á Akranes fyrir helgina. Við sendum ykkur nánari upplýsingar um leið og þær liggja fyrir. Þeir sem ekki gista á tjaldsvæði eru ýmist í sumarhúsum, í heimahúsum eða keyra á milli, sem sagt valkvætt.

Hlutverk foreldra

Liðstjóri Ágætt að miða við 2 liðstjóra á hvert lið svo þeir geti skipt með sér verkum. Hlutverkið er afar mikilvægt og snýst fyrst og fremst um það að halda liðinu saman og passa upp á að allir mæti á réttum tíma í leiki. Liðstjórar eru aðstoðarmenn þjálfara og halda utan um leikjaplan hvers dags og fylgjast með úrslitum leikja og skráningu úrslita sem og breytingum á dagskrá.  Fara með strákunum í mat (ath foreldrar geta skipst á 2 matarkort á lið fyrir fullorðna). Sjá um að stýra liðinu inn á vellinum í samvinnu við þjálfara sem ná ekki að stýra öllum leikjum. Ágætt að liðstjóri hafi eitthvað vit á fótbolta og þeim leikreglum sem gilda J þó er það ekki skilyrði. Liðstjóri sér um upphitun liðsins og ágætt að miða við að drengirnir stilli sér upp í beina röð við hliðina á marki áður en þeir labba inn á völlinn. Við ætlum að vera KR til sóma innan vallar sem utan (sérstök verðlaun veitt fyrir það – stór bikar) og liðstjóri ber ábyrgð á sínum liðsmönnum.

Nestisstjóri Ágætt að nestissjórar séu tveir. Þeir sjá um að smyrja samlokur og skera ávexti og taka með hluti sem því fylgja, bretti hnífa og fl. Ágætt að hafa samlokugrill, gefa þeim ávexti milli leikja og grilla frekar samlokur í lengri hléum. Allt er þetta þó bara smekksatriði og ágætt að finna út þarfir liðsmanna á föstudeginum. ATH nestisstjórar þurfa að sjá til þess á föstudeginum að drengirnir fái samlokur og ávexti í hádeginu má jafnvel áður en skrúðgangan byrjar. Þetta er ansi knappur tími, skrúðganga og setning og svo hefst keppnin. Þeir vakna allir eldsnemma og borða morgunmat fyrir klukkan 8. 

Næturvörður= A.MK 2 næturverðir þurfa að gista með þessum litlu KR krúttum. Að auki er gert ráð fyrir því að foreldrar aðstoði við það að koma sínum dreng í ró. Við fáum sennilega 4 stofur þ.e. 2 lið í hverri stofu. Það getur verið meira en að segja það að koma 20 strákum 6—8 ára í ró þegar allt er á yfirsnúningi af spenningi. Næturverður verða að hafa símanúmer foreldra „sinna“ drengja (liðsmanna) svo hægt sé að hringja ef einhver verður nú lítill í sér. Næturverðir sjá um að fara í morgunmat með sínu liði allt eftir því hvenær keppni hefst. Gert er ráð fyrir því að þeir sem ekki byrja að keppa fyrr en t.d. eftir hádegi á laugardegi fari seinna í morgunmatinn.

Skemmtanastjóri Sér um að skipuleggja eitthvað fyrir strákana að gera milli leikja í samráði við Liðstjóra. Hugmyndir t.d.  fara í sund (ókeypis fyrir keppendur), fjöruferð, á leikvelli bæjarins eða einhverjar ævintýraferðir í nágrenninu. Horfa á aðra KR leiki og styðja og syngja KR lögin (ekki seinna vænna en að þessir ungu piltar og fótboltamenn framtíðarinnar,  læri helstu slagara eins og KR lagið sjálft https://www.youtube.com/watch?v=u3aGA18VNyc&list=PLCJl2QtA4GTittlN4icLZSgvbxRRVbY4g  og fleiri góð lög J.

