05 febrúar 2014

Smá um okkur

Kæru leikmenn og foreldrar

Mig langaði að setja smá hérna inn um það sem við höfum verið að gera og aðeins um það sem er framundan hjá okkur.

Æfingar:Æfingarnar á nýju ári hafa farið frábærlega af stað að mati okkar þjálfarana við höfum bætt við okkur einum þjálfara og erum því fjórir á þriðjudögum og fimm á fimmtudögum.Þriðjudagsæfingarnar hjá okkur fara í að spila og þar skiptum við yngra árinu á þrjá velli og eldra árinu á fjóra,við reynum að hafa ekki fleiri en 4-5 í liði svo allir fái tækifæri á að hafa boltann sem mest.Við höfum séð góðar framfarir í spili hjá flestum ef ekki öllum okkar leikmönnum.Á fimmtudögum höfum við svo 3-4 stöðvar þar sem ein stöðin er oftast spil stöð og svo eru hinar stöðvarnar með allskyns tækniæfingum.Á yngra árinu höfum við verið að leggja mesta áherslu á að leikmennirnir nái sem bestu valdi á boltanum og reynum við að láta þá vera sem mest eina eða í litlum hóp með bolta.Á eldra árinu höfum við svolítið verið að leggja áherslu á að spila boltanum á milli sín þ.e.a.s halda honum innan liðsins og halda stöðum í leiðinni og minnka það að allir elti boltann í einu.Fimmtudagana 13.og 20.feb munu svo koma til okkar leikmenn úr meistaraflokki KR og hjálpa okkur með æfingarnar og spjalla við drengina.Það er svo í vinnslu hvenær við komumst út að æfa en ég vona að það verði einhverntímann í Mars.

Mót: Við stefnum á að fara með alla drengina á a.m.k þrjú mót frá vori og fram á haust.Ég er þegar búinn að skrá okkur til leiks á Stjörnumótið sem verður haldið 27.apríl og svo er í vinnslu að fara á mót í kringum 20.mai.Og að lokum er rétt að minnast á aðalmótið okkar Skagamótið en það verður haldið helgina 20.-22.júní á Akranesi.Við stefnum svo á að taka einn til tvo æfingaleiki í Febrúar-Mars.

Ef þið hafið einhverjar spurningar eða viljað ræða eitthvað sem tengist drengjunum og flokknum þá er um að gera að hafa samband.

KR kveðja Atli Jónasson
s:6591794
atlijo88@gmail.com




Engin ummæli:

Skrifa ummæli