19 júní 2014

Gisting- tjaldsvæði og leikjaplan föstudagsins MJÖG mikilvægt

Frekari upplýsingar hafa borist frá Akranesi mikilvægt að lesa þennan póst vel.
ATH minni á að mæting er klukkan 8:00 á föstudag út í Frostaskjól og fer rútan klukkan 8:30. Liðin sitja saman í rútu til að auðvelda fylgdarmönnum eftirlit. Ríkisklæðnaður verður í skrúðgöngu. KRreyjur, svartar peysur (allir sem einn eða flís) KR húfa eða buff og svartar buxur.
Hvet alla til að renna yfir Tékklista (vatnsbrúsi t.d. mikilvægur) þegar þið farið að pakka fyrir strákana. Gaman að leyfa þeim að taka þátt í pökkun. Tékklista má finna í pósti frá því á sunnudag og á bloggsíðunni hér http://kr7flokkur.blogspot.com
Uppfærð símaskrá er í viðhengi. Þar má finna símanúmer liðsmanna, þjáflara og nokkurra í foreldrafélagi. Við munum reyna að aðstoða eftir þörfum. Mikilvægt fyrir sérstaklega næturverði að hafa útprentaða símaskrá J.

Gisting
KR hefur fengið úthlutað gistingu í Brekkubæjarskóla (fjær mótsvæði) KR er staðsett á þriðju hæð í stofum nr. 307, 308, 309 og 310. Mögulega ef stærðarmunur er á stofum verður þessu breytt lítillega.
KR1 og KR2 verða í stofu 307
KR3 og KR5 í stofu 308
KR 4 og KR 6 í stofu 309
KR 7 og KR 8 í stofu 310.
Kostur við þessa staðsetningu er að liðin borða morgunmat á staðnum. Sérstakur strætó gengur alla helgina frá mótsvæði og í skóla á 30 mín fresti og er frítt í strætó fyrir mótsgesti alla.
Fylgdarmenn í rútu bera ábyrgð á sínum drengjum þar til foreldrar mæta á gististaði.

Tjaldsvæði
KR hefur fengið úthlutað tjalsvæði nálægt keppnissvæðinu. Safnaflöt heitir svæðið (sjá kort bls. 14 í handbók ) það eru tjaldverðir sem vísa leiðina þegar þangað er komið. Tjaldsvæðið opnar á morgun fimmtudag klukkan 18:00. Það eru fleiri lið á sama svæði og KR, t.d. deilir svæði með Aftureldingu, Keflavík og HK  svo það er um að gera að mæta tímanlega .
Tjaldsvæðið er troðfullt svo óheimilt er að leggja bílum inn á svæðinu. Plássið verður að nýta mjög vel.

Leikjaplan föstudagsins
Leikjaplan föstudagsins er meðfylgjandi. Það er dálítið flókið að lesa út úr þessu og til að auðvelda (vonandi)  höfum við stillt þessu upp svona:
KR1 er A lið í U riðli skammstöfun Au2
KR2 er A  lið  í K riðli skammstöfun Ak1
KR3 er B lið  í J riðli skammstöfun Bj1
KR4 er D lið í U riðli skammstöfun Du3
KR5 er í C lið  í K riðli skammstöfun Ck1
KR6 er í E lið í F riðli skammstöfun Ef4
KR7 er í E lið í S riðli skammstöfun Es2
KR 8 er í F lið í J riðill skammstöfun Fj3
Skammstöfun liða þar sem stór stafur táknar lið og lítill stafur riðil, ræður svo hvar þau raðast í mat sjá bls. 7 í þessu skjali. Dæmi. KR8 er með skammstöfun Fj3 og á því matmálstíma á föstudagskvöldinu klukkan 18:30.  KR2 er aftur með skammstöfun Ak1 og á því matmálstíma klukkan 17:30. Á sama hátt hafa liðin fengið úthlutað tíma í myndatöku sjá bls.8  Liðstjórar passa að prenta út og taka leikjaskipulag föstudagsins með sér útprentað. Við verðum þó með auka eintök ef einhver gleymir.
Úrslit föstudagsins ráða svo niðurröðun á laugardag og bera liðstjórar ábyrgð á að fylgjast með úrslitum á föstudag. Við getum vonandi hengt upp á gististað leikjaplan laugardagsins.

Tímasetningar:
Mikilvægt er að virða allar tímasetningar vel það á ekki bara við um leiki heldur einnig mætingu í mat og í liðsmyndatöku svo dæmi sé tekið sbr. það sem kemur fram hér að framan. Liðstjórar hvers liðs bera ábyrgð á þessum þætti. Liðin hafa fengið úthlutað ákv. tímum í mat á föstudeginum og í liðsmyndatöku. Vinsamlegast virðið þessi tímamörk vel.

Matarmiðar
Matarmiðar fyrir foreldra/ liðstjóra verða afhendir liðstjórum hvers liðs á föstudag á mótssetningu.

Að lokum
Við erum fyrst og fremst komin á Akranes til að eyða helginni með fótboltahetjum framtíðarinnar, fjölskyldum og vinum. Höfum gleðina og jákvæðni að leiðarljósi. Hrós er besta leiðin til að byggja upp sjálfstraust það á líka við í mótlæti.
Liðið tekur þátt í mótinu sem ein heild. Höldum hópinn vel. Hvetja liðið áfram ekki bara ykkar strák. Þetta er samvinna liðsins og eins og við þekkjum er hvert hlutverk innan vallar jafn mikilvægt.Leikirnir vinnast með samvinnu og liðsheild (og liðstjórn að sjálfssögðu) strákarnir finna þegar þeir fá jákvæðan stuðning og það hjálpar þeim að berjast og hvetur þá áfram. Allir gera sitt besta. Aðalatriðið er að hafa gaman að.
Látið þjálfar og liðstjóra um að stýra liðinu. Það er erfitt að vita hvað maður á að gera inn á vellinum ef 10 foreldrar kalla 10 mismunandi skilaboð. Við köllum Áfram KR og koma KR og berjast KR og syngjum KR stuðningsmannalög eins og enginn sé morgundagurinn.
Að leik loknum er ágætt að spyrja hvort það hafi verið gaman ekki endilega úrslitin J ungmennafélagsandinn og smá baráttuandi með er ágætis blanda.
Veðurspáin er þokkaleg svo við verðum með sól og gleði í hjarta alla helgina.
Hlakka til að eyða helginni með ykkur öllum.
Ef einhverjar spurningar vakna ekki hika við að hafa samband. Öll mikilvæg númer eru að finna í símaskránni góðu.
Einnig hægt að skoða þennan link mótsins https://docs.google.com/file/d/0BwlFJS9PGtwoaWk1SVdhZVoxcDA/edit  þar má finna flest allar þessara upplýsinga.  
Sjáumst í Frostaskjóli á föstudagsmorgun.
ÁFRAM KR
Undirbúningsnefndin

3 ummæli:

  1. Hvernig nær maður út leikjaplani föstudagsins ???

    SvaraEyða
  2. Fékkstu ekki póst? Það má finna einnig á heimasíðumótsins.

    SvaraEyða
  3. http://kfia.is/norduralsmot/Frettir/2971/default.aspx

    SvaraEyða