Stuðningsmaður #1 Sér um að styðja og hvetja liðið til dáða og stýra foreldrum á hliðarlínunni. Við ætlum að vera góð fyrirmynd, styðja og vera jákvæð,  köllum „áfram KR“,“ koma KR“ , ekki hrópa inn á völlinn á einn dreng. Liðstjórar stýra liðinu við hin erum á hliðarlínunni og styðjum strákana og hvetjum á uppbyggjandi hátt. Það er ekki verra að syngja KR lög og reyna að hafa svolitla stemmningu í hópnum og hafa gaman enda höfum við Unnið titilinn oftast, deildina oftast oftar en allir aðriiir! Gott og gaman að syngja eins oft og þurfa þykir, hvort sem er þegar verið er að horfa á aðra leiki eða matsal eða út á götu.

Rútustjóri  Gott að miða við að 1-2 foredrar fylgi sínu liði í rútunni. Rútustjóri sér um að halda liðsmönnum saman þegar á gististaði er komið.

 

Tékklisti fyrir strákana

Verður sendur fljótlega. Hefur reynst mjög vel að fá upplýsingar um bara allt sem þarf að muna eftir fyrir drengina og okkur foreldra.

·         1-2 íþróttagallar

·         2-3 bolir

·         1 þægilegar buxur (kósýbuxur)

·         2 sokkar

·         2 fótboltasokkar (svartar)

·         KR stuttbuxur

·         KR keppnistreyja (þeir sem ekki eiga treyju fá lánaða)

·         Flíspeysa (66 þeir sem eiga slíka)

·         Gammósíur (svartar helst)

·         Rúllukragabolur eða annar langerme undirbolur undir keppnistreyju

·         Regngalli

·         Húfa og vettlingar (KR húfa þeir sem eiga annars helst svört)

·         Fótboltaskór takkaskór

·         Íþróttaskór

·         Sundföt og handklæði

·         Lítill bakpoki/sundpoki

·         Náttföt

·         Nærbuxur

·         Tannbursti

·         Einbreið dýna/vindsæng

·         Svefnpoki/sæng

·         Koddi

·         Vatnsbrúsi

·         Sólarvörn

·         Spil, blöð og bækur, fótboltaspil

Ath að gefnu tilefni er ekki gert ráð fyrir spjaldtölvu eða símum eða öðrum tölvuspilum við erum komin á Akranes til að spila fótbolta og tala um fótbolta

Tékklisti fyrir foreldra -Hvert lið þarf að sjá til þess að með í för sé

·         Kassi eða handhægur poki undir nesti

·         Þurrkugrind ef það rignir mikið

·         Hitabrúsi fyrir kaffi og/eða kakó

·         Eplaskeri

·         Bretti

·         Hnífur

·         Kvöldkaffi (laugardagskvöld) sjá hér að framan

·         Teppi og stólar (ekki nauðsynlegt)

·         Sólarvörn því það verður brakandi blíða

Enginn fylgdarmaður

Foreldrar og forráðamenn bera að sjálfssögðu ábyrgð á sínum drengjum. Ef einhver einhverra hluta vegna kemst ekki með hluta helgarinnar þá viljum við gjarnan fá upplýsingar um það. Nauðsynlegt er að semja við aðra foreldra í liðsmannahópnum og biðja um að vera þá þeim dreng innan handar.

Að lokum

Að lokum hvetjum við alla foreldra  til að fara inn á heimsíðu Norðurálsmótsins  http://kfia.is/norduralsmot/ en þar má finna ágætar upplýsingar um allt er við kemur mótinu. Á forsíðunni verða til að mynda birt niðurröðun liða í riðla á föstudeginum og þarna birtast úrslit svo mikilvægt er að fylgjast vel með þeim um helgina.

Að lokum minnum við alla foreldra og forráðamenn að sýna gott fordæmi taka gleðina og góða skapið með við skulum verða börnunum okkar og  KR til sóma.

Með KR kveðju, KR undirbúningsnefnd

 

 

Engin ummæli:

Skrifa ummæli